Leita í fréttum mbl.is

Stuðningshópur Jinky Ong Fischer

justitiaÉg vil biðja þá sem eru fylgjandi því að stofna hóp til að fylgjast með því að hagsmuna Jinky Ong Fischers verði  gætt í erfðamálinu eftir Robert J. Fischer og að ekki verði fram hjá rétti hennar gengið í því efni, að skrifa athugasemd, annað hvort hér, eða á síðu Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar.

Munið að ef það kemur í ljós að þessi 7 ára gamla stúlka er í raun og veru dóttir Bobbys Fischer, þá eru réttindi hennar brotin samkæmt íslenskum lögum, ef ekki er tekið tillit til þeirra þegar kemur að erfðaskiptum eftir hann.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sæl Greta, hvar eru allir húmanistarnir nú, eða kaþólikkarnir? Væri þetta ekki tilvalið mál fyrir Jón Val, sem er annt um öll börn, fædd og ófædd. Ég geng út frá því að Jinky sé kaþólsk. Jafnvel pater Roland, sem las yfir beinum Bobby Fischers ætti að vera annt um hag stúlkunnar. Hann hefur áður sýnt mikinn áhuga á hagsmunum útlendinga.

Ég er búinn að hafa samband við fjölmiðil á Filippseyjum og reyni að ná í fleiri til að hafa upp á dótturinni

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.1.2008 kl. 18:12

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gangi ykkur vel Gréta mín og Vilhjálmur, ég er alveg á þeirri línu að það þurfi að gæta hagsmunar stúlkunnar, ég hef bara ekki orku í meira en er nú þegar á minni könnu. 
Og ég votta þér innilega samúð mína elsku Gréta mín við fráfall föður þíns, sem mér finnst frábær maður í allastaði og er skarð fyrir skildi.  Blessuð sé minning hans.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2008 kl. 19:32

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Gott framtak, styð þetta heilshugar.

Hvað hafið þið í huga varðandi þetta mál, held að allir utan Schengen svæðisins séu skráðir inn í landið, þannig að ef hægt er að þrengja að dagsetningu um komu til landsins, þá ætti þetta að auðvelda leitina.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 26.1.2008 kl. 22:03

4 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég verð að standa fyrir utan þetta Gréta mín þar sem ég þekkti Bobby og hann var nágrani minn, en gangi ykkur vel.Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 26.1.2008 kl. 23:28

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er örugglega góð byrjun, Vilhjálmur, að fá hjálp fjölmiðla, og fleiri, til að hafa uppi á stelpunni og móður hennar. Þá fréttist líka hvort eitthvað hefur verið haft samband við þær héðan, eða þær haft samband hingað. Um það hefur ekkert komið fram í fjölmiðlum hér heima. Bara verið talað um unnustuna/ekkjuna og systursynina í sambandi við arfinn. Þetta þarf að komast á hreint!

Kannski maður tali við Jón Val...og paterinn...þó hann sé kannski of hallur undir það að aðstoða ekkjur til að hafa áhuga á dætrum...

María Anna, áttu þá við að Miyoko sé nágrannakona þín, sem þú viljir ekki taka afstöðu gegn?  Hvað sem því líður, þá mun DNA-próf, ásamt fullgildu hjúskaparvottorði frúarinnar, skera úr um hver fær arfinn, eða hvernig/hvort hann skiptist niður á tvo erfingja eða einn.

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.1.2008 kl. 03:06

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ásthildur, þakka þér fyrir samúðarkveðjuna,

- já, það er skarð fyrir skildi og ég sakna hans pabba míns, þó svo að það sé gott að hann þurfti ekki að þjást, eftir að í ljós kom hversu veikur hann var orðinn, af krabbameini sem hafði dreift sér um líkamann. Það var ekki fullrannsakað hvaðan þegar hann dó. 

Vegna slyssins sem hann lenti í fyrir 10 árum, sem gerði hann bæði framtakslausan og utan við sig gerði sér víst enginn grein fyrir hversu veikur hann var, enda bar hann það ekki með sér í ytra útliti, heldur var aðeins um megnan slappleika að ræða, sem við skrifuðum á afleiðingar slyssins, ásamt vaxandi ellihrumleika.

En svo má líka segja að hann var búinn að lifa þessi 10 ár í viðbót við það sem hefði getað orðið, og þann tíma var hann meira og minna, eins og mamma sagði, aðeins áhorfandi að lífinu. Svo þannig séð var hann líklega hvíldinni feginn.

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.1.2008 kl. 03:17

7 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Nei,Gréta Bobby var minn nágranni,hún er hér endum og eins. en ég vil ekki taka afstöðu um eitthvað sem mér finnst mér ekki koma við,það er hans fjölskylda sem á að sjá um að láta gera þetta ekki einhverjir Íslendingar úti í bæ.Svo hefur þessi Vilhjálmur ekki skrifað mjög vel um Bobby.

María Anna P Kristjánsdóttir, 27.1.2008 kl. 11:42

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég virði þína afstöðu, María Anna.

Það er hvergi minnst á dótturina í fjölmiðlum, aðeins slegið upp að hin meinta eiginkona sé einkaerfingi. Þó er dótturinnar getið í ættartölu, í erlendum blöðum og víðar. Mér finnst að einhver af almenningi verði að taka að sér að kanna þetta mál, ef ekki er að sjá teikn til þess að fjölskyldan sé að því.

Svo finnst mér líka yfirleitt frekar undarlegt ef menn verða að hvítþvegnum englum við það eitt að deyja. Mér finnst ekkert skrítið að Vilhjálmur tali ekki vel um Bobby, þar sem hann var yfirlýstur Gyðingahatari og hefur látið mörg ókvæðisorð falla um þá, en Villi er af Gyðingaættum, skilst mér. En fyrir það verður Bobby dæmdur hinum megin, jarðneskar reytur hans ættu hins vegar að fara þangað sem ber að láta þær renna samkvæmt íslenskum lögum, þar sem Bobby var Íslendingur.

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.1.2008 kl. 12:11

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta segi ég um Bobby Fischer, en vil þó bæta við að auðvitað er nokkuð augljóst að mörg ummæla hans ber að skoða í ljósi þess að hann gat varla talist heilbrigður á geðsmunum, út frá því skoðað sem hann lét frá sér fara, þó það sé auðvitað alltaf erfitt að skera úr um slíkt. Hann var til dæmis einn þeirra sem eru á því að engin "helför" (holocust) hefði verið til, það sé allt tilbúningur og áróður Gyðinga.

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.1.2008 kl. 12:22

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það vill svo til að ég er nátengd einstaklingi sem nýlega þurfti að fá úr sínum erfðarétti skorið með DNA-prófi, þannig að það er kannski þess vegna sem mál meintrar dóttur Fischers snertir mig á þann hátt að mér finnist það koma mér við.

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.1.2008 kl. 13:40

11 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Gréta mín ég vil ekki vera að munnhöggvast við þig,ég virði ykkar afstöðu og hef sagt gangi ykkur vel.Mér finnst sjálfsagt að láta athuga með DNA prófi hvort hann hafi átt dóttur eða son,ég hef reyndar heyrt að það væri sonu,og ef Bobby hafi átt erfingja þá hann eða hún að sjálfsögðu að erfa hann það er ekki spurning

´Bobby var að sjálfsögðu sérstakur náungi og sagði stór orð,en það má ekki gleyma því að hann var Gyðingur þó svo að hann hafi talað illa um þá.

Hann var og verður enginn engill,einmitt fyrir hans sérstöku framkomu. Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 27.1.2008 kl. 14:16

12 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, Bobby Fischer var Gyðingur, og margt bendir til þess að hann hafi verið það bæði í móður og föðurætt. Þess vegna var Gyðingahatur hans undarlegt - og þó kannski ekki, í ljósi sérkennilegs lundarfars hans og þess að hann hafði aldrei neitt af neinum föður að segja, en saknaði þess vafalaust alla tíð að hafa ekki átt föður, svo sem samskipti hans og sárindi út í blaða manninn Richard "Dick" Schaap benda til. Sjá ummæli Fischers á þessu myndbandi: The Strange Life of Bobby Fischer

Þess þá heldur finnst mér að dóttir hans, ef hægt er að færa sönnur á að hún sé það, eigi að fá að njóta þess sem hann lætur eftir sig af jarðneskum eignum. Mér skilst á ummælum Helga Ólafssonar skákmeistara að dóttirinn hafi heimsótt Bobby hingað, árið 2005.

En kannski er nú þegar verið að vinna í að ganga um skugga um þetta, það væri þá bara hið besta mál og mönnum til sóma ef þetta eru óþarfa áhyggjur í okkur Villa! 

Kannski eru það "Rosenbaum" genin mín sem poppa svona upp aftan úr grárri fortíð og tengja mig við þá Villa og Bobby!......

Grein úr Inquirer 19. janúrar, 2008, þar sem talað er um erfingja fæddan 2002.

Annar tengill 

Beggja þessara tengla er getið sem heimilda á Wikipediu-síðunni um Bobby.

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.1.2008 kl. 16:31

13 Smámynd: Vendetta

Ef búið verður gert upp skv. íslenzkum lögum, þá á ekkja rétt á því að sitja í óskiptu dánarbúi til dauðadags. Þannig að dóttir Fischers gæti þurft að bíða þangað til Miyoko deyr úr elli, áður en hún fær arfinn. Þessi regla er gerð til að koma í veg fyrir að selt sé helmingur hússins ofan af ekkjunni. Hins vegar er þetta gríðarlega óréttlátt gagnvart börnum frá fyrra hjónabandi, sem þá verða að bíða í kannski áratugi og þá er arfurinn oftast upp urinn. Ef skipt er skv. bandarískum lögum, þá er spurning hvort óskilgetin börn erfi til jafns við ekkjuna, nema að þurfa að höfða mál. Þetta gæti orðið snúið, en ef dna-greining sýnir fram á að stelpan sé dóttir Fischers, þá á tvímælalaust að berjast fyrir því , að hún fái helming arfsins, eð að arfurinn verði nýttur í hennar þágu. Sama hvað Fische hefði þótt um það.

Ég skifa þetta, því að ég og systkini mín hafa verið í sömu stöðu, og sennilega fullt af öðru fólki. Við áttum líka eigingjarnan og sjálfselskan föður eins og þessi 7 ára dóttir Fischers, ef satt reynist. Það sem ég á við með þessum orðum, er að hann hefur barnað móður Jinkyar án þess að sjá til þess að framtíð þeirra yrði tryggð. Það er ábyrgðarleysi út yfir allan þjófabálk.

Vendetta, 27.1.2008 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband