Leita í fréttum mbl.is

Þarf einhver að vera hissa á því?

Mér finnst að við höfum orðið okkur til enn meiri skammar og athlægis, með því að hætta ekki við framboðið en útdeila þess í stað rjómapönnukökum!

Heldur það fólk sem vann að framboðinu að öryggisráðið sé einhver saumaklúbbur?

En Íslendingar kunna víst ekki að hætta, þekkja ekki sinn vitjunartíma eins og það hefur verið orðað, heldur göslast áfram í hroka og yfirlæti, jafnvel þó þeir hafi beðið algjört skipbrot á alþjóðlega vísu.

Hvernig væri að halda sig til hlés, sleikja sárin og jafna sig á áfallinu fyst um sinn.

Okkar tími mun koma. Smile

 


mbl.is Ísland náði ekki kjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábærar fréttir. Öryggisráðið er hvort sem er algerlega máttlaus stofnun á alþjóðavettvangi.  Það sýnir skammsýni íslenskra ráðamanna að reyna að komast inn í þennan lokaða klúbb. Allar ályktanir sem skipta einhverju máli eru beittar neitunarvaldi af USA , kínverjum eðar Rússum þannig  að engar almennilegar ályktarnir komast í gegn þarna. Til hvers eru menn þá að hafa svona samkundu??? Það hefði nú verið skemmtilegra að eyða þessum 6 eða 8 hundruð milljónum í eitthvað uppbyggilegra!!!!

þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 16:19

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sammála, þetta Öryggisráð er einskis nýtt apparat. Auðvitað átti að hætta við þetta framboð fyrir löngu síðan. Þetta hefur verið gæluverkefni utanríkisþjónustunnar í mörg ár og búið að kosta óhemju peninga með opnun sendiráða um allan heim og fleira. Auðvitað kemur okkar tími seinna Gréta en ekki víst að öryggisráðið sé endilega fýsilegur kostur.

Haraldur Bjarnason, 17.10.2008 kl. 16:31

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er hæstánægð með að komast ekki í öryggisráðið, verst með alla peningana sem var eytt í þessa vitleysu, en við eigum víst nóg af seðlulm ekki satt, það bara vill enginn taka við þeim lengur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.10.2008 kl. 19:01

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hm, já, það er víst rétt hjá ykkur, öryggisráðið er saumaklúbbur. Kannski voru rjómapönnukökurnar ekkert út úr kortinu.

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.10.2008 kl. 22:49

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Enda segi ég eins og þú Ásthildur. Það var enn eitt bullið að vera að bjóða okkur fram þar. Það var nú reyndar Imba sem agiteraði mest fyrir því. Maður veit sveimér ekki hvort maður treystir sér til að krossa einhvers staððar við næst ef ekki verður neitt nýtt í boði þá.

Ég hef nú reyndar fyrir mörgum árum búið í landi þar sem ástandið var nákvæmlega eins og þú lýsir, nóg af seðlum, það vildi þá bara enginn. (Gildir reyndar um land sem ég heimsótti í fyrra líka). Þarna blómstraði svartamarkaðsbrask með gjaldeyri. Ríkir kaupmenn sem áttu nóg af seðlum keyptu gjaldeyri af útlendingum sem komu til landsins að vinna á vegum erlendra hjálparstofnana og fengu greitt í erlendum gjaldeyri. Síðan komu þeir gjaldeyrinum fyrir í bönkum erlendis, en expatriatarnir, eins og þeir voru kallaðir, óðu í innlendum seðlum.

Meira að segja trúboðar stunduðu svona brask, enda var betra að eiga nóg af seðlum þar sem tvöfalt verðlag gilti, annað fyrir ríka og hitt fyrir fátæka. Það kostaði mánaðarlaun innfædds verkamanns að gista eina nótt á stærsta hótelinu í þekktustu borg landsins.

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.10.2008 kl. 23:00

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég fagna líka þessari niðurstöðu til framtíðar!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 19.10.2008 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband