Leita í fréttum mbl.is

Dómskerfið

Stundum getur verið ánægjulegt að sjá að það er ekki alltaf harkan sex sem gildir við uppkvaðningu dóma.

En ansi skýtur samt tímalengdin sem maðurinn þyrfti að sitja inni, ryfi hann skilorð, skökku við þá dóma sem kveðnir eru upp í nauðgunarmálum. Það er ljóst að ekki er sama hvort um auðgunar- eða ofbeldismál er að ræða þegar kemur að því að dæma, fyrst dómur fyrir að stela hangikjötslæri slagar hátt upp í dóma fyrir að svívirða líkami og sálir kvenna eða barna (hversu margir karlmenn kæra annars nauðgun?). En líklega verður þó að skoða þennan dóm í ljósi fyrri dóma sem maðurinn hafði á sér. 


mbl.is Þrettán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela hangikjötslæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Það er oft ansi mikið ósamræmi í dómum. Mér finnst að öll meiðsl á manneskjum mættu dæmast dálítið harðar en þjófnaðir á munum.

Þessum þarna er gefinn séns á að standa sig, það vonandi gengur hjá honum

Ragnheiður , 14.9.2007 kl. 14:27

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Látum-gera og svo vera, maðurinn fær skilorðsbundinn dóm vegna þess að síðan hann framdi þetta ("svakalega") afbrot hefur hann tekið til í lífi sínu og er á góðum framfarvegi. Fyndist þér réttlátt, eða jafnvel hagkvæmt, þjóðfélagslega séð, að rústa þeim árangri sem hann hefur náð með því að láta hann skilyrðislaust sitja af sér dóminn? Þessi ákvörðun dómsins ber aðeins vott um heilbrigða skynsemi, að mínu áliti. Afplánun núna í þessum kringumstæðum bæri einberri refsigleði vitni, auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Auk þess sem ég býst við að þú vitir að "skilorðsbundinn" dómur þýðir það að ef hann brýtur gegn landslögum á einhvern hátt næstu 4 árin þá kemur þessi dómur til afplánunar. Þetta setur því töluverða pressu á hann um að standa sig, vilji hann halda í sitt nýja líf.

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.9.2007 kl. 14:46

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Samkvæmt lögum er það glæpur að stela. Svo er aftur annað mál að þarna úti er fullt af einstaklingum sem eru það klókir að fara í kringum lögin að þeir komast upp með þann glæp, og það í stórum stíl, oft og tíðum. Því miður eru það yfirleitt litlu jólasveinarnir sem stela hangikjöti og þvíumlíku sem helst eru teknir á beinið...

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.9.2007 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.