Leita í fréttum mbl.is

Bloggedíblogg

fu103Um leið og ég þakka nýjasta bloggvini mínum kærlega fyrir að vilja vera bloggvinur minn Heartbið ég þá sem ég kann að hafa sært eða móðgað hér um daginn með því að henda þeim út af lista fyrirgefningar Blush og bið þá um að æskja vináttu aftur, hafi þeir enn áhuga á henni eftir aðfarir mínar. Málið er það að ég var að reyna að gera listann viðráðanlegri hvað varðar lestur og yfirsýn Shocking.

Einnig bið ég bloggvini mína forláts á því hversu léleg ég er að setja inn athugasemdir; þar er málið það að ég á fullt í fangi með að virkja nægilegt andríki til eigin bloggskrifa og orka varla meira. Ég veit ekki hvort samband er á milli þessa og ofursvefnsins sem ég sagði frá í seinustu færslu. Errm

Nú er klukkan að verða átta og enn er ég farin að renna hýru auga til rúmsins míns HeartSleeping, þó ég ætli að dóla mér enn um sinn hér heima, í þetta sinn við að...ég veit ekki hvort það er sorglegt eða hlægilegt Whistling að nú er ég komin í þann ham að hirða aftur upp úr pokum og kössum dót sem ég var búin að setja niður í gær og staðráðin í að losa um eignarhald mitt á næstkomandi laugardag Undecided...ég keypti nefnilega ÆÐISLEGT stórt, kínverskt leirker InLove í Góða Hirðinum í dag, og um leið hætti ég auðvitað við að selja sólhlífarnar mínar og blævængina og slatta af skrautdúkkunum Halo...æ, ég er víst ansi mikil vog þó ég sé fædd í meyjarmerkinu..jójó...Grin

HeartKissingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Falleg þessi mynd með færslunni Greta. Það hafa allir leyfi til að skipta um skoðun sko, annað væri bara leiðinlegt

Bestu kveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 26.8.2008 kl. 15:07

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hæ, hæ!

Já, sætir og nettir apakettir...

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.8.2008 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.