Leita í fréttum mbl.is

Kristni

Vinkona mín sagði:

"Ég aðhyllist það, að hver maður leiti sannleikans fyrir sjálfan sig.  Það er innbyggt í okkur að ef við gerum öðrum gott, þá líður okkur vel, ef við aftur á móti gerum öðrum illt líður okkur illa, þar þarf ekkert innprentað siðgæði.  Við vitum þetta án þess beinlínis að okkur hafi verið sagt það.  Það er innbyggt í okkar innsta kjarna. "

Þetta, að hið góða væri innbyggt í okkur, tel ég að Kristur hafi líka vitað, eins vel og hún. En einnig grunar mig að honum hafi fundist of djúpt inn að þeim innsta kjarna hjá mörgum. Þess vegna vildi hann kenna fólki aðferð til að leita hans. Þess vegna minnti hann samtímafólk sitt á þetta sama og vinkona mín segir í sínum texta: "Það sem þið viljið að aðrir geri ykkur, það skuluð þið einnig gera þeim". Hann taldi þess þörf vegna þess að einhverjir voru búnir að gleyma þessu (enda ekki aldir upp í þjóðkirkjunni! CryingTounge). Munum að kristni var ekki nefnd því nafni fyrr en löngu eftir daga hans. Kristur sagði einfaldlega: "Ég gef ykkur nýjan boðskap".

Við mótun boðskaparins byggði Kristur, vegna uppeldis síns og uppruna, á ýmsum kennisetningum þeirrar trúar sem hann ólst upp í. Þó eru margar sagnir til um að hann hafi leitað víðar fanga  og sótt sér þekkingu um trú fjarlægra þjóða langa vegu. Sá tími sem hann tók sér til þess hefur verið nefndur "týndu árin" í ævi hans.

Þessu til viðbótar er ég 100% viss um að "mátturinn" stóð 100% með honum, jafnvel, og ekki síst, á ögurstundu.

 - Eða myrkvaðist ekki himininn á miðjum degi á þeirri stundu, samkæmt frásögn Nýja Testamentisins? Var það kannski aðeins tilviljun að sólmyrkva bar upp á krossfestingardaginn, á sama hátt og sjá mátti skæra stjörnu á himni við fæðingu hans? 

Þessar fyrrnefndu hræringar himintungla hafa stjarnfræðingar reynt að kanna, en ber ekki saman um, um hvaða fyrirbrigði geti hafa verið að ræða í himingeimnum, eða hvort aðeins beri að líta á Betlehemsstjörnuna sem fallega helgisögn. Ekki hef ég fundið staðfestingu sólmyrkvans eða efni þar að lútandi, kannski finn ég eitthvað um það seinna.

Það að við getum ekki sannað sannleiksgildi þessara frásagna út frá himintunglum eða fornfræðrannsóknum breytir samt engu um sjálfan boðskap Krists - hann mun alltaf standa fyrir sínu í siðmenningu okkar.

Á sama hátt stendur þessi boðskapur ætíð með okkur öllum, ef við viljum vita af því, og líka án þess.

"Því þó að þú gleymir Guði, þá gleymir Guð ekki þér" - Megas.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flestir vita hvað er rangt og hvað er rétt, ef guð er virkilega til þá myndi hann aldrei gefa út bók með fáránlegum auðfalsanlegum reglum, hann myndi skrifa reglurnar í hjarta manna, svo má náttlega stúta þessari kenningu líka með því að spyrja af hverju eru til siðlausir menn.
Time to face the muzak: Við erum ein, allt sem gerst hefur í sögu mannkyns eru okkar verk, bæði vond og góð, guð er ekkert nema einstök afsökun til þess að dæma og fyrirgefa sjálfum okkur.
Guð var ágætis tól til þess að skikka lýðinn til hlýðni í gamla daga þegar ekkert var verra fyrir almúgamanninn en lífið sjálft sem var helvíti á jörð, loforð um paradís eftir dauðann ef menn höguðu sér eftir pípu toppanna var málið á þeim dögum, í dag er málið að horfast í augu við okkur sjálf og rísa upp á hærra level... sem er ekki hægt á meðan ímynduðu guðirnir og ímyndaðar þarfir þeirra hanga í löppunum á okkur

DoctorE (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 13:42

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Guð skrifaði reglurnar í hjörtu mannanna, Doksi, þeir þurfa bara að læra að lesa.
En það eru því miður engir venjulegir bókstafir sem hann skrifaði, svo lestrarnámið getur reynst mönnum snúið, séu þeir mikið fyrir samningu og lestur bókmennta.

Ég veit ekki til þess að Kristur hafi skrifað eina einustu bók.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.12.2007 kl. 13:53

3 identicon

Menn skrifuðu bók og lugu að guð hafi skrifað hana, það er náttúrulega ekki séns að guð hafi komið nálægt skrifum einhverrar bókar, bókin er skrifuð af mönnum sem stjórntæki og það má færa rök fyrir því að ef menn fylgi þessari og öðrum trúarritum þá séu þeir að guðlasta

DoctorE (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 14:20

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sennilega ætti maður að gera eins og Einstein kallinn og varast að nefna Guð á nafn, því fæstir skilja um hvað maður er að tala með því orði. Héðan í frá mun ég líklega halda mig við að tala um "máttinn", eins og bloggvinur minn Ransu. Þó ég hafi grun um að hann hafi kannski haft Star Wars í huga þegar hann sagði það, eða ekki...það skiptir ekki máli hvort hann meinti, kannski meinti hann hvort tveggja, það kemur út á eitt.

"I cannot prove to you that there is no personal God, but if I were to speak of him, I would be a liar. I do not believe in the God of theology who rewards good and punishes evil. My God created laws that take care of that. His universe is not ruled by wishful thinking, but by immutable laws."

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.12.2007 kl. 14:42

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Enda mega menn nefna máttinn því nafni (eða uppnefni?) sem þeir vilja gefa honum, mín vegna, svo framarlega sem þeir reyna ekki að berja annað fólk í hausinn með því nafni, eða þaðan af verra...

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.12.2007 kl. 15:02

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Eða átti ég að segja "margir" í staðinn fyrir "fæstir"...vonandi...

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.12.2007 kl. 16:41

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

14. des. kl. 01.53

Ég breytti textanum frá þeim stað þar sem ég byrjaði að tala um náttúrleg fyrirbrigði tengd frásögnum af ævi Krists, þar sem ég var ekki fyllilega ánægð með þann fyrri um þetta efni. Að öðru leyti er textinn óbreyttur.

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.12.2007 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.