Leita í fréttum mbl.is

Léttlestir

freezing1Eitt þeirra atriða, auk annarra umhverfivænna, sem ég sé sem stóran kost við það að fá léttlestarkerfi (metro) hér í Reykjavík, fram yfir að nota strætó, er sá að þá myndi maður sleppa við að norpa skjálfandi á biðstöðvum og bíða eftir vagni. Maður myndi fara á neðanjarðarstoppistöð, jafnvel akandi á bílnum sínum og leggja honum yfir daginn við stöðina, eins og margir gera í úthverfum erlendis, og bíða svo inni í hlýju og notalegheitum! Smile

Að eiga kost á þessu tel ég að yrði, miðað við það veðurfar sem við búum við hér á landi, mjög hvetjandi þáttur í átt til þess að menn myndu nýta sér almenningssamgöngur meira en gert er í dag, auk þess ávinnings að það myndi gera fólki mögulegt að spara útgjöld til bensínkaupa, og jafnvel gera það ónauðsynlegt að hafa marga bíla á einu heimili, sem hlýtur að leiða til umtalsverðs sparnaðar. Með þessu móti sleppur fólk líka við stressið í umferðinni og leit að bílastæðum, sér í lagi í miðborginni, sem gæti í framhaldinu leitt til afslappaðra þjóðfélags SleepingInLove. Ekki veitir nú af.

Miðað við hvað við framleiðum mikið af ódýru rafmagni hér á Íslandi er ég sannfærð um að þessi framkvæmd er mjög hagkvæm lausn í samgöngumálum okkar borgarbúa til framtíðar litið og þegar heildarmyndin er skoðuð, miðað við það sem nú er, þegar umferðarþungi og útblástur bifreiða er orðið vandamál í borginni. Að grafa stokka fyrir lestarkerfi undir borgina ætti heldur ekki að vera verkefni sem væri okkur ofviða, fyrst menn hafa látið sér detta í hug í fullri alvöru að grafa göng út í Vestmannaeyjar. 

Gott mál! Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sammála þér, held að þessi útreikningur á kostnaði við lest til Keflavíkur á sýnum tíma, hafi verið svona owerkill útreikningar til að skjóta þetta í kaf.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 23.2.2008 kl. 21:17

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Eins þarf líka að taka með í þann reikning að það hefur margt breyst á ekki lengri tíma en þessum sex árum síðan sú kostnaðaráætlun var gerð.

Greta Björg Úlfsdóttir, 23.2.2008 kl. 21:22

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, ég hugsa að þetta sé framtíðin og hljóti að eiga eftir að verða að veruleika.

Sömuleiðis Valgeir. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 23.2.2008 kl. 22:05

4 Smámynd: Sigríður Hafsteinsdóttir

Já, lýst vel á þessa hugmynd!

Sigríður Hafsteinsdóttir, 24.2.2008 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband