Leita í fréttum mbl.is

Dauðaþögn

geir-ingibjorg-sinn-veg-small_large.jpgEftir að hafa fylgst með fréttum í gærkvöldi og í dag verð ég að segja að nú er þolinmæði mín þrotin, er hún þó töluverð.

Forsætisráðherra þumbast við og segir að þetta muni allt koma í ljós síðar. (Hjá móður minni í gamla daga þýddi "við sjáum nú til" yfirleitt "nei").

Menn gefa misvísandi svör, annars vegar íslenski ráðamaðurinn Geir og hins vegar íslensku ráðamennirnir Ingibjörg S. og Árni M. ásamt  fulltrúa  Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem fréttamaður íslensks fjölmiðils ræddi við, um ástæður fyrir vaxtahækkuninni. Það er að segja hvort hún hafi alfarið verið ákvörðun ríkisstjórnarinnar eða hvort hún hafi verið eitt af skilyrðum sjóðsins. Hvor vísar á annan í því efni. Hvers lags bull er þetta? Ekki til þess fallið að vekja með manni traust á starfsaðferðum ríkisstjórnarinnar, svo mikið er víst!

Ráðamenn hafa fengið mikið svigrúm hjá þjóðinni undanfarnar vikur.

Nú er kominn tími til, og þó fyrr hefði verið, að þeir gefi okkur skýr svör um aðgerðaáætlunina og um það hvað er framundan. Þar ríður á miklu fyrir fjölda manns. Að bíða í óvissu er engum hollt, þá er betra að fá að heyra vondu fréttirnar. Um þetta ræddi landlæknir í fréttatíma í gærkvöldi, þá hefur hann bæst í hóp þeirra sem fara fram á

SKÝR SVÖR STRAX!

shipwreck_turner.jpg

Ég álít þess utan að með því að hrófla ekki við aldavini sínum sé forsætisráðherrann að fremja pólitískt sjálfsmorð í beinni útsendingu.

Við erum ekki stödd í menntaskólapartýi -

Við erum á leið ofan í öldudal í ólgusjó!

Hvernig væri að gömlu skólafélagarnir reyndu að skilja það?

Eða eru þeir kannski búnir að redda sér svo góðum flekum fyrir áframhaldandi partý að þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur af okkur hinum sem aldrei vorum með í því?


mbl.is Þarf að tala skýrt við fólkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki bara málið að það er búið að ljúga svo að okkur að þeir vita ekkert hvað skal segja! Það er alla veganna mín tilfinning á þessum ósköpum!!!!!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 13:10

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég held að þetta fólk hljóti að vera alveg hrikalega veruleikafirrt og úr tenglsum við raunveruleikann.

Dabbi segir hvaða mótmæli og ert þú að hugsa um að hætta í þinni vinnu, Geir segir við sjáum nú til og Imba þegir mest þunnu hljóði. Svei.

Greta Björg Úlfsdóttir, 30.10.2008 kl. 13:14

3 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ekki gleyma því að 90% þjóðarinnar vill Davíð burt en það hefur ekkert að gera með Geir og stjórnina. Þetta er einkafyrirtæki!!!

Rut Sumarliðadóttir, 30.10.2008 kl. 13:43

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, elsku vinir, þetta er í einu orði sagt hræðilegt.

Greta Björg Úlfsdóttir, 31.10.2008 kl. 02:05

5 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

weekend_662605.gif

Anna Ragna Alexandersdóttir, 31.10.2008 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.