Leita í fréttum mbl.is

Jólarjúpan

Rjúpa"Jólin voru æðisleg. Bestar voru þó hinar óvæntu rjúpur, hamflettar og matreiddar af systrunum síkátu. Magnað að upplifa fyrstu rjúpuna breytast úr fallegum, hvítum og mjúkum sofandi fugli - í mat!

Er að spá í að stofna hamflettingarfyrirtæki..."

Sóley, skammastu þín, veistu ekki að rjúpurnar eru systur okkar?

"Ein er upp til fjalla, yli húsa fjær"...og þú sem þykist ætla að bjarga heiminum!

Enn og aftur fæ ég klígju vegna smekkleysis sambloggara míns þegar kemur að jólamat og dýrum. Fyrst var það prestur, nú femínisti. 

Hvernig væri að kaupa sér hnetusteik fyrir næstu jól ? (vonandi ertu ekki með ofnæmi).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Voða sniðugt þegar maður vísar í aðra að fara rétt með nöfn.  Ég kannast ekki vð að Sóley heiti Laufey. 

Og hvað er málið hérna? Ég myndi hamfletta rjúpu, slengja henni í veggi til að gera hana meyrari fef ég fengið eins og fimm fugla að ráðskast með.

Síðan hvenær eru það einhver helgispjöll að borða dýr?

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.12.2007 kl. 17:49

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Búin að kippa nafninu í liðinn.

Ekki vildi ég þurfa að þrífa heima hjá þér eftir að þú værir búin að hantera rjúpurnar fimm.

Jenný, fyndist þér í lagi að éta köttinn þinn um næstu jól? Kínverjar borða ketti. Frakkar hafa lengi talið heiðlóuna, vorboðann ljúfa, mikið lostæti. Þetta getur varla talist helgispjöll og er líkast til í góðu lagi. Eða hvað?

Reyndar geri ég ráð fyrir að rjúpan hennar Sóleyjar hafi verið dauð, en ekki sofandi. Það er samt ráðlegra að ganga úr skugga um hvort sé uppi á tengingnum, áður en byrjað er að hamfletta.

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.12.2007 kl. 23:12

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.12.2007 kl. 23:38

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

 Reyndar geri ég ráð fyrir að rjúpan hennar Sóleyjar hafi verið dauð, en ekki sofandi. Það er samt ráðlegra að ganga úr skugga um hvort sé uppi á teningnum, áður en byrjað er að hamfletta.

Þar sem það að hamfletta sofandi rjúpu (sem varla svæfi þó mikið lengur) myndi falla undir það að vera dýraníð og sem slíkt varða við lög um dýravernd.

Hæ, Anna - 

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.12.2007 kl. 00:04

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Það er enda matargerðarlegt níðerí að hamfletta rjúpuna, hvað þá að berja henni við, ja, til dæmis við...

Smá reytíngur í mér.

S.

Steingrímur Helgason, 28.12.2007 kl. 00:07

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hvað þá ef um væri að ræða svartfugl...

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.12.2007 kl. 00:12

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.12.2007 kl. 12:19

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehehehe .. flott hjá þér Gréta! Líst vel á þetta hjá þér.   ;)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.12.2007 kl. 15:14

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það má lesa smá skýringu á því að ég tók þetta efni upp, í athugasemdum við næstu færslu (Sofandi eða dauður fugl - myndband).

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.12.2007 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband