Leita í fréttum mbl.is

Mjallhvít

snowwhite

 Vissuð þið að fyrirmyndin að Mjallhvítu í teiknimyndinni hans Walts Disney var íslensk stúlka, sem hét Kristín Sölvadóttir og varð síðar húsmóðir og margra barna móðir í Reykjavík? Meira um það hér. Ætli hún sé ekki líka þar með eini íslendingurinn sem hefur orðið svo frægur að fá að prýða bandarískt frímerki, það mætti segja mér það. HeartSmile

Meira um Cartoon-Charlie og Kristínu HÉR

HÉR má sjá veggmynd Tom Andrich í Winnipeg um Cartoon-Charlie. 



* Svo rakst ég, í framhaldi af þessu, á blogg um mann sem heitir Ófeigur og er útfararstjóri (já, í alvörunni)! LoL

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

vá vissi þetta ekki, samt hef ég séð gerð myndarinnar nokkru sinnum og lesið um þetta í kvikmyndasögu.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 4.2.2008 kl. 12:27

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fannst ég kannast við þessa sögu og sá það í tilvitnunum hjá þér Gréta mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2008 kl. 13:32

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Í alvöru?

Heiða Þórðar, 4.2.2008 kl. 22:35

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Í hvert sinn sem Mjallhvít birtist í sjónvarpinu heima hjá afkomendum Kristínar Sölvadóttur, (sem auðvitað var af góðum skagfirskum ættum), segir heimilsfólkið alltaf: "Nei, amma er í sjónvarpinu". Gaman hlýtur að vera að eiga svona fræga ömmu.

Ef "ættingjar" Mjallhvítar hefðu búið í BNA, væru þeir örugglega búnir að lögsækja Disney  

Hvernig væri að reisa styttu af Mjallhvíti í Hljómskálagarðinum? Dvergarnir sjö eru svo nálægt, þarna niðri í Alþingishúsi.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.2.2008 kl. 12:48

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Góð tillaga, Vilhjálmur. 

Mjallhvít er að minnsta kosti alveg jafn fræg, ef ekki frægari, en Fischer....

Við megum heldur ekki vera eftirbátar þeirra í Winnipeg, sem eru með hana á götulistaverki. 

Þetta með lögsóknina er rétt, því Walt kallinn stal víst (eða reyndi að stela) öllum heiðrinum af Mjallhvíti, Bugs Bunny og fleiri góðum "persónum" frá Cartoon-Charlie (Charlie Thorson). En Kalli var líka af íslenskum ættum, eins og Kristín.

Þess vegna finnst mér að þó við þurfum ekki að hafa dvergana með á minnismerkinu, þá ætti Kalli tvímælalaust að fá að vera með á því...

Ég man að ég rak upp stór augu þegar ég kom fyrst inn í herbergi gamla mannsins, og spáði í hvað allar þessar myndir og styttur af Mjallhvíti væru að gera þar. Það var áður en ég vissi að hann hefði verið giftur henni!

Samkvæmt framansögðu má álykta að þessi aldraði maður hafi verið ævintýraprins á eftirlaunum...?! Því ekki tókst  Kalla að  verða hann.

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.2.2008 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband