Leita í fréttum mbl.is

Ég er að velta því fyrir mér...

euro_notescoins.jpgEf fólk ákveður að "hoppa fram af" eins og ég kallaði það í kommenti hér á blogginu, eða kannsi að "hoppa af" það er að segja að hætta að borga af lánunum sínum og flytja úr landi, fær það þá fyrirgreiðslu í erlendum bönkum samt sem áður?

Er ekki allt svo tengt að bankar fái strax upplýsingar um vanskil frá heimalandinu? Alla vega á hinum Norðurlöndunum og á Schengen svæðinu? Yrði maður ekki að fara til Suður-Ameríku með fullt af dollurum upp á vasann eða í einhvern útnára heimsins til að slíkt gengi upp? W00t

Er það þá ekki bara bankabókin og rassvasabókhaldið sem gildir, eins og hér heima? Nix kreditkort, núll lán, engar eignir, plúskort (fyrirframgreitt kort), og debetkort fyrir náð og miskunn síðar o.s.frv.

Vona að einhver geti svarað þessari spurningu minni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ný kt., nýtt líf er mér sagt af frændum mínum í heija norgeinu.

Steingrímur Helgason, 28.10.2008 kl. 23:01

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þeir spyrja sem sagt ekkert um hvað þú skuldir í gamla landinu?

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.10.2008 kl. 23:07

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ef frændur mínir fátækir eru ekki mér lygnari, nei, þá er það ekki svo alla vega hjá nágrennzlaþjóðum okkar Gréta.

Steingrímur Helgason, 28.10.2008 kl. 23:25

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þá spái ég að sorgmæddir Íslendingar muni kasta frá sér skuldaböggum og streyma unnvörpum í austurveg á næstu mánuðum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.10.2008 kl. 23:55

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Við erum nýju pólverjarni, ekki í fyrsta sinn sem fólk flýr landið vegna óstjórnar.

Rut Sumarliðadóttir, 29.10.2008 kl. 11:20

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

En er sem sagt alveg sama, eftir því sem Steingrímur segir...

Greta Björg Úlfsdóttir, 29.10.2008 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.