Leita í fréttum mbl.is

Stormur í vatnsglasi...

shrillsm...eða hátíð dramadrottninganna?

Mér sýnist að ýmsir sem ritað hafa hér á síðum Moggabloggsins undanfarið séu búnir að tapa öllum raunveruleikatengslum. Eða hvernig dettur mönnum annars í hug að halda því fram að Bændasamtök Íslands geti ráðið því hverjir fái landgöngu á eyjuna okkar og að þau hafi vald til að banna einstaklingum sem þeim hugnist ekki að koma hingað? Staðreyndin er sú að þau hafa aðeins vald til að ráðstafa sínum eigin eignum að eigin geðþótta; það er þeirra lýðræðislegi réttur. Telji einhver/einhverjir þau hafa brotið á sér eða misbeitt þeim eignarrétti sínum á einhvern hátt fer slíkt mál vitanlega fyrir dómstóla.

Að bera ráðstafanir Bændasamtakanna á eignum sínum saman við það að meina hópi fólks aðgang að landinu og öðrum frjálsa ferð um það, án þess að það hafi neitt til saka unnið, líkt og gert var við Falun Gong hópinn hér um árið, er allt annar handleggur. Þar komu íslensk YFIRVÖLD svívirðilega fram. Bændasamtökin komu þar hvergi nærri.

Hótel Saga er ekki Ísland allt, Hótel Saga er bara Hótel Saga! 

Reynum að halda sönsum: 

ENGUM VAR BANNAÐ AÐ KOMA HINGAÐ!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Það var miklu snyrtilegri leið sem Villi borgarstjóri fór. Í stað þess að beit stjórnvöldum beint þá setti hann þrýsting á Sögu. Snjall. Góður samanburður og til eftirbreitni fyrir stjórnvöld í framtíðinni

Jón Sigurgeirsson , 24.2.2007 kl. 13:21

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Betri sú músin sem læðist en sú sem stekkur...

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.2.2007 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband