Leita í fréttum mbl.is

Hótel Mamma

Eins og er finnst mér margir þjóðkirkjumenn haga sér dálítið í umræðunni um fullkominn aðskilnað ríkis og kirkju eins og unglingar sem hræðast að yfirgefa Hótel Mömmu (það er að segja ríkið)...

Einnig grunar mig að almenningi í landinu yrði svipað innanbrjósts við það að kirkjan yrði ekki lengur þjóðkirkja, heldur væri reyndin sú að hún væri aðeins ein af kirkjudeildum hinnar alþjóðlegu evangelísk-lútersku kirkju...

Ósköp held ég að margir myndu vakna upp af værum blundi við það að þurfa allt í einu að hugsa sjálfstætt um trú sína, hver hún sé og hvort hún sé til staðar, og velja í hvaða kirkjudeild þeir myndu skrá sig, ef einhverja. Að þessu leyti held ég nefnilega að aðskilnaður myndi frekar verka jákvætt heldur en hitt; hann myndi leiða til andlegrar vakningar, við það að fólk neyddist til að hugsa sinn gang í þessum efnum.

Ég efast alls ekki um að margir Íslendingar myndu kjósa að tilheyra hinni evangelísk-lútersku kirkju áfram, þó ekki væri nema af gömlum vana. 

Í mínum huga hafa það aldrei verið nægjanleg rök fyrir að hafa hluti (stöðu kirkju eða annað) áfram óbreytta, að svona hafi þetta lengi (=alltaf (!) - í margra huga) verið (söguleg rök eingöngu).

Leiðið fram betri rök en eingöngu hin sögulegu fyrir skoðunum ykkar, þið kirkjunnar menn sem viljið áfram hafa þjóðkirkju í landinu, með vernd og styrk frá ríkinu.

Munum orð þjóðskáldsins Jónasar: Mönnunum munar - annað hvort aftur á bak - ellegar nokkuð á leið. Status quo (óbreytt ástand) er ekki til, hvorki í náttúru né þjóðlífi, jafnvel þó að lögmál eðlisfræðinnar um inertia (óbreytt ástand hluta) leitist við að viðhalda því. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hér er ég sammála þér i einu og öllu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2007 kl. 14:21

2 Smámynd: Þórgnýr Thoroddsen

Og ég, aftur hittir þú naglann á höfuðið.

Þórgnýr Thoroddsen, 2.12.2007 kl. 14:42

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Að vísu, Ásthildur, eins og ég sagði í athugasemd í blogginu þínu, þá mætti leiða að því rök að margt í stjórnkerfi okkar og sér í lagi sumir stjórmálamenn sé(u) gott dæmi um status quo !

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.12.2007 kl. 16:25

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

stjórmálamenn=stjórnmálamenn - stundum er ég víst svolítið lesblind.

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.12.2007 kl. 16:27

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

...sennilega hefði ég átt að segja, í framhaldi af því sem ég sagði í pistlinum:...gott dæmi um að status quo sé til!

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.12.2007 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband