Leita í fréttum mbl.is

Litlu jólin

christmastreeÉg held satt að segja, í einfeldni minni, að það hljóti að vera hægt að fara bil beggja í efninu "Jólahátíð í leikskóla".

Það má koma til móts við þá sem ekki vilja leikrit um Jesúbarnið í leik-skólastofum, og þá sem vilja að andi þess sama barns fái að svífa þar yfir vötnum í formi gleði, kærleika og umburðarlyndis.

Ég leyfi mér að álíta að sunnudagaskólar kirkjanna séu fullfærir um að sinna leiklistargyðjunni í þessu tilliti á aðventunni og að ekki þurfi að taka dýrmætan tíma frá öðru skólastarfi til þess. 

(Þetta tel ég að eigi líka við á eldri stigum grunnskólans. Í þessu sambandi þarf samt að huga að starfi barnakóranna frábæru sem starfa þar, hvort þeir eigi ekki áfram að æfa jólasálma, en það er önnur spurning. Trúlaus börn í barnakór yrðu þar þá útundan sýnist mér, því miður.)

Held varla að það geti talist innræting, og að trúleysingjar séu það hörundsárir að þeir gætu ekki umborið að blessuð börnin fengju að syngja "Bjart er yfir Betlehem", "Heims um ból" eða "Í Betlehem er barn oss fætt" á einhverjum tímapunkti; þeirra börn þyrftu ekki að taka undir, og gætu það mjög sennilega heldur ekki, þar sem þeim hafa að öllum líkindum ekki verið kenndir textarnir heima hjá sér, og bannað væri að kenna þeim þá. Það væri náttúrlega hægt að láta sér sárna slíkt, en ég held að jafnvel komi þær stundir í lífi barna kristinna foreldra að þau verði að læra að láta eitthvað á móti sér og sýna náunganum umburðarlyndi.

Kristnir og trúlausir ættu líka að geta orðið á eitt sáttir um heimsókn jólasveinsins, þó hann sé ef út í það er farið bara skröksaga (vonandi lesa þetta engin börn!), sem hvorugur hópurinn leggur trúnað á, að minnsta kosti ekki nema einstaka góðhjörtuð sál. Að minnsta kosti hef ég aldrei trúað því að hann væri til, og þótti hann meira að segja heimskulegur og ekkert skemmtilegur á jólaböllunum.

Samt má auðvitað efast um að jólasveininn geti verið einskonar sameiningartákn kristinna og trúlausra. Þar hafði ég nefnilega í huga hinn svokallaða Coca-Cola jólasvein, að bandarískri fyrirmynd, en auðvitað er reyndin sú að hann er í grunnin kristinn eins og sjá má í tenglunum sem ég ætla að setja hér inn á eftir. Þá er komið að íslensku jólasveinunum, en eru þeir ekki heiðnir og þar með e.t.v. óásættanlegir líka? Svei mér þá alla daga, það er erfitt að ætla að vera fullkomlega (trú)hlutlaus!

Fyrirmyndin að Santa Claus er heilagur Nikulás, biskup í Mýru, sem í dag telst til Tyrklands.

Russian_icon_Instaplanet_Saint_NicholasSpirit-of-Santa-Print-C10071066

 

Það er gaman að pæla í þessu. Auðvitað er það til dæmis ekki neinn sér-kristinn siður að fólk gefi hverju öðru gjafir af ýmsum tilefnum, þó það nú væri! Mér finnst frábært ef trúleysingjar geta gefið samþykki sitt fyrir jólatré á grundvelli þess að það sé forn, heiðinn siður, húrra! Meira að segja má alveg hafa engil á toppnum, þar sem til eru sagnir um engla löngu fyrir kristni. (En...nei annars,ætli þeir teljist ekki til hindurvitna? Eins og jólasvein/inn/arnir, ef út í það er farið Frown.)..O.s.frv.

Kannski verður þessi úlfúð um litlu jólin til þess að landsmenn taki almennt að grúska í uppruna jólasiða ? - það væri bara gott mál. Til dæmis má lesa sitthvað um forna siði er tengja má nútíma jólahaldi HÉR (13.des. Ath.: Ég skipti um tengil þegar ég komst að því að sá sem ég setti hér inn fyrst var á gyðinglega síðu sem inniheldur svæsinn and-kristilegan áróður! Það hefur sennilega hlakkað í einhverjum trúleysingjum hafi þeir slysast til að opna hann hér!)

Ég held að það verði seint komist fram hjá siðum sem koma frá kristnum um jól, þó vissulega megi deila um hvort fæðing Jesú sem slík, eða þýðing hennar fyrir heiminn, sé fólki almennt ofarlega í huga á þeim tíma eða ekki.

Er ekki trúleysingjum einfaldlega hollast að forðast hreinstefnu (púritanisma) í málefninu Litlu jólin??? Þetta er spurning/tillaga, ekki ásökun!

Munum að bráðum koma blessuð jólin og börnin eru farin að hlakka til. - Gefum þeim friðsöm jól!

 
jolakulaMín skoðun er sú að eina leiðin til að ná samkomulagi  sé að finna skynsamlegar málamiðlanir - og láta síðan gilda þá reglu - að tala og þegja síðan - þangað til um næstu jól - í nafni kærleika og friðar - svo jólunum verði ekki spillt fyrir börnunum, því það held ég ekki að neinn vilji.

Gefum börnunum gleðileg litlu jól! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Kannski ef þetta er kallað vetrarhátíð og kynnt fleirri trúarbrögð sem eru einmitt haldin á þessum tíma getum við haft alla ánægða.  Það er svo gaman að fá litla leikskóla-tilbúna jólagjöf á jólanum(þegar maður er með barn á leikskóla-aldri).

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 12.12.2007 kl. 15:27

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Jól er ekki endilega nafn á kristnum jólum, eins og t.d. Christmas, eða Kristsmessa, þetta hafa trúleysingjar oft bent á - þetta orð var notað í heiðnum sið um sólstöðuhátíðina sem þá var haldin. Þannig séð er orðið "jól" hlutlaust - og þó ekki, vilji menn halda sig algjörlega frá trúarlegum tengingum. En ætli vantrúaðir fari að hengja sig í slíkt - þá væri hreinsunarstefnan (eða smámunasemin?) farin langt út í öfgar. Ég veit af lestri á (sumum) skrifa þeirra um jólin á síðunni Vantrú, að þeim finnst í lagi að nota orðið "jól".

Nanna, eru það fleiri en kristnir og heiðnir sem halda hátíð akkúrat á þessum árstíma? Indverjar halda Diwali - hátíð ljóssins, í október-nóvember.

Og, ef við höldum lengra, þá heldur rétttrúnaðarkirkjan ekki jól fyrr en 7. janúar!

Börn þess siðar fá sem sagt þrefalt jólahald, í skólanum, kannski eitthvað á 24.-25. og svo aftur á 7. jan.! Þarf satt að segja að spyrja rétttrúaða vinafólkið mitt hvernig þau hafi þetta, þau eru að vísu "í bland", þar sem mamman er rómversk-kaþólsk en pabbinn tilheyrir serbnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Ég hef ekki orðið vör við að þau deili um trúmál!

Það var gaman að hlusta á stelpuna í fréttum frá Ísafirði þar sem Pólverjar héldu barnaball, um hennar sýn á íslensk jól: Nikulásarmessa 

Já, það er alltaf gaman að fá gjafir - eiginlega í hvaða tilefni sem er!

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.12.2007 kl. 16:08

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Veit ekki Ég helt það.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 12.12.2007 kl. 16:20

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

* gleymdi að taka út "réttrúaða" fyrir framan "vinafólkið".

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.12.2007 kl. 16:20

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er gaman (og líka gagnlegt) að pæla í þessu

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.12.2007 kl. 16:21

6 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég get ekki séð a við sem kristin eru þurfum að breyta miklu,jól eru og verða alltaf jól sama hvort trúleysingjum líkar betur eða verr.Ef trúleysingjar vilja ekki að börnin þeirra kynnist jólunum þá verða þau að fara á eyðieyju og búa þar,því kristnir eru í meirihluta allavega hér á Íslandi.Það sem  trúleysingjar geta gert er að stofna sér skóla og leikskóla fyrir þeirra börn,þá geta þau fengið kennslu í því sem þau vilja.

María Anna P Kristjánsdóttir, 12.12.2007 kl. 16:46

7 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Eða bara halda í það sem hefur verið og bæta einhverju nýju og skemmtilegu við:)  Allir græða og allir verða ánægðir.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 12.12.2007 kl. 16:56

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Trúleysingjar, eins og ég ELSKUM JÓLIN María Anna...hátíð ljósins!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2007 kl. 17:54

9 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Góðar pælingar Greta. Ég verð nú að bæta við að ég trúi ennþá á jólasveinana, bæði Nikulás og íslensku huldukallana úr fjöllunum. frábært hvernig þeir voru sameinaðir hérna á íslandi

Eru ekki flest trúarbrögð sem halda hátíð yfir veturinn, hvort sem dagsetningarnar passa nú eða ekki? Yfirleitt tengist sú hátíð ljósinu, þegar daginn fer að lengja aftur. Hugsum okkur Jesú sem Ljós og fæðingarhátíð Hans er einmitt tákn um fæðingu ljóssins í myrkum vetrinum. Tákn ljóssins hvort sem talað er um sólina á himninum eða ljósið í hjartanu. Við þurfum á báðum þessum ljósum að halda og sú þörf er einmitt mjög áberandi í myrkum vetri, hvort sem hann er árstíðavetur eða "innri vetur".
Ég held bæði Heiðin og Kristin jól og sé EKKERT sem samræmist ekki þar á milli.

Guð gefi ykkur gleðileg jól elskurnar og takið nú við Ljósinu í hjartað eins og við tökum við lengingu dagsins eftir vetrasólstöður.

Ragnhildur Jónsdóttir, 12.12.2007 kl. 18:21

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég er sammála Nönnu

Ég spyr mig stundum: Er kristnu fólki eitthvað illa við að þurfa að fara í kirkju til að horfa á börn leika helgileiki, eða vilja verja sunnudeginum til annars, fyrst því er svona áfram um að halda helgileikjum (leikritum) inni í skólastarfinu? 

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.12.2007 kl. 18:24

11 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ragga, samkvæmt þessu ert þú ein þessara góðhjörtuðu sálna sem ég nefni.

Auðvitað gildir fyrst og fremst að finna gleði í hjarta, fagna ljósinu og halda friðinn (enda í anda allra helstu trúarbragðahöfundanna). Ekki láta sundrungu eyðileggja hátíðina fyrir okkur, heldur elska friðinn og strjúka kviðinn, eins og sagt var heima hjá mér í gamla daga .

Mér finnst gott til þess að vita að þú skulir elska ljósið og jólin, Anna mín, þó þú játir ekki trú. Þú ert gæðakona með mikla réttlætiskennd.

Ég hef fyrir venju að óska ekki gleðilegra jóla fyrr en nær dregur hátíðinni, svo ég ætla að geyma mér það að sinni, en sendi ykkur öllum sem gert hafið athugasemdir hér kærar og góðar kveðjur. Mér þykir undur vænt um ykkur allar.

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.12.2007 kl. 18:33

12 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Gréta mín...ég leyni á mér ...ég játa trú á sköpunina í anda Car Sagan...og ég játa trú á sammannleg siðagildi, sem búa í hjörtum manna.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2007 kl. 18:41

13 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Mér er hinsvegar illa við skipulögð trúarbrögð...þá hættir fólk að HUGSA og trúir því bara að það "trúi"!...if you know what i mean?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2007 kl. 18:45

14 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

I know exactly what you mean!

Svo ég svari Maríu Önnu, þá er auðvitað alveg hægt að fara út í sér- þetta og hitt, en ég held að það sé betra að reyna að láta börn af mismunandi trú umgangast og læra þannig umburðarlyndi.

Ég hef ekki trú á að hægt sé að þegja trúarlegan mismun/ágreining í hel - eins og mér sýnist tilraun gerð til í Frakklandi með strangri löggjöf um skóla þar - það má hvorki bera kross eða stjörnu um háls, klút á höfði (man ekki hvað hann heitir á arabísku) eða önnur trúarleg tákn innan veggja skólanna. Ég held að það leiði aðeins af sér átök utan veggja skólanna (óeirðir í Frakklandi 2005 og  2007).

Þá held ég að betra sé að börn umgangist á opinn hátt og læri að fagna og taka þátt í hátíðum tengdum helgidögum mismunandi trúarbragða og að þau kynnist þannig "í verki" trú hvers annars, fyrir utan þá trúarbragðafræðslu sem þau eiga að af bók. Þó auðvitað verði að gæta taumhalds, svo hátíðarhöldin beri ekki yfirbragð trúboðs, heldur sé öllum frjáls aðgangur og að taka þátt í þeim. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.12.2007 kl. 19:05

15 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

*eiga að fá

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.12.2007 kl. 19:06

16 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég er nú ekki sammála kæra vinkona...finnst það "brilljant" að banna trúarleg tákn í ríkisskólum og leyfa síðan ALLA TRÚ prívat.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2007 kl. 19:14

17 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Anna.

Álítur þú þá ekki uppþotin í Frakklandi 2005 og 2007 eiga sér trúarlegar forsendur, eða telur þú þau eingöngu hafa verið af félagslegum toga?

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.12.2007 kl. 19:21

18 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

bæði

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2007 kl. 19:22

19 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hvar eiga börn að læra virðingu og umburðarlyndi gagnvart trúarbrögðum öðrum en sínum eigin?

Því ekki sláum við einfaldega striki yfir trúarbrögðin í daglega lífinu, þó það sé reynt í skólanum/skólastofunni? 

Ég veit, - þú vilt einfaldlega útrýma þeim, en átrúnaður í einhverri mynd hefur fylgt mannkyninu frá því á tímum hellisbúa. 

Ég held að því miður séu ennþá of margir í heiminum sem hafa ekki þroska til að sjá stóra heildarmynd, eins og Carl Sagan og Albert Einstein. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.12.2007 kl. 19:33

20 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...þetta er svo samtvinnað, en ég trúi því að í samfélagi framtíðarinnar getum við alið börnin okkar í góðu kristilegu siðferði eða öðru góðu siðferði (trúarbrögð ekki nauðsynleg...en ok) og samfélagið verður að byggja á mannasetningum eins og SÞ og mannréttindum.

Annars fer allt í kaós. 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2007 kl. 19:34

21 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég vil ALLS EKKI ÚTRÝMA TRÚARBRÖGÐUM...veit allt of vel sjálf af eigin fjölskyldu hvernig það var í kommúnismanum að banna trúarbrögð. Það verður að leyfa trúarbr-gð.  En ef við eigum að mæta framtíðinni saman, ekki í miðaldakristni eða islamismafasismanum verðum við að hafa opinberar reglur.

Ekki ósviðpað og Þorgeir Ljósvetnigagoði hugsaði og sagði "ef við slítum í sundur lögin, slítum við friðinn!"....ÞETTA ER MERGURINN MÁLISINS 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2007 kl. 19:38

22 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Anna mín, ég er þér hjartanlega sammála. Ég held að við skiljum hvora aðra fullkomlega.

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.12.2007 kl. 19:38

23 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...síða getur hver sem er "blótað" eða "beðið" og trúin sjálf verður mikið meira persónuleg og á ábyrgð hvers og eins. Ekki verður hægt að skíla sér á bak við "prest, skóla, trúarsöfnuð" nema að taka AFSTÖÐU! Eins og málin eru núna er kristni á ÍSLANDI ekki pappirsins virði...klósetpappirsins!...if you know what i mean?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2007 kl. 19:41

24 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég held að það sé öllum hollt að setja spurningarmerki við trú sína,- eða hvort þeir séu raunverlega trúaðir, í  samræmi við æðstu markmið sem finna má í trúarbrögðum (vil ekki draga gamla glæpi þar inn í) - líka biskupi Íslands.

Svona er mín trú (í stuttu máli, sem einhver vænn maður hér inn vildi kalla Gretutrú, af því ég vildi ekki fallast á kenninguna um að Guð kristinna sé undantekningarlaust hinn refsandi Guð, sama um hvaða trúarkenningu ræðir, líkt og Jahve Gamla Testamentisins): 

Þetta er sá munur sem ég geri á því að vara strangtrúaður eða sanntrúaður (skrifaði þetta hér áður):

Sá strangtrúaði leggur mælistiku bókstafsins á ást sína til meðbræðra sinna. Hinum sanntrúaða er öfugt farið, - hann leggur mælistiku ástar sinnar til mannanna á bókstaf trúar sinnar. 

Sá sem er sanntrúaður tekur ábyrgð á sjálfum sér og skýlir sér ekki á bak við neinn, ekki heldur Guð sinn. Hann vinnur í krafti hans, leggur sig á sjálfan á mælistiku hans, ÞVÍ GUÐ ER KÆRLEIKUR. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.12.2007 kl. 19:58

25 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Og kærleikurinn er líka aflið sem neistar frá manni til manns og gerir þeim mannlega tilveru bærilega.

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.12.2007 kl. 20:03

26 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ef hann hverfur úr heiminum er úti um okkur.

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.12.2007 kl. 20:04

27 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

En það mun ekki gerast.

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.12.2007 kl. 20:05

28 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já elsku Gréta mín...þarna slógstu naglann á höfuðið!...ég mun vitna í þig...this is it!

"Sá strangtrúaði leggur mælistiku bókstafsins á ást sína til meðbræðra sinna. Hinum sanntrúaða er öfugt farið, - hann leggur mælistiku ástar sinnar til mannanna á bókstaf trúar sinnar. 

Sá sem er sanntrúaður tekur ábyrgð á sjálfum sér og skýlir sér ekki á bak við neinn, ekki heldur Guð sinn. Hann vinnur í krafti hans, leggur sig á sjálfan á mælistiku hans"

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2007 kl. 20:08

29 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég sendi þér og öllum kveðju sem oft er notuð hér á blogginu:

AlheimsLjós til ykkar.

Og megi "mátturinn" vera með okkur. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.12.2007 kl. 20:17

30 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2007 kl. 20:43

31 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Anna mín, bakþankar, kannski er þetta rétt hjá þér:

Kannski eru Frakkar (sem flestir eru víst kaþólikkar) alveg jafn svaðalega staðir í trúmálum og þeir mest þjóðkirkjusinnuðu Íslendingarnir...kannski hefur ekkert veitt af svona ákvæði inn í skólastarfið hjá þeim, þar sem innflytjendavandamál eru margföld á við sem er hjá örþjóð eins og býr hér á Íslandi. ........

Það er víst erfitt að kenna gömlum hundum að sitja. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.12.2007 kl. 16:48

32 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

...og þá eru nú öfga-íslamistarnir síst betri....

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.12.2007 kl. 16:49

33 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Kannski er það "útópía" eða draumsýn að fólk af ólíkum trúarbrögðum geti búið hlið við hlið og starfað saman. Bendi þó á umhverfisráðsstefnuna á Bali, þar sem er samankomið fólk af mismunandi trú og þjóðernum til að taka höndum saman um úrræði til að afstýra þeirri vá sem ógnar okkur enn meira en trúarbragðastríð, það er að segja hitnun andrúmsloftsins.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.12.2007 kl. 19:52

34 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þessi tengill er að vísu bara á húsnæði ráðstefnunnar!

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.12.2007 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband