Leita í fréttum mbl.is

Gleðileg jól !

HLJÓÐA NÓTT

Hljóða nótt, heilaga nótt.
Hvílir barn vært og rótt.
Betlehemsstjarnan með blikinu, skær,
boðar um jörðina tíðindin kær.
:,: Mikil er himinsins náð.:,:

Hljóða nótt, heilaga nótt.
Heimi í sefur drótt.
Víða þó hirðarnir völlunum á
vaka í myrkrinu fé sínu hjá;
:,: beðið er sólar og dags. :,:

Hljóða nótt, heilaga nótt.
Himnesk skín ljósagnótt.
Engillinn fagur með orðin svo hlý
ávarpar mennina rökkrinu í:
:,: Lausnarinn fæddur nú er! :,:

Hljóða nótt, heilaga nótt.
Hjarðmenn burt fara skjótt.
Blíðasti drengur með blessun og frið
brosir í jötunni gestunum við,
:,: helgandi fjárhúsið lágt. :,:

Hljóða nótt, heilaga nótt.
Hjörtu glöð bærast ótt.
Vitringar, komnir um víðustu lönd,
vegmóðir leggja í frelsarans hönd
:,: reykelsi, myrru og gull. :,:

Hljóða nótt, heilaga nótt.
Háleit orð spyrjast fljótt.
Krjúpa í lotningu kotið og höll.
Konungi alheimsins fagnar þjóð öll.
:,: Guði sé vegsemd og dýrð! :,: 

 

Ég óska öllum bloggvinum mínum og öðrum gleðilegra jóla, þakka góðar heimsóknir á árinu sem er að líða og óska öllum farsæls nýs (blogg)árs!  Heart Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Gréta,gleðileg jól gott og farsælt komandi ár þakka ánægjulegar samverustundir á árinu sem er að líða.  Jólakveðjur María

María Anna P Kristjánsdóttir, 24.12.2007 kl. 11:38

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleðileg jól og farsælt komandi ár elsku Gréta Björg mín.  Takk fyrir yndislega viðkynningu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.12.2007 kl. 12:29

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þakka ykkur fyrir og sömuleiðis, vinir mínir.

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.12.2007 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband