Leita í fréttum mbl.is

Á Íslandi er hvorki stríð né skömmtun

serbia.jpg

 

 

Ég heimsótti unga vini mína frá Serbíu í gærkvöldi.

Þeim finnst ástandið hér á Íslandi núna "pís of keik" miðað við það sem þau upplifðu í  heimalandi sínu á meðan stríðið geisaði þar, og jafnvel miðað við ástandið í landinu fyrir þann tíma, þegar vörur voru skammtaðar o.s.frv. Enda hafa þau alltaf verið ráðdeildarsöm. Þau eru búin að búa hér í 8 ár og minnast þess að hafa undrast "lífsgæða"kapphlaupið hér þegar þau komu, og ekki hefur ástandið batnað í þeim efnum árin sem þau hafa búið hér.

Það var afar áhugavert að hlusta á þau og gæti margt ungt fólk á Íslandi í dag örugglega haft gott af að heyra frásagnir fólks sem hefur kynnst raunverulegri örbirgð og hörmungum.

Þau hafa komið sér vel fyrir hér á Íslandi og hafið nýtt líf. Á þeim bænum er ekki kjarkleysinu fyrir að fara, heldur einkennir þau dugnaður og bjartsýni, þrátt fyrir það að við blasi erfiðir tímar á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband