Leita í fréttum mbl.is

Jólalambið

jesus the good shepherd-1"Jólalambið meig svo sannarlega í munni."

Svona hef ég aldrei áður um dagana heyrt tekið til orða. Hefur þó þetta guðslamb lifað 56 jól!

Er þetta orðatiltæki ættað úr Aðaldalnum, eins og blóðbergið sem sérann kryddaði lambið með í tilefni jólanna, eða hvað?

Ég fékk nánast klígju þegar ég las þessa setningu. Mér fannst verulega ósmekklegt af presti að taka svona til orða um jólalambið. En það er sjálfsagt bara vegna þess að ég er jurtaæta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Var með hangikjöt í gær...gott, en ég fæ alltaf brjóstsviða...svo næasta ár verður lambalæri eða hryggur!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.12.2007 kl. 12:55

2 identicon

Hann hefur kannski étið hlandblöðruna.. shrug

DoctorE (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 12:58

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég borðaði svolítið af steiktu lambakjöti hjá mömmu á aðfangadagskvöld, svo var hún með mikið af grænmeti, fyrir mig og líka vegna pabba, af því hann er lasinn og svo á hann ekki lengur gott með að tyggja kjötið.

Í gær sauð ég hangikjöt sem yngri sonur minn ætlar að koma og borða með mér, kannski kíkir eldri strákurinn, afmælisbarnið, í heimsókn líka. Ég bý alltaf til "uppstúf" (hvíta sósu) og hef frosnar gulrætur og baunir, rjóma og smá múskat út í...nammi.

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.12.2007 kl. 13:03

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Doksi...þú segir nokkuð...

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.12.2007 kl. 13:03

5 Smámynd: Ransu

Jólahnetusteikin var eðal. Gleðileg jól.

Ransu, 26.12.2007 kl. 13:19

6 Smámynd: Viðar Eggertsson

Hvað gengur eiginlega blessuðum gvuðsmönnunum til á aðventu og jólum, ég bara spyr?

Er þeim ekkert heilagt?

Einn sem kallar sig "Jón Val Jensson" bloggar sem óður maður um endaþarmskynmök, hamslaus á aðventunni.

Hinn, sjállfur aðal- presturinn í Akureyrarakirkju og fyrrum sókn sr. Matthíasar, talar um hland í munni sér úr lambi... gott ef hann bara átti ekki við sjálft gvuðslambið!

Ég er svo yfir mig hneykslaður á þessum perraskap gvuðsmannanna. Gátu þeir að minnsta kosti ekki beðið fram á þorra með þetta óþverratal sitt? Hefði verið skárra með úldnum þorramatnum, hrútspungum og magaálum og þeim óþeverra. Enginn hefði þá tekið eftir þessu. Nei, ónei, þeir völdu hátíð ljóss og friðar!

Gvuð hjálpi blessuðum mönnunum.

Ég bara spyr?

Viðar Eggertsson, 26.12.2007 kl. 13:55

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

AlheimsLjós til ykkar allra.

Greta Björg Úlfsdóttir, 26.12.2007 kl. 14:11

8 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

"...það mígur í munni: er lostætt"

(Íslensk orðabók handa skólum og almenningi, Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1983)

Með bestu jólakveðjum

Svavar Alfreð Jónsson, 27.12.2007 kl. 16:38

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, ég þóttist reyndar vita hvað þetta þýddi.

Engu að síður finnst mér ósmekklegt að nota orð sem vanalega er haft um losun úrgangsefna úr líkamanum um það að bragðlaukarnir taki við sér...

Jólakveðja til þín einnig, Svavar. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.12.2007 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.