Leita í fréttum mbl.is

Why do Atheists care about Religion?

Þetta myndband kemur með einu skynsamlegu rökin sem ég hef séð fyrir því að trúleysingjar hafi slíkan áhuga á trúarbrögðum sem raun ber vitni - en - nota bene - Ísland er ekki (ekki enn) fylki í Bandaríkjunum og hefur sem betur fer ekki  komið sér upp slíkum lögum og reglum eins og lýst er í þessu myndbandi og eru auðvitað brot á grundvallarreglum lýðræðis.

Er tuðið í íslenskum trúleysingjum kannski bara eintóm eftiröpun frá Ameríku, eða eru þeir svona hræddir um að við hin sem trúum munum líka fara að apa upp eftir klikkuðum Könum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Vildi bara að þú vissir að ég lít hér stundum inn en er auðvitað alltof latur við að láta vita af mér. Takk fyrir þetta!

Svavar Alfreð Jónsson, 27.11.2007 kl. 08:28

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hér eru FAQ (títt spurðar spurningar) á Vantrú.

Hér er grein sem fjallar um sinnuleysið, sem þér finnst greinilega að eigi að vera normið. 

Hér er grein um öfgafulla trúleysingja, sem lýsir ágætalega ástandinu á Íslandi í dag. 

Hér er svo greinasafn um Vinaleið, þar finnur þú rökstuðning fyrir því af hverju trúleysingjar mótmæla henni.

Láttu mig endilega vita ef það er eitthvað sérstakt sem þú villt vita um "tuðið í íslenskum trúleysingjum".

Matthías Ásgeirsson, 27.11.2007 kl. 09:19

3 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Gott mál Gréta,en myndbandið er að vissuleiti höft á lýðræði eins og þú segir.Bandaríkjamenn eru ekki eins og aðrar þjóðir,það er stutt í öfgar hjá þeim.

María Anna P Kristjánsdóttir, 27.11.2007 kl. 11:55

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Matthías, ég renndi augum yfir þessar greinar sem þú sendir mér tengla sem þú sendir mér, viðurkenni að ég nennti nú ekki að lesa allt þetta efni frá orði til orðs. Fannst það einfaldlega þvílíkt stagl!

Ykkar aðal umkvörtunarefni virðist mér samt vera það að hafa fæðst inn í samfélag sem fram til þessa hefur verið að mestu kristið, hefur byggt traust sitt á kristnum gildum og haft ríkiskirkju, með tilheyrandi stofnanaveldi þar í kringum. Vissulega má deila um það hvort við eigum að hafa hér ríkiskirkju áfram, í breyttu samfélagi, og eins hvort ekki verði að slaka á varðandi fræðslu um kristna trú í skólum landsins og ýmsum athöfnum (t.d. hvað varðar þjóðsönginn) af tilliti til þeirra sem aðhyllast aðra trú. Þetta get ég allt skilið og að vissulega þurfi að ræða þetta. Það er hins vegar offorsið í skrifum trúleysingja og tilraunir þeirra til að "afkristna" hina kristnu sem mér finnst öfgafullt og mér leiðist.

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.11.2007 kl. 12:57

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Svavar, takk fyrir "kvittið" !

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.11.2007 kl. 12:59

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Ykkar aðal umkvörtunarefni virðist mér samt vera það að hafa fæðst inn í samfélag sem fram til þessa hefur verið að mestu kristið, hefur byggt traust sitt á kristnum gildum ....

Um hvað ertu að tala hérna? Ég held að það sé enginn að kvarta yfir sögulegum staðreyndum, enda er ekki hægt að breyta þeim. En þjóðfélagið byggir ekki traust sitt á kristnum gildum og kristnir menn eru í minnihluta.

...og haft ríkiskirkju, með tilheyrandi stofnanaveldi þar í kringum.

Finnst þér undarlegt að við séum ósátt við að það sé traðkað á trúfrelsi? Ef við berum þetta saman við stjórnmál, þá held ég að engum heilvita manni dytti í hug að það væri allt í lagi með stjórnmál í landinu ef það væri ríkisstjórnmálaflokkur í landinu.

...og eins hvort ekki verði að slaka á varðandi fræðslu um kristna trú í skólum landsins...

Umræðan snýst ekki um fræðslu, heldur trúboð.

Það er hins vegar offorsið í skrifum trúleysingja og tilraunir þeirra til að "afkristna" hina kristnu sem mér finnst öfgafullt og mér leiðist.

Hvaða offors er það? En fyrst þér finnst tilraunir okkar til þess að "afkristna" hinu kristnu vera öfgafullar og leiðinlegar, þá finnst þér líklega tilraunir kristinna manna til þess að kristna hina ókristnu líka vera leiðinlegar og öfgafullar. Svo ekki sé minnst á það þegar þessar tilraunir eiga sér stað innan opniberra skóla.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.11.2007 kl. 13:11

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hjalti, þú fullyrðir kristnir menn séu í minnihluta hér á landi. Mér þætti gott að þú sýndir mér eitthvað það sem færir sönnur á þá fyllyrðingu þína ?

Mér sýnist að þér hafi yfirsést (viljandi? - sem væri reyndar mjög einkennandi fyrir öfgarnar í málflutningi Vantrúar-manna!?) um þessa setningu hjá mér: Vissulega má deila um það hvort við eigum að hafa hér ríkiskirkju áfram...

Sögulegt-fortíð: Það er talað um uppfræðslu, ekki trúboð, til þeirra sem eru/teljast þegar kristnir. Hér áður, þegar langflestir sem gengu í barnaskóla, eins og það hét þá, voru skírðir til kristinnar trúar, mátti teljast eðlilegt að ríkisskólarnir tækju að sér að rækja fræðsluskyldu ríkistrúfélagsins (þjóðkirkjunnar, sem langflestir tilheyrðu. Þar sem um grunnfræðslu var að ræða held ég ekki að sú fræðsla hafi vikið langt frá því sem aðrir kristnir söfnuðir kenndu).

Nútíminn: Svo er ekki lengur, og þar með er ég sammála því að það ætti að leggja kristnifræðslu sem slíka niður. Í staðinn mætti að taka upp hlutlausa trúarbragðafræðslu (e.t.v. innan fagsins "lífsleikni", þekki ekki nógu vel til skólastarfs í dag til að gera mér grein fyrir því). Þá þyrfti auðvitað líka að gera grein fyrir þeim hópi sem aðhyllist alls ekki nein trúarbrögð - og berjast jafnvel á móti þeim.

Þér til hægðarauka hef ég sjálf sundurgreint skrif mín í sögulegt-fortíð og nútíminn, þar sem mér virðist þú hafa átt í erfiðleikum við að greina þar á milli við lesturinn á því sem ég skrifaði. 

"En fyrst þér finnst tilraunir okkar til þess að "afkristna" hinu kristnu vera öfgafullar og leiðinlegar, þá finnst þér líklega tilraunir kristinna manna til þess að kristna hina ókristnu líka vera leiðinlegar og öfgafullar." Í þessum efnum erum við þá kvitt!

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.11.2007 kl. 13:34

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

fyllyrðing=fullyrðing

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.11.2007 kl. 13:36

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Jæja, ég sé við yfirlestur að ég misskildi þig aðeins, Hjalti í þessu síðasta, - en jú, vissulega leiðast mér allar öfgar og mér finnst líka að kristnir hafi oft farið og fari oft enn offari í kristnum hinna ókristnu...

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.11.2007 kl. 13:41

10 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hjalti, þú fullyrðir kristnir menn séu í minnihluta hér á landi. Mér þætti gott að þú sýndir mér eitthvað það sem færir sönnur á þá fullyrðingu þína ?

Ég get bent þér á grein sem ég skrifaði, Meirihlutagoðsögnin. Ef þú nennir ekki að lesa hana (skil það svo sem vel) þá get ég t.d. bent þér á að í trúarlífskönnunum er fólk spurt um afstöðu þess til Jesú ~45% segja að hann sé sonur guðs og frelsari.

Mér sýnist að þér hafi yfirsést (viljandi? - sem væri reyndar mjög einkennandi fyrir öfgarnar í málflutningi Vantrúar-manna!?) um þessa setningu hjá mér: Vissulega má deila um það hvort við eigum að hafa hér ríkiskirkju áfram...

Nei, mér yfirsást ekki þessi setning, ég hafði bara ekkert við hana að athuga. Og þér er greinilega í mun um að stimpla mig sem öfgamann ef þú ert reiðubúin að flokka það sem öfga.

Sögulegt-fortíð: Það er talað um uppfræðslu, ekki trúboð, til þeirra sem eru/teljast þegar kristnir. Hér áður, þegar langflestir sem gengu í barnaskóla, eins og það hét þá, voru skírðir til kristinnar trúar, mátti teljast eðlilegt að ríkisskólarnir tækju að sér að rækja fræðsluskyldu ríkistrúfélagsins (þjóðkirkjunnar, sem langflestir tilheyrðu. Þar sem um grunnfræðslu var að ræða held ég ekki að sú fræðsla hafi vikið langt frá því sem aðrir kristnir söfnuðir kenndu).

Þarna er einmitt ekki um fræðslu að ræða, þar sem það er verið að innræta börnunum trúarsetningar kristinnar trúar. T.d. er það ekki fræðsla að reyna að sannfæra börn (þó svo að þau hafi verið skírð) að Jesús hafi ristið upp frá dauðum. Það væri fræðsla að segja börnunum frá því að kristið fólk trúi því að Jesús hafi risið upp frá dauðum.

Í þessum efnum erum við þá kvitt!

Ég skil ekki hvað þú átt við með þessu. Finnst þér tilraunir kristinna manna til þess að kristna hina ókristnu líka vera leiðinlegar og öfgafullar?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.11.2007 kl. 13:48

11 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

en jú, vissulega leiðast mér allar öfgar og mér finnst líka að kristnir hafi oft farið og fari oft enn offari í kristnum hinna ókristnu...

Ef við finnum eitthvað sambærilegt við "tilraunir þeirra [trúlausra] til að "afkristna" hina kristnu" hjá kristnu fólki, ert þú þá á sama máli? Hingað til hef ég ekki orðið við neitt "afkristniboð" nema með skrifum á netinu. Finnst þér skrif kristinna manna á netinu sem hafa þann tilgang að kristna hina ókristnu líka vera leiðinleg og öfgafull?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.11.2007 kl. 13:51

12 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, reyndar finnst mér þau skrif á netinu líka leiðinleg (hef því miður gleymt í bili nöfnum þeirra sem hafa staðið í mestum deilum við ykkur trúleysingja)...sleppi því að mestu að lesa þau, sennilega mætti kalla mig værukæra fyrir vikið, en mér er sama.

Ég hef hins vegar gaman af að lesa hugleiðingar um kristna trú eins þær sem hófsamir og skynsamir prestar, eins og t.d. sr. Svavar Alfreð og Toshiki Toma, skrifa hér á moggablogginu.

Einkar fróðleg prósentutala sem þú kemur með varðandi fjölda kristinna í landinu - ég ætla að kíkja betur á geinina þína um meirihlutagoðsögnina til að fræðast um það hvernig hún er fundin út, seinna, þegar ég hef betri tíma... 

Hjalti, þar sem ekki stendur til hjá mér að hætta mér lengra út á hinar hálu brautir trúarlegrar rökræðu, ætla ég ekki að svara því frekar efnislega sem þú skrifar í síðustu athugasemd eða elta ólar við það sem þú setur þar fram, þar sem ég sé fram á að vegna mjög ólíkra viðhorfa okkar yrðu aðeins úr því endalausar langlokur hér í athugasemdakerfinu (í stíl við þær sem sjást í athugasemdakerfum strangtrúaðra bloggara).

Ég vil því aðeins þakka þér fyrir að koma með þín viðhorf hér við þessar færslur mínar og óska þér góðra daga - ekki gleðilegra jóla, þar sem ég á ekki von á að þú haldir þau hátíðleg - hvorki sem fæðingarhátíð frelsarans eða sólstöðuhátíð hinna fornu norrænu trúarbragða. Á samt von á að þú gerir þér dagamun um frídagana sem þér munu áskotnast af þessu tilefni og vona að þú njótir þeirra vel, - þegar þar að kemur !

Greta Björg Úlfsdóttir, 27.11.2007 kl. 15:32

13 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sæl Gréta Björg (eða er það Greta Björg?)

Þó ég sé trúlaus þá held ég nú samt upp á jólin ásamt börnum mínum sem eru vita trúlaus líka. Dóttur minni þótti verst við jólin að vera pínd í kirkju af skólanum en núna er hún búin að koma orðum að því og ég talaði við skólann og hún er undanþegin. Syni mínum er víst sama, nennir ekki að kvarta.

En ég vil endilega fagna sólstöðum, þetta er frábær atburður og mjög dulúðlegur og hefur mikla mystík yfir sér. Ekki að ég trúi svoleiðis en ég get vel fundið fyrir því. Svo er bara gaman að gera sér dagamun með fjölskyldunni og fagna friði osfrv., rifja upp jólastemninguna frá því í gamla daga og allt það.

Trúleysið gerið það að verkum að maður getur notið svona hátíða gjörsamlega hamingjusamur og þarf ekki að vera í einhverjum afsökunarstíl eða helgislepjuham. Kirkjan hefur mikið reynt ýmist að banna jólin eða þekja þau helgislepju og að mestu mistekist til allrar hamingju. Eina jákvæða sem þaðan hefur komið er að tengja friðarboðskap við jólahaldið (ef það kom þá frá Kirkjunni?).

Svo er gaman að því, í ljósi þess að hérna búa svo margir Pólverjar, að kók-auglýsinga-jólasveinninn sem ræður öllu um útlit jólasveina nútildags er byggður á Wenseslas konungi sem Davíð Oddsson lék svo eftirminnilega hjá Herranótt um árið.

En sem sagt, jólin!

Brynjólfur Þorvarðsson, 27.11.2007 kl. 23:30

14 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sæll, Brynjólfur,

(jú, það er GrEta Björg, ekki Gréta, en ég nenni oftar en ekki að leiðrétta fólk nema um sé að ræða opinber plögg!)

Þakka þér fyrir athugasemd þína.

Það er gaman að heyra að þú og fjölskylda þín skulið njóta jóladaganna, þrátt fyrir trúleysi þitt/ykkar. Gott að dóttir þín skuli vera undanþegin hátíðahaldi sem hún/þið aðhyllist ekki - vonandi skaðast sonurinn ekki af því að taka þátt í guðsþjónustu - ætli það .

En ég furða mig á einu í því sem þú skrifar, það er það sem þú segir um að kirkjan hafi reynt að banna jólin? Þekja þau helgislepju (samkvæmt þínu orðalagi) skil ég, en banna þau???  Það skil ég ekki?

Það er rétt athugað hjá þér að mjög trúlega er það komið frá kirkjunni að tengja jólaboðskapinn og helgilhald honum tengt við friðarboðun, í það minnsta stendur þetta í Lúkasarguðspjalli, þeim hluta þess sem nefnt hefur verið jólaguðspjallið og segir frá fæðingu Jesú:

Í sömu svipan var með honum englinum fjöldi himneskra herskara, er lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu með mönnum, sem hann hefur velþóknun á.

Svo er bara að vona að Guð hafi velþóknun á sem flestum mönnum, hvernig sem þeir nú geta verið/orðið hennar verðugir; þar hefur oft staðið og stendur víst iðulega enn hnífur í kú varðandi útskýringar...

Gaman að því sem þú kemur að með Kóka-Kóla-jólasveininn, blessaður karlinn hann Wenceslas I, hertogi af Bóhemíu, helsti verndardýrlingur Tékka, er kominn ansi langt frá uppruna sínum í útgáfu Kananna, er ég hrædd um .

Já, jólin!

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.11.2007 kl. 00:23

15 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það á að sjálfsögðu bara að standa englinum, ekki honum englinum í því sem ég skrifaði upp úr guðspjallinu - - sumt leiðréttir Púkinn því miður ekki fyrir mann! Ég er víst líka orðin syfjuð og ætlaði að vera farin í háttinn fyrir allnokkru síðan - svona er tölvuhangsið.

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.11.2007 kl. 00:27

16 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Russian_icon_Instaplanet_Saint_NicholasÆ, æ, fresta háttatímanum aðeins, því ég fattaði við tannburstunina (þá gerist ýmislegt í heilanum á mér) að við vorum bæði að bulla varðandi heilagan Wencelas, eða King Wenceslas eins og hann er kallaður í jólasöngnum sem er sunginn í enskumælandi löndum. Það er nefnilega alls ekki hann sem er fyrirmyndin að Santa Claus, heldur er það heilagur Nikulás, biskup í Mýru, sem í dag telst til Tyrklands.

Spirit-of-Santa-Print-C10071066

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.11.2007 kl. 00:59

17 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Magritte-at-Pistol-River-we- oftar en ekki þýðir líka vitanlega oftar en ekki - þegar ég ætlaði víst bara að segja oft ekki!

Góða nótt, dúllur - 

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.11.2007 kl. 01:11

18 Smámynd: Egill

"hefur byggt traust sitt á kristnum gildum "

hvað eru kristin gildi ?

og nú vil ég fá eitthvað marktækt sem er kristið en ekki eitthvað sem maðurinn hefur þróað með sér í gegnum tíðina, og þá meina ég síðustu 250.000 ár (eða eitthvað í þá áttina, nákvæm tala liggur ekki fyrir) , og ekki síðustu 6-10 þúsund ár sem kristin trú heldur að sé upphaf heimsins.

vera góður við náungann ?

s.s. fyrir kristna trú voru allir vondir við náungann því þannig komst hann áfram í lífinu og var ekki drepinn eða útskúfaður úr samfélagi sínu.

vera heiðarlegur

s.s. fyrir kristna trú voru allir hraðlygnir og gerðu í því að segja aldrei satt því það var best fyrir þá sjálfa.

eh .. dettur ekkert í hug enda er orðtakið kristin gildi ekkert nema eitthvað sem maðurinn hefur vitað alla tíð fyrir kristna trú og mun vita þa eftir tíma kristinnar trúar.

og þetta með jólin, ef þú heldur virkilega að kristin trú sé astæða fyrir því að þessi tími árs er haldinn hátíðlegur. úff , þá þarftu að lesa þig til kona  

hvað þá að jesus sé fyrsti "heilagi" aðilinn sem fæddist af óspjallaðri mey, haugurinn allur af "heilögum" mönnum fæddust víst þannig,  gæti nú samt verið að þetta sé allt vitleysa

í það minnsta er fylgni milli menntunnar og trúar, og svo lengi sem við uppfræðum heiminn þa mun þessi trú eins og haugurinn allur af þeim trúum sem komu á undan verða að smá klausu í sögubókum framtíða.

Egill, 28.11.2007 kl. 18:57

19 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Egill, ég þar sem ég hef ekki hugsað mér að taka upp trúarboð eða taka að mér kennslu um kristna trú hér á blogginu mínu ætla ég að sleppa því að svara þér.

"þá þarftu að lesa þig til kona  "

Egill, það getur verið að þú lesir þig til, þar er kannski komin ástæðan fyrir fáfræði þinni, en ég les mér til (ekki mig) og veit þess vegna fullkomlega af hvaða ástæðum jól eru haldin hátíðleg á þessum árstíma. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.11.2007 kl. 19:17

20 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Eins og sjá má er sjónin eitthvað að stríða mér þessa stundina og biðst ég velvirðingar á öllum villunum í fyrri athugasemd.

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.11.2007 kl. 19:19

21 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

drunk.0Egill, kannski stafar þetta með sjónina af því að ég varð eiginlega hálf-sjóveik af því að reyna að  skilja sumt af því sem þú segir í athugasemdinni þinni - þú mættir alveg vera ögn skýrari í framsetningu á skoðunum þínum, finnst mér persónulega - svona fyrir utan það að þú virðist hafa eitthvað á móti því að nota stóran staf (eða kannski er lyklaborðið þitt bilað?).

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.11.2007 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband