Leita í fréttum mbl.is

Kisi

Cat

hvar ertu núna litli kisi sem komst svo hljóðlega til mín eitt kvöld í sumar sem leið inn um opnar útidyr og varst hér hjá mér fram eftir nóttu?
ég strauk þér svo blítt og sagði þér sögur á kattamáli sem aðeins við tvö skiljum en svo fórstu og ég hef hvergi séð þig síðan þó ég hafi sett út rjómaskál á kvöldin og skyggnst eftir þér undir runnunum við stéttina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Komdu kisa mín,

kló er falleg þín,

víst ertu vænsta hjú.

banar margri mús

mér það líkar nú

við skulum drekka dús.

Vona að þetta sé rétt, það er svo langt síðan ég hef farið með þennan skemmtilega húsgang.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2007 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband