Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Bara að gamni...

...fyrir svefninn, af því að ég var að lesa sögu og skoða mynd á blogginu hennar Ragnheiðar...

Strákarnir mínir...

...fyrir tæplega 30 árum...

d-saetastir

...fyrir tæplega 9 árum síðan...

brae_ur

..og síðast liðið sumar...

ulli_me_opum_i_thailandipaskadot_055

 

 

 

 

 

 

 

 

...hm...já, "chaqu´un a son gout!" (sem útleggst: hver að sínum smekk) ToungeWhistling

Góða nótt! Heart


Negrastrákar

Negrastrákar fóru á rall,
þá voru þeir tíu,
einn drakk flösku af ólyfjan
en eftir urðu níu.

Níu litlir negrastrákar
fóru seint að hátta
einn þeirra svaf yfir sig
og þá voru eftir átta

Átta litlir negrastrákar
vöknuðu klukkan tvö.
Einn þeirra dó úr geyspum
en þá voru eftir sjö.

Sjö litlir negrastrákar
sátu og átu kex
einn þeirra át yfir sig
en þá voru eftir sex.

Sex litlir negrastrákar
sungu dimmalimm
einn þeiirra sprakk á limminu
en þá voru eftir fimm.

Fimm litlir negrastrákar
héldu að þeir væru stórir
einn þeirra fékk á hann
en þá voru eftir fjórir.

Fjórir litlir negrastrákar
fóru að reka kýr
ein kýrin stangaði einn þeirra
en þá voru eftir þrír.

Þrír litlir negrastrákar
þorðu nú ekki meir
einn þeirra dó úr hræðslu
en þá voru eftir tveir.

Tveir litlir negrastrákar
þögðu nú eins og steinn
annar hann varð vitlaus
en þá var eftir einn

Einn lítill negrastrákur
sá hvar gekk ein dama
Hann gaf sig á tal við hana
og bað hennar með það sama

Negrastelpan sagði já
og svo fóru þau í bíó
ekki leið á löngu
uns þau urðu aftur tíu.

 

Í sjálfu sér er þetta bara fyndinn og saklaus bull-texti til söngs fyrir börn, þegar búið er að snara honum á íslensku og þýða orðið "nigger" (sem er skammar/háðsyrði um svertingja/negra á ensku) með "negri" á íslensku, ekki "niggari" nota bene. Ég held að orðið "negri" hafi aldrei verið notað í neikvæðri merkingu hér á landi, þá hefur orðið "niggari" frekar verið notað, að fyrirmynd kana.

Það er hinsvegar hið sögulega samhengi og frumtextinn sem er hið vafasama í þessu máli; þess vegna er það mitt álit að það hefði ekki átt að endurútgefa þessa bók.

Myndir Muggs eru bara fyndnar, er ekki alltaf verið að skrumskæla myndir af fólki og dýrum til gamans, hvort eð er, hvaða litarhátt sem viðkomandi hefur, eins og til dæmis hin klassíska mynd af skáeygum asíubúa að borða hrísgrjón? Eða hollendingur í klossum og með pípu, hangandi utan í vindmyllu, jóðlandi týrolbúi eða eskimói að skutla sel? Staðlaðar ímyndir af kynþáttunum/þjóðunum sem nú einu sinni byggja þessa jörð, og svo sem ekkert skrítið við það.

Það sem hins vegar er athugavert er hroki og drottnunargirni hins hvíta kynstofns yfir öðrum. Það er það sem er ámælisvert í þessu öllu og gerir myndir Muggs og sönginn varhugaverð, í hvíta-vesturlanda-hugmyndaheiminum, sem ætti að stefna að því að þurrka hugmyndir sínar um yfirburði kynstofns síns út úr hugskotinu og fara að viðurkenna að á þessari jörð eiga allir að vera jafnir. 

*Áhugarverð lesning um Litla svarta Sambó, sem ég rakst á á netinu. Ég verð að leiðrétta misminni mitt sem ég setti fram í kommenti á bloggi hér á moggabloggi, það voru auðvitað ljónin sem urðu að smjöri, en ekki Sambó, á því undarlega fyrirbrigði fæst skýring við að lesa bloggið sem ég vísa hér í!.

Áskorun

Ég skora hér með á Morgunblaðið að hætta nú þegar myndbirtingum af banaslysavettvöngum í umferðinni. Slík myndbirting er með öllu óþörf og eingöngu til þess fallin að særa aðstandendur þeirra sem þannig látast eða slasast.

Bloggaflakk...

Gates_Bill_talking05_14338Ég fann þessa frábæru færslu á flakki mínum um moggabloggin:

HOLLRÁÐ FYRIR UNGT FÓLK  


Þessi ráð eru samin af Bill Gates. Kannski kom hann fram með þau í fyrirlestrinum sem sagt er frá (og hlusta má á) hérna?

Skoðanafrelsi

Deilt er um það atriði í samþykkt kirkjuþings um staðfesta samvist samkynhneigðra, að prestar skuli hafa persónulegt frelsi til að neita að framkvæma athöfnina , stríði hún gegn skoðunum þeirra á slíkri athöfn.

Í framhaldi af þeirri umræðu kom sú spurning upp í huga mér hvort læknar hafi leyfi til að neita að framhkvæma fóstureyðingu, stríði sú aðgerð gegn siðferðisvitund þeirra og hugmyndum þeirra um heilagleika lífs og töku þess? Getur einhver upplýst mig um þetta atriði, hvernig staðan er þar?

P.s. Aha. Fleiri hafa velt þessum samanburði fyrir sér, ég var ekki búin að sjá þessa færslu Daggar þegar ég skrifaði mína:  Stjórnarskrárbrot? 

Þarna er spurningu minni reyndar svarað, en ég læt færsluna samt standa hér áfram. Wink

Riven

Riven_BoxÉg eignaðist stærri tölvu og þrjá síðustu daga er ég búin að vera týnd í tölvuleiknum Riven sem ég átti hér heima á diski, en hafði aldrei farið í, vegna þess að gamla tölvan mín rúmaði hann ekki. Ég verð að viðurkenna að ég er hvorki nógu klár né þolinmóð til að leysa gáturnar í honum algjörlega hjálparlaust, heldur sæki ég mér leiðarvísi (walkthrough) á netið. Leikurinn er samt sem áður alveg nógu erfiður fyrir mig til að ég hafi gaman af honum og lifi mig algjörlega inn í ævintýraheiminn sem hann býður manni að ferðast um.

Ég er búin að spila Myst III, IV og V, en fyrsta Myst-leikinn hefur mér ekki tekist að komast í gegnum, þó svo ég eigi bæði upprunalega leikinn og nýju útgáfuna, einfaldlega af því að mér finnst hann ekki nógu skemmtilegur - kannski klára ég hann samt einhvern tíma þegar vel liggur á mér. Smile


Topp-persóna

logo
Hvem er du i Asterix?

Mitt resultat:
Majestix
Du er Majestix! Landsbyens høvding liker å gjøre entré båret på et skjold, slik gallisk skikk påkrever av en mann i hans stilling. Han liker å tro at han bestemmer, men hustruen Godemine har nok mye hun skulle ha sagt.
Ta denne quizen på Start.no
Wink

Raddirnar

voicesÉg lifi með raddir innan í mér (held samt að ég sé ekkert mikið geðveik!). Lengi angraði mig á köflum rödd sem var iðin við að segja mér hvað ég væri ómerkilegur pappír, gera lítið úr afrekum mínum og minna mig á öll mistök sem mér hafa orðið á; segja mér hvað líf mitt væri misheppnað og tilgangslaust...

Sem betur fer fjarlægist og dofnar þessi rödd  meir og meir, en í staðinn heyri ég æ oftar glaðlega rödd sem segir mér hvað ég sé  bara skratti dugleg, skynsöm, hugguleg og kósý kona. Ég ætla ekki að lýsa því hvað það eru góð býtti að fá þessa vingjarnlegu rödd í heilabúið, í staðinn fyrir plötuna sem leiðindaskjóðan gamla, sem öllu vildi spilla, spilaði fyrir mig! Ég vildi óska að sem flestir fengju þessa nýju plötu spilaða í sínu höfði...

Illustration by Rebecca Kramer


Bleika slaufan

ribbon1_000Ég fékk þessa sögu senda og ákvað að skella henni hér á bloggið mitt, svo að sem flestir sæju hana:

Slaufusaga

Myndarlegur maður á miðjum aldri gekk hljóðum skrefum inn í kaffihúsið. Hann fékk sér sæti við eitt borðið og gerði sig líklegan til að panta. Áður en hann komst svo langt varð honum litið á hóp ungra manna við næsta borð. Það fór ekki á milli mála að þeir voru að gera grín að einhverju í fari hans. Um leið og hann mundi eftir litlu bleiku slaufunni, sem hann var með í jakkahorninu, þóttist hann vita hvað hefði vakið kátínu ungu mannanna.

Maðurinn reyndi að láta sem ekkert væri, enda vissi hann sem var að viðbrögðin voru sprottin af fáfræði. En það var erfitt að leiða glottið á andlitunum hjá sér. Hann leit beint í augu eins af ungu mönnunum, benti á slaufuna og setti upp spurnarsvip. 'Þetta?' Það var eins og við manninn mælt - vinirnir ráku allir upp skellihlátur. Þeim sem var ávarpaður tókst að stynja upp nokkrum orðum. 'Fyrirgefðu, en við vorum bara að tala um hvað litla bleika slaufan væri æðislega sæt við bláa jakkann þinn!'

Maðurinn með slaufuna benti spaugaranum að koma og setjast við borðið hjá sér. Ungi maðurinn gerði eins og hann bað, þótt hann langaði hreint ekki til þess. Maðurinn með slaufuna sagði lágum rómi: 'Ég geng með þessa slaufu til að vekja fólk til vitundar um brjóstakrabbamein. Ég geri það til heiðurs móður minni.' Æ, það var leitt. Dó hún úr brjóstakrabbameini?' 'Nei, nei. Hún er lifandi og við góða heilsu. En það voru brjóstin hennar sem nærðu mig í frumbernsku og þau voru sá hlýi barmur sem ég hjúfraði mig upp að þegar ég var hræddur eða einmana. Ég er þakklátur fyrir brjóst móður minnar og þakklátur fyrir að hún er heil heilsu.' 'Jamm,' umlaði hinn. 'Ég skil.'

'Ég geng líka með þessa slaufu til heiðurs eiginkonu minni,' hélt maðurinn áfram. 'Og er hún í fínu formi líka?' spurði ungi maðurinn. 'Já, hún er við hestaheilsu. Brjóstin hennar hafa veitt okkur hjónunum mikinn unað í ástarlífinu og þau nærðu okkar yndislegu dóttur. Ég er þakklátur fyrir brjóstin á konunni minni og fyrir að hún er heilbrigð.'

'Og þú gengur þá líklega með slaufuna til heiðurs dóttur þinni líka?' 'Nei, það er um seinan að heiðra dóttur mína með slaufu. Dóttir mín lést úr brjóstakrabbameini fyrir einum mánuði. Hún hélt að hún væri of ung til að fá brjóstakrabbamein; þess vegna gerði hún ekkert í því þegar hún fann lítinn hnút í brjóstinu fyrir tilviljun. Hún fann ekkert til og þar af leiðandi hélt hún að það væri ekkert að óttast.' Unga manninum var greinilega brugðið og skammaðist sín, og nú var hann hættur að glotta. 'Fyrirgefðu, mikið er leiðinlegt að heyra þetta.'

'En í minningu dóttur minnar geng ég stoltur með litla bleika slaufu sem gefur mér tækifæri til að uppfræða aðra. Farðu nú heim og talaðu við konuna þína og móður þína, dæturnar og vinkonurnar. Og eigðu þetta ?' Maðurinn með slaufuna seildist ofan í vasa sinn og tók upp litla bleika slaufu sem hann rétti hinum. Ungi maðurinn mændi á hana, leit síðan upp eftir langa mæðu og spurði hvort hann vildi hjálpa sér að setja slaufuna á sig.

Í októbermánuði er sérstök athygli vakin á brjóstakrabbameini. Skoðaðu brjóstin reglulega og farðu í brjóstamyndatöku á tveggja ára fresti ef þú ert fertug eða eldri. Hvettu allar konur sem þér þykir vænt um til að gera slíkt hið sama. Sendu þetta til allra sem þú vilt vekja til vitundar um brjóstakrabbamein.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband