Leita í fréttum mbl.is

Allt er þegar þrennt er...

1.4847.big

...en því náði ég ekki í dag, því ég fór "bara" tvisvar í Hallgrímskirkju í dag, í lok kirkjulistahátíðar.

Í morgun var þar sungin "akureyrsk" (Tounge) messa, prestar, organisti og kirkjukór Akureyrarkirkju sáu að miklu leyti um helgihaldið, þó einnig kæmi "heimafólk" við sögu, þar á meðal hinn indæli Drengjakór Reykjavíkur (sem nota bene auglýsir þessa dagana eftir hressum strákum til liðs við sig). Það var gaman að sjá tónmeistara kirkjunnar í "fríi" á fremsta bekk, þurfandi ekki að gera annað en að njóta þess sem fram fór; svo oft hefur hann gert okkur hinum gott með sínu frábæra starfi.

Í kvöld fórum við svo aftur, ég og foreldrar mínir, í Hallgrímskirkju, í þetta sinn til að hlýða á frumflutning í Reykjavík á óratóríu Händels um brottförina úr Egyptalandi. Túlkun besta listafólks landsins og framúrskarandi erlendra gesta á verkinu gerði það að verkum að þær 3 klukkustundir sem flutningur þess tekur leið hjá sem magnþrungin örskotsstund. Hjartans þakkir fyrir frábæra listræna upplifun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 22.8.2007 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband