Leita í fréttum mbl.is

Elsku bloggvinir

2-3-hlgbaby.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi meðferð sem ég er í sýnir sig að vera meira töff en haldið var til að byrja með að hún yrði. Við myndatöku fyrir hálfum mánuði kom í ljós að allan tímann frá því að ég byrjaði í meðferðinni eru búin að vera tvö lítil æxli í lifrinni minni, sem sjást á eldri myndum, á nýjustu myndinni hafa þau afmarkast svo þau greindust loksins, en þau hafa ekki stækkað á henni frá því á þeim eldri.

Sprautulyfið virkar ekki á þessi æxli, svo nú er ég komin á tvöfalda meðferð, pillur og sprautur, takk fyrir. Í dag er ég búin að vera ansi lasin, flökurt og með svima, svo bætist við að sjónin er í klessu, ég geng hér um með sjóriðu alla daga, misslæmt, stundum skárra stundum verra. Jæja, mér líður ekki vel í dag, ég ætla ekki að skrifa meira núna, en það er léttir að setjast við tövuna og skrifa þetta, þó svo það sé með lepp fyrir öðru auga til að halda haus.

Elsku vinir, ég þigg alla orku og góða strauma til þess að komast í gegnum þessa þraut.

Guð blessi ykkur öll.

Myndin hér fyrir ofan er af mér og stóru systrum mínum. Erum við ekki sætar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Knús og allir mínir góðu straumar til þín Greta mín

Ragnheiður , 8.3.2009 kl. 16:51

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Gangi þér allt í haginn og góðan bata Gréta mín. Allir góðir vættir fylgi þér.

Rut Sumarliðadóttir, 8.3.2009 kl. 18:49

3 identicon

Gangi þér æðislega vel elsku Gréta mín. Ég veit að þetta er erfitt elsku vinkona. En við verðum að reyna að vera sterk. Ég þekki það að eigin raun. Ég bið fyrir þér elsku Greta mín og ég mun hugsa til þín svo langt sem það nær í framtíðina. Gangi þér rosalega vel elsku vinkona. Þú ert hetja elsku Greta mín.

Gangi þér allt í haginn vinur og Guð gefi þér alla sína strauma til að sigrast á veikindum þínum.

Með bestu kveðju.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 19:59

4 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Elsku Greta, sendi þér góða strauma og Ljós

Falleg mynd af ykkur sætu systrum. Alltaf einhver sérstakur sjarmi yfir þessum stóru slaufum 

Ragnhildur Jónsdóttir, 8.3.2009 kl. 21:08

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sendi þér ljós og kærleika Gréta mín megi allir góðir vættir vaka með þér og vernda.  Megir þú ná heilsunni þinni fljótt og vel mín kæra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.3.2009 kl. 10:33

6 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 20:20

7 Smámynd: Stefán Gíslason

Sendi þér allra bestu kveðjur héðan úr Borgarnesinu. Gangi þér sem allra allra best með þetta allt saman!

Stefán Gíslason, 10.3.2009 kl. 23:15

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Gangi þér allt í haginn.  





Magnús Sigurðsson, 11.3.2009 kl. 11:08

9 Smámynd: Elías Stefáns.


Sendi þér bestu kveðjur og góða strauma.
Elías.
www.malla.is

Elías Stefáns., 11.3.2009 kl. 15:15

10 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Kæra Greta! Ég skal senda þér alla þá strauma sem ég hef yfir að þúa og get sent. Ég hvet þig líka til jákvæni þó á móti blási, þú veist hvað það er mikilvægt. Notaðu hugleiðslu og self-affirmation og orkuflutning úr eternum í þig! (N'u hjóma ég eins og vúdú kona fra Zanzibar) Gangi þér vel, elsku kona!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.3.2009 kl. 22:23

11 Smámynd: Pjetur Hafstein Lárusson

Vona að þú náir fljótt heilsu aftur. Ég talaði sem oftar við Villa á Hnausum um daginn.  Hann bað mig fyrir kveðjur til þín.

Pjetur Hafstein Lárusson, 12.3.2009 kl. 06:24

12 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Sendi þér og þínum alla þá orku og strauma sem ég get gefið.  Gangi þér vel

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 12.3.2009 kl. 08:58

13 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Kæru bloggvinir, takk fyrir allar kveðjurnar og góðu óskirnar.

Nú set ég inn nýja færslu um framhaldið.

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.3.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.