Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Bloggfrí

accro_du_pcJæja, nú er ég að hugsa um að taka mér svolítið blogg- og tölvufrí, sem getur samt orðið erfitt, þar sem ég er svoddan tölvufíkill. Það var eiginlega eins og hálfgert frí fyrir mig meðan ég hafði ekki tölvu í sumar og að sumu leyti var tölvugjöfin hálfgerð hermdargjöf að því leyti, auk þess sem bókasafnsferðir mínar hafa alveg dottið niður síðan. En þar sem ég bæði trassa húsverk og annað og verð líka alveg stíf í herðum og baki af þessu hangsi, þá ætla ég að reyna að skrúfa fyrir og svo þarf ég líka að fara að einbeita mér að því undirbúa ferðina til Krítar og spá í hvaða sumarföt ég ætla að hafa með...Wink Sjáumst! Heart

Von

blóm2Fann þetta í einu af gömlu bloggunum mínum og ákvað að skella því hér inn áður en ég dríf sjálfa mig loksins í háttinn, ég er nefnilega alltaf að lofa sjálfri mér því að fara snemma að sofa:

"May the laughter that you find in your tomorrow wipe away the pain you find in your yesterdays." Anonymous

Góða nótt! Kissing


Innlit og gestir

Nú sé ég á teljaranum að 168 manns hafa litið við á síðunni minni í dag. Nú ætla ég aðeins að herma eftir henni Ragnheiði bloggvinkonu og biðja um eitt: Mikið lifandis skelfing þætti mér gaman ef einhverjir af þessum gestum sæju sér fært að sjá af smá tíma til að kvitta fyrir komuna í kommentum, þó ekki væri nema einn broskall, eða fýlupoki, eftir atvikum, svo ég sjái hverjir það eru sem koma hingað.

Á sama tíma vil ég þakka Ásthildi Cesar bloggvinkonu minni fyrir það hvað hún kommentar oft á færslurnar mínar og líka bloggvinkonunum Heidi og Berthu og nýju bloggvinkonu minni henni Ragnhildi.


Ha, ha, ha...Ratatouille...

photo4_ratatouilleÞessu hefði ég nú ekki trúað fyrirfram, en ég sat í bíó áðan og horfði alveg heilluð á mynd um...hvað haldið þið...af öllum dýrum...ROTTU! Rottu sem er meistarakokkur og heillar mann alveg upp úr skónum InLove. Þetta er alveg frábær mynd, falleg og vel gerð. Ég myndi segja, sérstaklega vegna allrar matreiðslunnar sem fer fram í myndinni, að hún sé fullt eins mikið, eða jafnvel frekar,  fyrir fullorðna eins og krakka - en til til þess að geta notið hennar má maður þó til að gleyma því í bili að rottur eru í raun meindýr sem bera með sér bakteríur og alls kyns sóðaskap  - ef maður gerði það ekki er ég hrædd um að það vekti manni einungis ógleði að sjá rottu við matargerð í eldhúsi fíns veitingastaðar. En Remy, meistarakokksrottan, má þó eiga það að hann/hún gengur alltaf upp á endann, á afturlöppunum, til þess, eins og hann segir bróður sínum, að óhreinka ekki loppurnar sem hann snertir matinn með!

ratatouille_01Ratatouille 

 

 

 

 Ég læt fylgja hér uppskrift að franska réttinum ratatouille, en hann gegnir mikilvægu hlutverki í myndinni eins og nafn hennar ber með sér. Þessa uppskrift fann ég á netinu og skelli henni hér; því miður kann ég ekki uppskriftina eins og Remy eldaði sinn rétt og heillaði matgæðingana með, en hún leit afar girnilega út á diskunum.

Túnfisk-ratatouille

4-6 msk olía
1 laukur skorinn í báta
2 söxuð hvítlauksrif
1 eggaldin skorið í teninga
1 kúrbítur í sneiðum
100g sveppir í sneiðum
400g niðursoðnir tómatar
1 msk óreganó
salt & pipar
100g brokkolí í vænum bitum
1 msk hveiti
400g túnfiskur úr dós vatnið sigtað frá
1 lítill poki af kartöfluflögum

Hitið ofninn 190¨C. Léttsteikið lauk, hvítlauk og eggaldin í 3 msk af olíu í 5-8 mín. Bætið kúrbít og sveppum út í og látið malla í 10 mín. í viðbót. Bætið tómötum og óreganó út í. Saltið og piprið. Sjóðið á meðan brokkkálið í 3 mín. og bætið á pönnuna (ég myndi nú bara skella því beint út í, þar sem ég vil hafa það stökkt). Hristið hveitið og 2 msk. af vatni og hellið út í (ég myndi sleppa þessu hveitisulli!). Hrærið þar til þykknar. Setjið helminginn af grænmetisblöndunni í eldfast mót og dreifið túnfisknum yfir. Síðan hinn helminginn af blöndunni ofan á það og loks kartöfluflögurnar (þeim myndi ég sleppa, fyrir minn smekk). Bakið í 20 mín.


Góð heilsa er gulli betri...

Þessi frétt finnst mér alveg frábær. Þessi kona hlýtur að vera óvenju heilsuhraust, hugprúð og úrræðagóð.Smile
mbl.is Fannst á lífi eftir að hafa verið týnd í skóglendi í tvær vikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klikketí-klakk...

montreal17_metroAlmenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu eru í molum og ástandið fer bara versnandi.

Ég veit hvað við gerum: Gröfum bara göng frá Seltjarnarnesi og upp á Akranes og setjum í þau neðanjarðarlest (metró), og líka suður í Hafnarfjörð. Svo þarf að  hafa nógu marga strætóa út frá lestarstöðvunum, svo það sé búið með að híma í kulda og trekki tímunum saman að bíða eftir strætó um vetur. Ég held að margir myndu leggja einkabílnum væri þetta svona. Og svo færum við flugvöllinn til Keflavíkur og setjum svo lestarstöð í flugstöðina og lestarspor með lest inn til miðborgar Reykjavíkur, eins og gert er í útlöndum. Einfalt, ekki satt? En kostar náttlega hellings rask og pening....Blush...en hafa menn ekki í fullri alvöru látið sér detta í hug að grafa göng út í Vestmannaeyjar (þar sem mun færri búa, þar að auki)? Jarðskjálftar? Það eru lestarkerfi í Japan, ekki koma minni skjálftar þar en hér. Snjór og slabb? Er það ekki líka í t.d. Noregi og Svíþjóð, auk þess sem það kemur ekki lengur vetur á suðurlandi Íslands og fer versnandi eftir því sem jörðin hitnar Crying.

................Tounge Whistling....segir kona sem elskar að ferðast með lest!....InLove


Strætó

Ég er búin að vera með bílinn í viðgerð í nokkra daga og hef þurft að nota strætó. Ég var einmitt í gær að velta því fyrir mér að ef það væri ekki svona andsk... dýrt í strætó, miðað við bensínverð (eitt far með strætó kostar kr. 280.-, meira en tvöfalt verð á bensínlítranum), hvað þá ef það væri ókeypis, þá myndi ég reyna að láta bílinn standa oftar og taka strætó á "auðveldum" leiðum, eins og til dæmis er fyrir mig að skreppa í Kringluna, þar sem strætóstöðin er rétt hjá mér hér heima og svo stoppar hann nánast fyrir utan "mallið". Sparnaður fyrir mig og vegakerfi borgarinnar og þar með fyrir samborgarana, sem sagt alla! Fyrir nú utan minni mengun, sem líka má kalla sparnað á hnattræna vísu.

Eins er bjánlegt að fá bara öryrkjaafslátt með því að kaupa kort, en ekki ef maður staðgreiðir, og líka að strætóstjórar skuli ekki gefa til baka ef maður til dæmis er bara með seðil í veskinu, þá reynir maður óhjákvæmilega að finna leið til að svindla, ef maður hefur ekki mátt vera að eða fattað að skreppa í sjoppu til að skipta, frekar en að borga 500 kall fyrir farið!

Mér finnst líka fíflalegt að vagnstjórarnir skuli vera hættir að selja strætókortin (alla vega öryrkjakortin, kannski selja þeir ennþá hin, held samt ekki), eins og var í gamla daga og að maður skuli þurfa að fara á einhverja af þessum "aðalstöðvum" til þess að kaupa þau. Sennilega eru þeir svo tímaknappir að talið sé að þeir megi ekki vera að því að afgreiða fólk á þennan hátt. Ég hef þó orðið vör við að greiðviknir vagnstjórar gefi erlendum ferðamönnum til baka, og reyndar til fyrirmyndar hvað þeir eru oftast viljugir að leiðbeina þeim, því má hrósa.


mbl.is Svindl með strætókort stóreykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haust

Ósköp er nú farið að hausta mikið að, enda komið fram í september og kolniðamyrkur á nóttunni. Rigningartíð og vindur og gróðurinn tekinn að falla. Ég var að hugsa til þess áðan í kvöldmyrkrinu að bráðum þyrfti ég að fara að koma gardínunum aftur fyrir gluggana sem ég tók niður í vor og sleppti alveg að setja upp aftur, til þess að njóta sem best sumarbirtunnar. Mikið er ég ánægð að eiga inni ferðina til Krítar eftir viku, það verður fín framlenging á þessu óvenju góða sumri sem við fengum hér á landi í ár. Svo reynir maður bara þegar heim kemur að "hygge sig" í skammdeginu, með dregið fyrir, kakó og kertaljós og góða bók... Joyful

Hér er svo eitt fallegt haust-ástarljóð á dönsku:

Afsked


I nat, hvor den blomstrende guldregn er bleg
og månen diset og hvid,
er din mund som brombær, hvis mörke glöd
blev modnet ved midsommertid.
Men en særhed ved brombær,
hvorom du ikke har lært:
för de når deres fulde södme og kraft,
har de mærket en frostnats snært.

De dugslagne nætter i juni er svöbt
i sval og tindrende dis,
- i oktober brænder de stjerner tungt
mod kulde og höstligt forlis.
Og den lærdom har du erfaret,
når vi mödes ved næste Sankt Hans,
at til ingenting glöder hjertet så hedt
som lövfaldets hvirveldans.


Poul Örum
Sommerens genfærd 

Mary Ellen Mark

Mary Ellen MarkÞessa sýningu ætla ég sko alveg örugglega að sjá:

Undrabörn

Nokkrar myndanna á sýningunni, ásamt viðtali við höfundinn, hinn heimsfræga ljósmyndara Mary Ellen Mark, voru sýndar í Kastljósinu núna áðan og þær eru alveg ótrúlega fallegar. Einnig verður sýnd kvikmynd eiginmanns hennar um drenginn Alexander á þessari sýningu í Þjóðminjasafninu.


Luciano Pavarotti

Stórsöngvarinn Luciano Pavarotti er látinn, eftir erfið veikindi. Fyrir utan það að eiga stórkostlega fallega og hljómmikla rödd, sem gerði hann heimsfrægan, var hann einstaklega hlýr persónuleiki, litríkur og gefandi, eins og ljóslega sést á þeim myndböndum sem til eru af honum og söng hans. Má örugglega þakka þessu að hluta til frægð hans og vinsældir, ekki aðeins innan óperuheimsins, heldur meðal alls almennings.

Blessuð sé minning hans, hans verður lengi minnst. Mig langar til að minnast hans, eins og svo margir aðrir gera í dag, með því að setja þetta myndband með síðasta opinbera söng hans á síðuna mína:


mbl.is Luciano Pavarotti látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.