Leita í fréttum mbl.is

Greta Björg Úlfsdóttir

Myndin er tekin í skírnarveislu Úlfs Fróða, 2008.

Fædd í Reykjavík 19. september, 1951. Ólst upp á Kirkjubæjarklaustri, í Hveragerði og í Reykjavík.

Á fullorðinsárum hélt ég mig við norðurlandið framan af, á Húsvík, Akureyri og á Sauðárkróki, með viðkomu erlendis, í Skotlandi og Tanzaníu í Austur-Afríku, í á að giska 3 ár á hvorum stað þegar saman er talið. Hef búið í Reykjavík síðan síðla árs 1996.

Ég á tvo uppkomna syni, Eystein og Úlf. Ég á ekki barnabörn enn sem komið er, en ég er langamma "á ská", þar sem Eysteinn sonur minn á "fósturafadæturnar" Lilju Sif og Rakel Ósk.

Ég er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1971. Starfaði eftir það við eitt og annað merkilegt. Venti mínu kvæði í kross árið 1986 er upp úr hjónabandi mínu til tólf ára slitnaði og lærði til starfa sjúkraliða. Útskrifaðist sjúkraliði frá Fjölbrautaskóla norðurlands vestra á Sauðárkróki vorið 1988. Starfaði sem slíkur til 2004, er ég lét af þeim störfum af heilsufarsástæðum.

Ég er  Rauða Kross vinur og virk í sjálfboðaliðsstarfi innan þjóðkirkjunnar. Stunda tónleika, málverkasýningar, bíó og bókasöfn.

Gunnar Svíafari er með svona lista í blogginu sínu, ég rændi honum og hermi eftir:


Ég hef... (það sem krossað er við)

  • (X) Reykt sígarettu.
  • ( ) Stolið bíl.
  • (X) Verið ástfangin.
  • ( ) Verið sagt upp af kærasta.
  • (X) Verið rekinn.
  • ( ) Lent í slagsmálum.
  • (X ) Kysst ókunnugan. (Á hvaða tímapunkti getur maður sagst þekkja einhvern?)
  • (X) Læðst út meðan þú bjóst ennþá heima hjá foreldrunum.
  • (X) Haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki.
  • ( ) Verið handtekinn.
  • ( ) Verið yfirheyrður af lögreglu.
  • (X) Farið á blint stefnumót.
  • ( ) Logið að vini/vinkonu.
  • (X) Sært einhvern mikið.(Vafalaust)
  • ( ) Skrópað í skólanum.
  • (X) Horft á einhvern deyja/dáin(n).
  • (X) Ferðast í flugvél.
  • ( ) Kveikt í þér viljandi.
  • (X) Borðað sushi.
  • ( ) Farið á sjóskíði
  • (X ) Farið á skíði. (sem sagt í snjó)
  • (X ) Hitt einhvern sem þú kynntist á Internetinu.
  • (X) Farið á tónleika.
  • (X) Tekið verkjalyf.
  • ( ) Elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna.
  • (X) Legið á bakinu úti og horft á skýin.
  • (X) Búið til snjóengil.
  • (X) Haldið kaffiboð.
  • ( ) Flogið flugdreka.
  • ( ) Byggt sandkastala.
  • (X) Hoppað í pollum.
  • (X ) Farið í "tískuleik" (dress up)
  • ( ) Hoppað í laufblaðahrúgu.
  • (X) Rennt þér á sleða.
  • (X) Svindlað í leik.(Andaglasi, alltaf)
  • (X) Verið einmana.
  • (X) Sofnað í vinnunni/skólanum.
  • ( ) Svindlað í prófi.
  • ( ) Notað falsað skilríki.
  • (X) Horft á sólarlagið.
  • (X) Fundið jarðskjálfta.
  • (X) Sofið undir berum himni.(Sofnað, aldrei heila nótt)
  • (X) Verið kitlaður.
  • ( ) Verið rændur.
  • (X) Verið misskilinn
  • ( ) Klappað hreindýri/geit/kengúru 
  • (X) Farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunarskyldu að vettugi (það var óvart, ég var utan við mig)
  • ( ) Verið rekinn eða vísað úr skóla
  • (X) Lent í bílslysi
  • (X) Kysst spegil.
  • (X ) Verið með spangir/góm
  • (X) Liðið eins og þú passaðir ekki inn.
  • ( ) Borðað líter af ís á einu kvöldi
  • ( ) Dansað í tunglskininu.(Það var ekki tunglskin)
  • (X) Fundist þú líta vel út.
  • ( ) Verið vitni að glæp.
  • (X) Efast um að hjartað segði þér rétt til.
  • (X) Leikið þér berfættur í drullunni.
  • ( ) Verið týndur.(það fer eftir því hvernig á það er litið - ekki í eiginlegri merkingu)
  • (X) Synt í sjónum.
  • (X) Fundist þú vera að deyja.
  • (X) Grátið þig í svefn.
  • ( ) Reynt að fremja sjálfsmorð. 
  • ( ) Farið í löggu og bófa leik.
  • (X) Litað nýlega með vaxlitum.
  • ( ) Sungið í karaoki (Því miður ekki, en Guð sé lof fyrir ykkur)
  • (X) Gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfum þér að gera ekki.
  • ( ) Hringt símahrekk.(Ekki ég sjálf, það var annar sem hringdi)
  • (X) Hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér.(Það var reyndar mjólk, hlýtur að gilda)
  • (X) Stungið út tungunni til að ná snjókorni.(Mig minnir það, ekki nýlega)
  • (X) Dansað í rigningunni.
  • ( ) Skrifað bréf til jólasveinsins.
  • ( ) Verið kysstur undir mistilteini.
  • ( ) Horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um
  • (X) Blásið sápukúlur.
  • (X ) Kveikt bál á ströndinni.(með öðrum)
  • ( ) Komið óboðinn í partý.
  • ( ) Verið beðinn um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðinn í.
  • ( ) Farið á rúlluskauta/línuskauta.
  • (X) Hefur einhver óska þinna ræst.
  • ( ) Farið í fallhlífastökk.
  • ( ) Hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig.

 


Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband