Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Þörf ráðstefna fyrir okkur - meir nú en nokkru sinni

Þetta hefur verið sköruleg ræða hjá Árna Páli.

Líka gott að heyra að Geir hafi óskað eftir sérstökum fundi forsætisráðherranna um málefni Íslands.

Vonandi fáum við bæði fjárhagslegan og siðferðilegan stuðning frá Norðurlandaþjóðunum út úr þessari ráðstefnu, ekki veitir af. Best væri ef þeir væru á þeim nótum að fordæma Breta opinberlega, en óvíst hvort þessar þjóðir séu tilbúnar að ganga svo langt gegn jafn voldugri þjóð.

 


mbl.is Eru nú fyrst að átta sig á alvarleika málsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáránleg fyrirsögn

Mér finnst fyrirsögnin fáránlega orðuð.

Á ekki Samfylkingin, sem eykur fylgi sitt, fimm ráðherra í ríkisstjórn, eða hvað, þó forsætisráðherra og aðrir sex ráðherrar séu Sjálfstæðismenn? Auk þess sem aðeins 55% þeirra sem spurðir voru svöruðu spurningunni, samkvæmt því sem mér var tjáð hér á blogginu, þannig að þessi könnun er ekki marktæk. Þessa var þó ekki getið í frétt mbl.is. Auk þess sem spurningin virðist hafa verið um fylgi flokkanna hvers um sig, ekki hvort menn styddu ríkisstjórnina.

Leiðrétting: Sex og sex ráðherrar, ruglaðist á Kristjáni Möller, vegna þess að mér hefur alltaf fundist hann svo framsóknarlegur (eða kannski bláleitur), hann er alla vega frá Siglufirði. - Þess þá heldur!

Mér finnst svona uppsláttur í fyrirsögn á mbl.is villandi og bera vott um óvönduð vinnubrögð. Svo sem ekki í fyrsta sinn sem ég gagnrýni blaðamenn síðunnar fyrir slíkt.

Ég held að margir styðji ríkisstjórnina fram að næstu kosningum. Svo kemur í ljós hvenær þær verða haldnar og hver útkoman verður úr þeim.

Fyrst þegar ég las þessa fyrirsögn var ég að vona að meiningin í henni væri að stjórnarandstaðan hefði lýst yfir stuðningi við aðgerðir ríkisstjórnarinnar síðustu daga, sem mér fyndist vel. En til þess hefur að vísu ekki nægilega mikið komið fram um gang samningaviðræðna. Slík stuðningsyfirlýsing myndi væntanlega ekki koma fram nema búið væri að leggja fram skilyrðin og þing búið að koma saman.


mbl.is Minnihluti styður stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð heilsa er gulli betri

sargent_carnation_lily_lily_rose-1.jpgElskulegir samlandar mínir!

Ég bið ykkur að minnast þess á þessum síðustu tímum að góð heilsa er gulli betri.

Því þó á móti blási, fólk missi vinnuna og við mörgum blasi jafnvel gjaldþrot, þá er það alls ekki eins hræðilegt og ætla mætti ef fólk á ennþá góða heilsu, kjark og þor til að takast á við erfiðleikana, að maður tali nú ekki um ef það býr svo vel að eiga líka í farteskinu góða menntun og hugkvæmni,slíkt verður ekki frá neinum tekið, þó eignir fari fyrir lítið.

Þess þá heldur ef fólk á fjölskyldu, maka og börn, allt það sem gerir lífið ennþá frekar þess virði að lifa því, þrauka og berjast.

Gleymið ykkur ekki í reiði og ásökunum, áhyggjum eða barlómi. Látið ekki lýðskrumara sem sjá skrattakolla í hverju horni telja úr ykkur kjarkinn.

Berjist fyrir bættu þjóðfélagi, ekki með flumbrugangi og hávaða, heldur takið á málum af einurð og hófsemi. Það þýðir þó ekki að ráðamenn skuli ekki sæta ábyrgð. Það mun koma að skuldadögum.

Jesú sagði:

"Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufull um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða drekka né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast. Er lífið ekki meira en fæðan og líkaminn meira en klæðin? Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim? Og hver yðar getur með áhyggjum aukið einni spönn við aldur sinn?  Og hví eruð þér áhyggjufull um klæðnað? Hyggið að liljum vallarins, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna. En ég segi yður: Jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo búinn sem ein þeirra. Fyrst Guð skrýðir svo gras vallarins sem í dag stendur en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér trúlítil!
Segið því ekki áhyggjufull: Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast? Allt þetta stunda heiðingjarnir og yðar himneski faðir veit að þér þarfnist alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki. Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning." 

Mattheus 6, 25-34.


Rakst á þetta áðan...

Queen - Who Wants To Live Forever (Live At Wembley 1986)


Rauðu riddararnir

red_knight.jpgMér er nú orðið farið að þykja allmargir vilja nota núverandi ástand í þjóðmálum okkar til að slá sjálfa sig til riddara meðal reiðs almennings.

Metnaðarfullur þingmaður biður um lán í Noregi upp á sitt eindæmi og hótar byltingu ef skrifað verði undir kúgunarkjör við IMF, - sem forsætisráðherra hefur sagt að verði ekki gert.  Annar, fyrrverandi þingmaður, ráðherra og sendiherra sem löngum hefur notið góðs af kerfinu, gengur nú í endurnýjun lífdaga með vandlætingu að vopni í stjörnuviðtali í sjónvarpsþætti og ræðuhöldum á útisamkomu.

Fréttamaður gerist svo aðgangsharður við forsætisráðherra að hann leyfir honum helst ekki að svara þeim spurningum sem hann leggur fyrir hann, heldur þylur upp úr sér sínum eigin heimatilbúnu fullyrðingum sem svörum.

Þess utan blása beittir pennar í herlúðra í bloggheimum og vilja leggja rækt við reiðina.

Einhvern tíma hefur svona atferli verið kallað stjörnustælar.

Ég hef ákveðið að ég ætla ekki að láta berast með æsingarstraumi múgsefjunar eða  taka þátt í hernaðarhugleiðingunum. Ég hef of mikla reynslu í ýmis konar hremmingum til að vilja æsa mig yfir peningum. Hér geisar sem betur fer ekki alvöru stríð, þó allt virðist stefna í að æst verði til fjöldaslagsmála niðri í bæ. 

Ég vil samt ennþá að stjórn Seðlabankans segi af sér, en ég vil afsögn - ekki afhausun.


Hraustur hundur

black_and_white_scotts.jpg"Stór hundur sem hefur lent í litlum búk".

Orð að sönnu, sem þessi saga sýnir.

Íslendingar mega taka hann til fyrirmyndar Wink.

Skoski terrier-hundurinn hefur fengið gælunafnið "little diehard", sem Freddie sannaði rækilega. Tegundin er, nafninu samkvæmt, mjög vinsæl í Skotlandi og sér maður hana oft á strætum þar.

Mér finnst reyndar hvíta afbrigðið fallegra.

Síða á Blogger um skoska terrierinn: Scottish Terrier and Dog News. Þar má sjá margar skemmtilegar myndir af hundunum og eigendum þeirra.Ég sá þó hvergi söguna af Freddie á henni.


mbl.is Fundu hund á sundi langt frá landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjaldan launar kálfur ofeldi

frankenstein_book_450.jpg

 

Svo segir gamalt íslenskt máltæki.

Til eru sögur um það þegar menn hafa reynt að skapa sem væru þeir guðir. Slík sköpunarverk reyndust yfirleitt sköpurum sínum ofviða og fóru algjörlega úr böndunum.

Eitt frægasta dæmið um slíkan óskapnað er sagan um Frankenstein, rituð af breska rithöfundinum Mary Shelley, fyrst gefin út 1818 án höfundarnafns.


mbl.is Davíð: Varaði ítrekað við að bankar væru í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilvitnun dagsins

Quote of the Day
All truth, in the long run, is only common sense clarified.
Thomas Huxley

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.