Leita í fréttum mbl.is

Haust

Ósköp er nú farið að hausta mikið að, enda komið fram í september og kolniðamyrkur á nóttunni. Rigningartíð og vindur og gróðurinn tekinn að falla. Ég var að hugsa til þess áðan í kvöldmyrkrinu að bráðum þyrfti ég að fara að koma gardínunum aftur fyrir gluggana sem ég tók niður í vor og sleppti alveg að setja upp aftur, til þess að njóta sem best sumarbirtunnar. Mikið er ég ánægð að eiga inni ferðina til Krítar eftir viku, það verður fín framlenging á þessu óvenju góða sumri sem við fengum hér á landi í ár. Svo reynir maður bara þegar heim kemur að "hygge sig" í skammdeginu, með dregið fyrir, kakó og kertaljós og góða bók... Joyful

Hér er svo eitt fallegt haust-ástarljóð á dönsku:

Afsked


I nat, hvor den blomstrende guldregn er bleg
og månen diset og hvid,
er din mund som brombær, hvis mörke glöd
blev modnet ved midsommertid.
Men en særhed ved brombær,
hvorom du ikke har lært:
för de når deres fulde södme og kraft,
har de mærket en frostnats snært.

De dugslagne nætter i juni er svöbt
i sval og tindrende dis,
- i oktober brænder de stjerner tungt
mod kulde og höstligt forlis.
Og den lærdom har du erfaret,
når vi mödes ved næste Sankt Hans,
at til ingenting glöder hjertet så hedt
som lövfaldets hvirveldans.


Poul Örum
Sommerens genfærd 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Satt segirðu haustið er komið með myrkri, kertaljósum og meiri tíma til að vera maður sjálfur, a.m.k. ég.   En þetta er mánuðurinn minn.  Fallegt ljóð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.9.2007 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband