Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Frelsi

m7

 

 

 


Þér eruð frjálsir menn, hafið ekki frelsið fyrir hjúp yfir vonskuna, breytið heldur sem þjónar guðs. 1 Pt, 2:16

 


Svolítil pæling um bros

surdameÉg fékk að reyna dálítinn forsmekk af útlendingafyrirlitningu síðast liðið haust.

Ekki í Danmörku, heldur suður á Krít, ekki þó frá Krítverja, heldur frá Dana.

Ég og aldraðir foreldrar mínir settumst  inn á danskan bar í nágrenni við hótelið sem við dvöldum á í borginni Chania, í þeirri trú að við myndum mæta (jafnvel sérlega) vingjarnlegu viðmóti hjá frændum okkar Dönum, svona af því sú þjóð hefur það orð á sér hér á landi að vera  "meget venlig", og jafnvel sér í lagi við fólk að þjóðerni þessa fyrrverandi "litla bróður" þeirra.

Því var sko aldeilis ekki að heilsa, það var auðfundið á öllu viðmóti gestgjafans að hjá honum (henni) voru Íslendingar engir aufúsugestir, eða áttu upp á pallborðið á þessum veitingastað. - Sennilega hafa íslenskir aðilar eignast of mikið þar í landi til þess að svo sé, litli bróðir orðinn of stór, - eða hvað var málið? - Ekki var það þó sagt berum orðum, heldur var þjónustulundin á lágmarki og veitingar þær sem við gátum kreist út úr konunni voru framreiddar með "sur mine" sem auka trakteringu.

Þannig að, næst þegar við fórum að fá okkur næringu, var haldið rakleitt á krítverskan stað, þar sem viðmótið var ólíkt betra; - miðað við danska staðinn var það eins og að koma inn í hlýja stofu úr frystiklefa. 

Ef þetta er viðmót sem innflytjendur í Danmörku mæta dags daglega í landinu sem þeir hafa náðarsamlegast  fengið að setjast að í, þá segi ég : Guð hjálpi dönsku þjóðinni.


Ég lifi í draumi - nýlenduveldið Danmörk

Það er ekki að spyrja að frændum vorum Dönum, að minnsta kosti þeim sem hinn alræmdi Jótlandspóstur, málgagn hægri-öfgamanna í Danmörku, náði í skottið á til að taka þátt í skoðanakönnun um hugsanlegan olíugróða fyrrverandi undirsáta þeirra Grænlendinga.

Ég ætla að spara stóru og neikvæðu orðin sem byltust upp í huga mér við lestur þessarar fréttar. Ætla þó að segja að þessi frétt rímar ágætlega við það sem er að gerast í Danmörku þessa dagana. Sem betur fer fyrir Dani, þá eru þó trúlega þeir Grænlendingar sem gera kröfur til lífsins flestir heima hjá sér á Grænlandi, en ekki að drekka bjór á sósíalnum á Nörrebro. Ella gæti í framhaldi af þessum fréttaflutningi Jótlandspóstsins enn og aftur bæst liðsauki í uppþotin sem eru þar, og víðar um landið, þessa dagana og voru þegar hafin áður en blaðið endurbirti Múhameðsteikningarnar illræmdu.

Þær óeirðir eiga rót sína í allt öðru en reiði vegna teikninganna, þó slíkt sé gjarnan látið í veðri vaka. Birting þeirra hefur þó ekki orðið til að lægja öldurnar, heldur þvert á móti, sem augljóslega er einmitt  tilgangurinn með birtingu þeirra, þó tjáningarfrelsið sé notað sem afsökun fyrir henni, í því augnamiði að auka enn á fylgi danska Þjóðarflokksins meðal þeirra landsmanna sem nú þegar hallast á sveif með honum. Hér er tengill á einkar fróðlega samantekt um tengsl þessa flokks við ýmis hægrisinnuð öfgasamtök.

Rótin að óeirðunum liggur miklu dýpra. Hún varð augljós þegar Ungdomshuset, athvarf unglinga á Nörrebro var rifið síðla vetrar á liðnu ári. Niðurrif hússins var aðeins ein birtingarmynd þess hugarfars virðingarleysis sem hefur alið af sér þetta ástand, og sem auðveldlega má finna samlíkingu við í því viðhorfi sem oft hefur einkennt afstöðu danskra stjórnvalda til Grænlands og Grænlendinga.

Sú afstaða kemur glögglega fram í niðurstöðu könnunar Jótlandspóstsins um skoðun (einhverra) Dana á ráðstöfun hugsanlegs olíuauðs Grænlendinga, sem, ef niðurstaða könnunarinnar er sannleikanum samkvæmt, er byrjað að ásælast áður en einu sinni er komið á hreint hvort hann er til staðar eða ekki.

En, þó það sé annað mál, hvers lags blaðamennska er þetta eiginlega hjá Mogganum?:

" 20,6% vilja að Grænlendingar sitji einir að ágóðanum og  9,3% vilja að Grænlendingar sitji einir að honum."


mbl.is Danir vilja hluta af olíugróða Grænlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Púff!

vincent-van-gogh-paintings-from-arles-4

 

 

Eins gott að vera ekki þarna núna: FRÉTTAMYND

Það verður að teljast hæpið að blóm möndlutrjánna lifi svona veður af, en maður má þó halda í vonina...Halo


Svolítil pæling um tjáningarfrelsi og hefndarhug

Danska blaðið Jótlandspósturinn misbauð múslimum með birtingu (og endurbirtingu) skopteikninga af Múhameð spámanni. Hann var þó aðeins að nota tjáningarfrelsi sitt, rétt sinn til málfrelsis.

Nýlega kom danska lögreglan upp um þá ráðgerð þriggja einstaklinga að myrða teiknarann sem gerði eina myndanna. Í kjölfarið hefur tveimur þeirra verið vísað úr landi, án dóms, á grundvelli hryðjuverkalaga sem Danir drifu sig í að setja dagana eftir 11. september, 2001.

Biskup Íslands misbauð samkynhneigðum þegar hann kallaði það að framkvæma hjónavígslu fyrir samkynhneigða jafngilda því að kasta hjónabandinu á haugana. Hann var þó aðeins að nota tjáningarfrelsi sitt, rétt sinn til málfrelsis.

Biskup Íslands misbauð einnig trúleysingjum þegar hann kallaði þá "hatramma" nú fyrir jólin. Hann var þó aðeins að nota tjáningarfrelsi sitt, rétt sinn til málfrelsis.

Fékk biskup Íslands morðhótanir í kjölfar þessara ummæla sinna?

Hver veit? Kannski.

Á bloggsíðum trúleysingja, svo mikið er víst, voru honum ekki vandaðar kveðjurnar.

Kannski fékk hann líka bréf og sms, eins og Matti Vantrúarmaður, hver veit? Um það hefur biskup ekki gefið neitt upp. Um það hefur íslenska lögreglan heldur ekki gefið neitt upp, það er að segja hvort þeim sé kunnugt um að honum hafi borist morðhótanir. 

Í ljósi þeirra sms-skilaboða sem áðurnefndur Matthías hefur gert uppskátt um, verður að teljast sennilegt að biskupi muni einnig hafa borist soraleg skilaboð úr herbúðum sinna andstæðinga, varla eru þeir hvítskúraðri en vandlátir kristnir, þó kannski hafi enginn dirfst að ganga svo langt að hóta lífláti, hvað þá að leggja á ráðin um að framkvæma þá hótun.

Oft er mönnum heitt í hamsi, ekki bara úti í hinum stóra og vonda heimi, heldur líka á okkar litla og góða Íslandi. Trúmál eru eldfimt umræðuefni. Þess vegna finnst örugglega sumum meira gaman að leika sér að eldspýtum í kringum þau en öðrum. Sér í lagi andlegum brennuvörgum. Þó þeir fari ekki sjálfir út og kveiki í bílum og húsum.

Skyldu einhverjir á Íslandi eiga á hættu að verða vísað úr landi án dóms og laga vegna þess að hafa, ekki drepið neinn, heldur lagt á ráðin um að drepa einhvern? Tæplega, vegna þess að hér gilda ekki þessi varnarlög gegn hryðjuverkamönnum sem Danir settu. Það yrði að kæra og dómfella, áður en neinum væri hent út fyrir slík plön.

Sem betur fer er samfélag okkar ekki svo tæknivætt að hægt sé að sakfella menn fyrir hugsanir sínar, eins og gerist í frægri framtíðarskáldsögu eftir sænsku skáldkonuna Karin Boye. Hvað sem síðar verður. - Því hverjir yrðu þá eftir hér á skerinu? LoL


Hugarfarsstjórnun og æsifréttamennska

c_documents_and_settings_hp_ejer_jarnar_skrivebord_brand_billvi_hus

 Tilgangur þessarar færslu er að biðja fólk um, í framhaldi af fyrirsögninni við hana, að pæla aðeins í orðum Jóns Arnars, sem búsettur er í Kaupmannahöfn. Og í framhaldi af því að pæla í raunverulegu ástæðunum fyrir endurbirtingu skopmyndanna af Múhameð...

Sem er að fría sig ábyrgð á þeirri líðan ungs fólks úr innflytjendafjölskyldum í velferðarríkinu Danmörku, sem þessi framkoma sem fjölmiðlar beina nú sem ákafast sjónum að og kalla trúarbragðastríð, er bein afleiðing af.

Sú framkoma hefur minnst með birtingu þessara bjánalegu mynda að gera. Eins og Jón segir, er skýring danskra fjölmiðla: Leiðindi um seinustu helgi, - skopmyndirnar um þessa, - hver verður skýringin sem dönsk yfirvöld og fjölmiðlar finna til að hafa á reiðum höndum og slá ryki í augu heimsins um næstu helgi? Svona fréttamennska heitir öðru nafni að stinga hausnum í sandinn, eins og strúturinn.

Mikið er fjasað um hvað danska ríkið, og þar með þjóðin, sé nú búið að taka vel á móti "þessu fólki", það er að segja innflytjendum frá þeim löndum sem nefnd hafa verið Arabalöndin, og gera mikið fyrir það, - til dæmis, eins og mörg dæmi eru um, að leyfa flóttafólki að kúldrast, heilu fjölskyldunum, árum saman í einu herbergi, með takmarkað aðgengi að öllu sem við hér á Vesturlöndum teljum nauðsynlega þurfa til að viðhalda eðlilegu fjölskyldulífi. Slíkt er örlæti frænda vorra, Dana. 

En slíkt ástand skýrist víst af því að "þetta fólk" hefur löngum verið talið aðskotadýr í þjóðfélaginu (eins og svo margir aðrir sem flokkaðir eru í þann hóp sem ég set í gæsalappir), sem séu illu vön að heiman og megi því þakka fyrir að vera á lífi hvað þá annað. Hvað þá og að maður tali nú ekki um þakklætið sem þeim beri að sýna gagnvart því að til séu þjóðir sem hafi á sínum tíma, fyrir allmörgum árum síðan, verið tilbúnar að skjóta skjólshúsi yfir fátækt og/eða landflótta fólk. Það er að segja foreldra, afa og ömmur unga fólksins sem nú stendur í stórræðum og krefst þess að litið sé á það sem fullgilda þegna þess þjóðfélags sem það er alið upp í. Að litið verði á það sem fullgilda þegna, sem vert sé að verja hluta af auðæfum þjóðarinnar til að hlúa að og búa ákjósanlegar aðstæður til framtíðar, til jafns við aðra þjóðfélagshópa.

Reyndar var það sú kynslóð sem réði málum á undan þeirra sem nú fer með stjórn mála í Danmörku sem veitti þessum innflytjendum landvistarleyfið. Skyldi það fólk hafa rennt grun í þau vandræði sem í kjölfarið fylgdu? Sennilega ekki, ella hefði verið betur staðið að málum hvað aðlögun og aðbúnað varðaði.

Í innflytjendamálum held ég að við Íslendingar höfum staðið okkur býsna vel og megum alveg vera stoltir af því hvernig við höfum tekið á málum og móti fólki hér heima, hingað til að minnsta kosti. Að vísu höfðum við víti til að varast, því miður, og höfum þess vegna ekki gert þau mistök sem við blasa annars staðar að úr álfunni. Þess vegna er óskandi að öfgafullum einstaklingum, sem sjá Grýlu í hverju horni ef minnst er á Múhameð og fylgismenn hans, takist ekki að æsa almenning hér á landi til (frekari) hatursverka gagnvart útlendingum, með tilvísunum í ástand annars staðar á Norðurlöndum sem er alls ekki sambærilegt við það sem við blasir hér á landi.

Gaman væri að fá upp á borðið nánari útlistanir á skýrslunni sem birtist um daginn í íslenska ríkissjónvarpinu, þar sem fram kom að fordómar gegn múslimum eru, í allri Evrópu, mestir í litla og vinalega landinu Danmörku (næst kom Holland og síðan Spánn, ef mig misminnir ekki). 

*Jón Arnar, ég vona að ég hafi mátt fá þessa mynd lánaða af síðunni þinni. 


Dönsku teikningarnar

muhammed_tegning_kur_52617eÍ góðri færslu á bloggi sínu hefur Sadiq Alam, sem heldur úti blogginu "Inspirations and Creative Thoughts" þetta að segja um birtingu dönsku skopmyndanna (tengill). Það er mjög áhugavert að lesa um hófsöm viðhorf hans, ég mæli með að fólk lesi það sem hann hefur til málanna að leggja.

Í pistli Sadiqs kemur þetta meðal annars fram:

"The British Muslim Initiative, a group devoted to fighting what it calls Islamophobia worldwide, said the republication showed the West's double standards. "Every time they say: 'We have the right to offend,' and then they tell you don't have the right to be offended," said Ihtisham Hibatullah, the group's spokesman. (credit)"

Þetta virðast mér orð að sönnu og í tíma töluð, því á meðan mikið er talað um rétt til tjáningarfrelsis og rétt blaða til að birta það sem þeim þóknast, þá er rætt í mikilli hneykslun um viðbrögð múslima við þessum myndbirtingum - þeir virðast sem sé ekki eiga að hafa sama rétt til tjáningarfrelsis og danska pressan! Þvílík íronía!

Margir dáðust að viðbrögðum ungmenna í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir skömmu, á meðan aðrir kölluðu framkomu þeirra skrílslæti. Það er vonandi ekki sama fólkið og dáðist að mótmælunum þá sem nú fordæmir viðbrögð ungra múslima í Danmörku. Þó er ég alls ekki að mæla með því að unga fólkið sem hrópaði á pöllum Ráðhússins fari og kveiki í bíl borgarstjóra, það má alls ekki misskilja mig svo, það væri vissulega of langt gengið í mótmælum.  

Hin skynsamlegu lokaorð Sadiqs eru þessi:

"From social, civilization, integration and cultural point of view its now more of an issue about defining freedom of speech in its full-circle, respecting another faith (which still is a fundamental component of human society) and being sensitive / tolerance of a religious practice. Freedom of speech is a fundamental right no doubt, everyone deserves and wants that irrespective of any differences. So how freedom of speech in a progressive society can be ensured and still can maintain respect for the people of that very community is what people needs to engage with intellectually. Ignorance and mis-information about neighbors is a real shame in our increasingly integrated global village where information and knowledge is what we nurture."


Blóm möndlutrésins

blóm möndlutrésins

 

 

 

 

.....InLove....

 

Góða nótt! Sleeping


Geymslublogg

Bara að setjast á (geyma) fréttina sem var ekki komin á Moggabloggið þegar ég skrifaði færsluna mína "Lestir á Íslandi"...og átti þá vitanlega við LESTIR en ekki LESTI...!!! LoL
mbl.is Úrslit í keppni um skipulag Vatnsmýrar kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Febrúar

Galanthus_nivalis_Flore_Pleno___970799___12_04_2003

Kosturinn við febrúarmánuð er sá að hann er stuttur, aðeins 28 dagar, eins og menn vita. Í dag er 14. febrúar og mánuðurinn hálfnaður. Næstur kemur marsmánuður og þá fer að styttast í vorið.

Nú er hiti og vætutíð úti. Blóm bráðlátra vorlauka gætu farið að stinga upp kollinum, vonandi ekki svo fljótt að hið árvissa vorhret verði þeim að bana, eða brumi aspartrjánna, sem einnig eiga það til að taka of snemma við sér við slík skilyrði á okkar norðlæga landi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband