Leita í fréttum mbl.is

Skítur

oh_shit-759720_732769.jpgEr það vegna þess hversu stutt er síðan stór hluti þjóðarinnar gekk örna sinna í fjósflóra að mörgum er svo gjarnt að klifa á orðinu skítur þegar þeir býsnast yfir ráðdeildarleysinu í forystu þjóðarbúsins?

Ég segi fyrir mig að ég er fæ klígju af að lesa pistla þar sem sífellt er klifað á þessu orði í ýmsum útgáfum: Stjórnvöld skitu upp á bak, skitu niður eftir öllu; það er skítalykt af málum; og fólk sem er ekki sammála þeim sem setja fram hinar og þessar skoðanir eru gjarnan vændir um að vera skítkastarar.

Núverandi þjóðhöfðingi landsins lét sig  meira að segja hafa það á sínum tíma, fyrir ekkert svo mjög mörgum árum síðan, að tala um skítlegt eðli manns úr ræðustóli á Alþingi - í stað þess einfaldlega að segja manninn illa innrættan. - Líklega vissi hann sem var að fyrra orðalagið myndi vekja meiri eftirtekt og jafnvel hrifningu sumra landa hans.

Á hvaða plani eru Íslendingar?

Er nema von að oft náist ekki mikill árangur við að ræða málin svo mark sé tekið á meðan hugsunarháttur og orðfæri fólks er enn í flórnum, þó svo flestir búi nú í húsum af mun veglegri að gerð en þekktust fyrrum ?!

Þó Búkollu blessaðri séu auðvitað slíkar samlíkingar nærtækar, þegar tekið er tillit til hefðbundinnar búsetu hennar...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

'islendingar er á lágu plani þegar kemur að opinberum embættismönnum. Mér leiðist líka þetta skíta tal vafið inn í málefni sem koma því ekkert við. Ég þurfti marga mámuði til að venja mig af mesta ósómanum, og er langt komin. Það slæðist inn eitt og eitt skakkt orð.

Óskar Arnórsson, 22.11.2008 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband