Leita í fréttum mbl.is

Sprengt í Pakistan

picture_002_aqtmAð minnst kosti 22 eru látnir í sjálfsmorðssprengingum í Lahore í Pakistan.

Enn og aftur eru stjórnvöld í BNA með puttana í því sem þeim kemur ekki við. Það kemur fram í myndbandinu með fréttinni að eftir kosningarnar var nýja stjórnin tilbúin til viðræðna við Talibana og al-Qaeda. (Kl. 17:06 Þetta myndband er nú, síðan í morgun þegar ég skrifaði þetta, búið að taka út af fréttasíðu BBC um málið, ég finn það að minnsta kosti ekki lengur).

Þetta hentaði greinilega ekki bandarísku stríðsvélinni, sem við það að sjá fram á að missa af stríðsgróða tók sig til og sendi flugskeyti að búðum al-Qaeda.

Við það gerðu al-Qaedaliðar það fyrirsjáanlega, það er að segja hættu snarlega við samningaviðræður og svöruðu fyrir sig með þessum hætti. 

Áframhaldandi viðskifti voru þar með tryggð og áfram malar stríðsvélin gull.

Myndin með færslunni 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vona að eitthvað æðra vald refsi þeim sem bera ábyrgð grimmilega, því ekki gerir neinn annar það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2008 kl. 11:31

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Nei, til þess eru þeir of voldugir.

Já, ætli þeir verði ekki að endurfæðast ansi oft áður en þeir hljóta himnavist......

Greta Björg Úlfsdóttir, 11.3.2008 kl. 11:37

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þetta er mjög sorglegt.  Verst er að það deyja daglega um 20-30 manns ótímabærilegum dauða.  Það er lítið talað um það.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.3.2008 kl. 15:47

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Stríð verða alltaf stórviðskipti og stórnendur vopnafyrirtækja vera að sinna hlutabréfaeigendum eins og þeir afsaka sig með..Vatikanið er búin að selja sín bréf í Bofors, sænsku vopnaverksmiðjunni vegna umfjöllunar í blöðum í Svíþjóð fyrir nokkrum árum...það tók einhvern tíma að sannfæra Páfan um þetta, en hann gaf sig að lokum. Það var gamli Páfin..ekki sem er núna.. 

Óskar Arnórsson, 11.3.2008 kl. 17:53

5 Smámynd: Heidi Strand

Ég er komið á það stig að loka augun. Ég get ekkert gert og hef enga áhrif. það eina sem stendur eftir er vanliðan.
Það er betra að gera það sem við getum fyrir okkar umhverfi og samferðarmenn.

Heidi Strand, 11.3.2008 kl. 21:43

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er svo mikið rétt hjá þér, Heidi. Yfirleitt er ég nú á þessu sama stigi og þú, en einhvern veginn er ég þessa dagana á fullu að fylgjast með fréttum og spá í hluti, ekki veit ég af hverju. Kannski hef ég ekki nóg fyrir stafni.

Annars er ég að fara að halda upp á 30 ára afmæli sonar míns á laugardaginn, það verður gaman. Var að kaupa afmælisgjöf í dag!

Greta Björg Úlfsdóttir, 11.3.2008 kl. 22:16

7 Smámynd: Heidi Strand

Til hamingju með soninn! Er hann elstur?
Mér finnst svo stutt síðan við vorum á hans aldri.
Hvenær kemur þú í heimsókn?

Heidi Strand, 13.3.2008 kl. 08:16

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sonur minn sem á afmæli er sá yngri. Hinn er fæddur í lok árs 1972, á annan í jólum, og er þess vegna orðinn hálffertugur! ...

Nú er að koma í mig vorhugur og þá hugsa ég til þess að koma og heimsækja ykkur fljótlega. Það var yndislegt að heyra í vorvindinum þegar ég vaknaði í morgun.

Já, ég veit, vorið er ekki komið því páskahretið er eftir, en samt...

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.3.2008 kl. 09:07

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hræðilegar þessar sprengingar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2008 kl. 13:21

10 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

"The Military Industrial Complex" er að fara með allt til fjandans þó að margir hafi varað við skrýmslinu í gegnum árin.

Georg P Sveinbjörnsson, 13.3.2008 kl. 14:12

11 Smámynd: Guðbjörg Jónsdóttir

Nú er mér allri lokið .... átti Vatikanið bréf í vopnaverksmiðju !!!!!!! Drottinn minn dýri segi ég nú bara. Alveg er ég hissa hvað ég er hissa .....

Guðbjörg Jónsdóttir, 13.3.2008 kl. 16:29

12 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

til hamingju með soninn Gréta mín

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.3.2008 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband