Leita í fréttum mbl.is

Húmanismi og trú

Mikið þykja mér tilraunir fólks í samtökunum Siðmennt til þess að eigna trúleysingjum "einkarétt" á húmanisma fráleitar og fáfengilegar.

Þetta með einkaréttinn fullyrði ég í framhaldi af lestri á grein Svans Sigurbjörnssonar í bloggi hans á bloggi Morgunblaðsins. Sú grein er svar hans til sr. Sigurðar Pálssonar vegna þeirra ummæla Sigurðar í annarri grein að hann (Svanur) "spyrði saman guðeysi og húmanisma". Í framhaldi af þessu skrifar Svanur á einum stað í grein sinni:

"Þau alþjóðasamtök sem s.l. 56 ár hafa borið nafn húmanismans, International Humanist and Ethical Union (IHEU), hafna hindurvitnum og þ.á.m. trú á guði. Almennt þegar talað eru um samtök húmanista og húmanisma er átt við IHEU og þann húmanisma sem þar er haldið á lofti. Siðmennt er aðildarfélag að þeim. Hinn venjubundni húmanismi nútímans er trúlaus og þar liggur mín skírskotun. "

(Alltaf finnst mér nú dálítið hlálegt að sjá kristna trú kallaða hindurvitni. Hélt víst að það væri "einkaréttur" kirkjunnar að nota það orð. Alveg eins og mér finnst hlægilegt að sjá trúleysingja tala um kaþólsku kirjuna sem sértrúarsöfnuð!)

Ég skrifaði athugasemd við grein Svans, þar sem ég sagði eftirfarandi:

"[...] þykja mér tilraunir Siðmenntar-fólks til þess að eigna trúleysingjum "einkarétt" á húmanisma fráleitar, og álíka heimskulegar og tilraunir sumra trúaðra til að eigna sér viðlíka einkarétt á Guði. Hvort tveggja þykir mér bera vott um einstrengingslegan og staðnaðan hugsunarhátt, þar sem menn loka augunum fyrir eða hreinlega gera sér ekki grein fyrir þeim miklu víddum sem finnast í sálarlífi mannsins."

Ekki var Svanur sáttur við þessi orð mín og svaraði mér með samsuðu af tilvitnun til orða biskups, upprifjun á andans mönnum og áhrifavöldum í þróun evrópskrar menningar og viðhorfum miðaldakirkjunnar (viðhorfum þeirra manna sem til dæmis dæmdu Galileo Galilei). Ósköp fylgist hann Svanur nú illa með nútímanum - þó svo hann gerðist svo vinsamlegur að vilja benda mér á bækur um húmanisma til aflestrar. Hann hefur samt greinilega ekki kynnt sér nýlegar bækur um guðfræði!

Ég sagði í athugasemd minni til Svans:

"og álíka heimskulegar og tilraunir sumra trúaðra til að eigna sér viðlíka einkarétt á Guði. "

Þetta sagði ég vegna þess að ég tel að kristnir, Gyðingar eða múslimir eigi ekki neinn einkarétt á Guði, eða að þeir geti leyft sér að alhæfa um hver eða hvað hann sé. Þess vegna er ég alls ekkert yfir mig hrifin af þeim orðum sem Svanur vitnar í að sr. Karl hafi sagt, í prédikun eða annars staðar, eða það sem hann (Svanur) rifjar upp af úreltum kristnum trúarhugmyndum.

Ég vil minna á að fleiri eru trúaðir en hinir kristnu:

Til dæmis hindúinn Mohandas Gandhi, sem barðist staðfastlega fyrir mannréttindum landa sinna. Einnig búddistinn Dalai Lama, sem hefur þurft að dvelja langdvölum í útlegð, vegna yfirgangs kínverskra stjórnvalda gegn honum og löndum hans. Má segja að hans líf hafi verið ein samfelld mannréttindabarátta.

En þrátt fyrir fyrri orð mín um einstefnu sumra kristinna manna má einnig finna meðal þeirra menn sem þekktir hafa orðið fyrir ötula baráttu fyrir velferð og réttindum þeirra sem minna mega sín, til dæmis: Kristna biskupinn Desmond Tutu, sem nú síðast var kallaður til Nairobi til að reyna að miðla málum í hinu erfiða stjórnmálaástandi sem komið er upp þar. Hinn kristni Albert Schweitzer, sem fórnaði blómlegum ferli sem fræðimaður og tónlistarmaður til að starfa meðal snauðra í Afríku. Og fleiri mætti tína til, af nógu er að taka.

Vaflaust mætti að sama skapi tína til trúlausa húmanista, það er þá bara gott. En ég vildi sýna þér fram á með framangreindri upptalningu að þeir menn eru ekki einu menn í heiminum sem hafa húmanisma í heiðri. Samtökin "International Humanist and Ethical Union", sem hafna trú sem hindurvitnum, eftir því sem Svanur segir, eru, þó þau kalli sig þessu nafni, langt í frá einu samtökin í heiminum sem geta kallast húmanistisisk. Að halda slíku fram er mikil einfeldni.

Hérna skal bent á nokka fleiri þekkta kristna húmanista:

Florence Nightingale sem starfaði samkvæmt því sem hún áleit vera kristna köllun sína (Christian divine calling), og er frægust fyrir að berjast fyrir því að særðir hermenn í Krímstríðinu fengju hjúkrun á vígvellinum. Það verður að kallast verkefni í anda húmanisma, ef eitthvað getur kallast slíkt.

Kalvínistinn Jean Henri Dunant, sem átti upprunalegu hugmyndina að alþjóðlegu líknarsamtökunum (international humanitarian movement ) Rauða Krossinum og Rauða hálfmánanum (sem starfar í íslömskum löndum.

Kaþólikkinn Peter Benenson stofnaði Amnesty International.

- - - 

Þetta stendur í Wikipediu um húmanisma og trúarbrögð (þessi gein hefur ekki verið véfengd þar, að minnsta kosti ekki ennþá):

"Humanism clearly rejects deference to supernatural beliefs in resolving human affairs but not necessarily the beliefs themselves; indeed some strains of Humanism are compatible with some religions. It is generally compatible with atheism and agnosticism but doesn't require either of these."

Þetta segir á sama stað um sögu húmanismans:

"Contemporary humanism can be traced back through the Renaissance back to the Islamic Golden Age to its ancient Greek roots. Humanism can also be traced back to the time of Gautama Buddha563-483 BCE) and Confucius (551479 BCE) and the Warring States Period, though the term "humanism" is more widely associated with Western philosophers."

Nokkrir húmanistar frá endurreisnartímanaum (renaissance):

"Noteworthy humanists scholars from this period include the Dutch theologist Erasmus, the English author (and Roman Catholic saint) Thomas More, the French writer Francois Rabelais, the Italian poet Francesco Petrarch and the Italian scholar Giovanni Pico della Mirandola."

Nútíma hugmyndir um húmanisma:

"There are many people who consider themselves humanists, and much variety in the exact type of humanism to which they subscribe. There is some disagreement over terminology and definitions, with some people using narrower or broader interpretations. Not all people who call themselves humanists hold beliefs that are genuinely humanistic, and not all people who do hold humanistic beliefs apply the label of humanism to themselves.

All of this aside, Humanism can be divided into secular and religious types, although some Humanists, including the International Humanist and Ethical Union, reject the addition of any adjective at all to "Humanist," and instead intended the word to have universal application."

"In 1941 the American Humanist Association was organized. Noted members of The AHA included Isaac Asimov, who was the president before his death, and writer Kurt Vonnegut, who followed as honorary president until his death in 2007. Robert Buckman was the head of the association in Canada, and is now an honorary president."

"Sekúlar" húmanismi:

"Some Humanists prefer the term Humanist (capital H, and no adjective), as unanimously endorsed by General Assembly of the International Humanist and Ethical Union following universal endorsement of the Amsterdam Declaration 2002.

The secular humanist movement, by that name, hardly existed prior to 1980. In 1979, Paul Kurtz lost his position as editor of The Humanist. Departing the American Humanist Association, he then launched his own publication, Free Inquiry, and founded the Council for Secular Humanism independently of the American Humanist Association yet pursuing essentially similar goals."

*Allar leturbreytingar eru mínar, nema í tilvitnuninni í grein Svans.

Wikipedia: Húmanismi

- - -

vonnegut3Rithöfundurinn Kurt Vonnegut var heiðursforseti American Humanist Association (AHA) til dauðadags. Hann hafði þetta að segja um Guð, og tónlist:

"If I should ever die, God forbid, let this be my epitaph:
THE ONLY PROOF HE NEEDED
FOR THE EXISTENCE OF GOD
WAS MUSIC

  • As quoted in "Vonnegut's Blues For America" Sunday Herald (7 January 2006)"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Takk, Valgeir minn.

Hafðu það gott og gangi þér vel.  

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.1.2008 kl. 06:39

2 identicon

Á ég að vera vondur; fyrir mig getur trú aldrei samsvarað sig með húmanisma; trú byggir ekki á húmanískum viðhorfum hún byggir á guðlegum viðhorfum og engu öðru, semi-húmanísk viðhorf hjá flestum trúarbrögðum eru bara byproduct vegna ásóknar meðlima trúarhóps í farmiða til himnaríkis.

P.S Ég er ekki að segja að þú sért þannig innvinkluð ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 15:02

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég er sammála Grétu, það er svo margt falelgt við trúarbrögð það er bara maðurinn sem er misjafn óháð hvaða trúarhóp hann fylgir og þar með talið trúleysingum.  Vísindi hafa t.d. ekki bara fært heimnum góða hluti, því það er til fólk alls staðar sem misnýtir sér alla góða hluti til ills.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 4.1.2008 kl. 15:18

4 Smámynd: Linda

Ég er ekki sammála þér í öllu sem þú skrifar hér, en, ég er alveg sammála því að trú og húmanismi á vel saman, og hefur alltaf gert. 

Linda, 4.1.2008 kl. 16:15

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég álít að það velti ekki á því hvort maður er trúaður eða ekki hvort hann geti verið húmanisti eða ekki.

Að vera húmanisti er einfaldlega að hafa viss gildi í heiðri þegar kemur að mannréttindum, sama hvort maður er einhverrar trúar eða engrar; engrar sérstakrar trúar eða alls engrar.

Margar trúarhugmyndir samrýmast vel húmanískri hugsun, þó hún sé ekki grundvölluð á trú. Þannig geta trú og húmanismi átt góða samleið, eins og dæmin sem ég taldi upp sýna.

Greta Björg Úlfsdóttir, 4.1.2008 kl. 17:02

6 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Þetta er afskaplega þarfur og góður pistill. Þakka fyrir hann.

Langar að bæta einu við: Trúleysingjar reyna líka að slá eign sinni á vantrúna. Þeir hafa engan einkarétt á henni. Jesús skammaði meira að segja lærisveina sína fyrir vantrú.

Ég vil endilega fá að glíma við mína eigin og persónulegu vantrú.

Svavar Alfreð Jónsson, 4.1.2008 kl. 20:37

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Frábær færsla Gréta mín...TAKK

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.1.2008 kl. 20:39

8 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"Trúleysingjar reyna líka að slá eign sinni á vantrúna. Þeir hafa engan einkarétt á henni. Jesús skammaði meira að segja lærisveina sína fyrir vantrú."
Uh, af hverju var hann að skamma þá 
Ég vil endilega fá að glíma við mína eigin og persónulegu vantrú.

Séra Svavar starfar við að boða kristna trú.  Ef hann glímir við vantrú (í þeirri merkingu að hann efist um trú sína) er hann hræsnari þegar hann boðar hana, m.a. litlum börnum í sunnudagaskóla.

En hver veit, kannsi er séra Svavar hér enn og aftur að afvegaleið umræðuna með því að gera einföld hugtök flókin eða marklaus.  Það er taktík margra presta.

Matthías Ásgeirsson, 4.1.2008 kl. 20:42

9 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Líklega hefur Jesús skammað lærisveinana fyrir vantrú vegna þess að þeir hafa haft hana - uh?

Og ef sjálfir lærsiveinar Jesú hafa glímt við vantrú getur hún varla verið einkaeign yfirlýstra trúleysingja - uh?

Er ekki öllum hollt að efast um trú sína og jafnvel trúleysi - uh?

Svavar Alfreð Jónsson, 4.1.2008 kl. 20:48

10 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl Gréta Jóna

Ekki vissi ég að þú værir búin að gera grein úr svari þínu á blogginum mínu.  Allt er hérna nema nokkrar vel valdar viðbætur eins og sneiðin "Ósköp fylgist hann Svanur nú illa með nútímanum" vantar í athugasemdina á blogginu mínu. 

Svo birtir þú ekki svar mitt hér að ofan en aðeins þína túlkun á því, kallar það "samsuðu" og gerir lítið úr þekkingu minni á nútímanum.   Þetta finnst mér ekki vera ábyrgur málflutningur. 

Þú bloggaðir um að Jón Valur hefði bannað þig á blogginu sínu.  Ég verð að segja að ég finn til samkenndar við Jón Val ef þú hefur beitt hann einhverju svipuðu, en hins vegar er nú almennt best að loka ekki á fólk þó að einhverjar móðganir eigi sér stað (viljandi eða óviljandi).  Þá skýtur einnig skökku við ef einhver bannar annan en vill svo taka þátt sjálfur í umræðum hjá þeim sem hann/hún bannaði.

Ég skal fúslega viðurkenna að ég hef ekki kynnt mér bækur um guðfræði aðrar en Biblíuna, Kóraninn og ýmsar bækur sem taka saman upplýsingar um trúarbrögð heimsins.  Í Indlandsferð minni í desember lærði ég marg um Hinduisma og Jainisma ásamt ýmsu um hegðan íslömsku "mughalanna" sem réðu Indlandi í nokkrar aldir.  Öll þau guðfræði sem ég hef lært í skóla, lesið á vef Þjóðkirkjunnar tru.is, heyrt frá í ræðum þjóðkirkjupresta, Gunnars í Krossinum, predikara í USA og á Omega, hefur ekki vakið það mikinn áhuga hjá mér að ég telji tíma mínum vel varið í að lesa sérstaka bók um efnið.  Ég hef lesið að mestu bókina "When Religion Becomes Evil" (2002) eftir guðfræðinginn Charles Kimball, en sú bók er á leslista eins kúrs í Guðfræðideild HÍ, merkilegt nokk. 

Ég hef svarað þessu með einkaréttaráhyggjur þínar á blogginu mínu og ætla ekki að endurtaka það með sömu orðum hér.  Hins vegar ætla ég að bæta aðeins við nokkrum athugasemdum.

Við getum lengi deilt um keisarans skegg hér, en viðfangsefnið snýst um skilgreiningu nútímans á hugtökunum húmanismi, húmanistískt og humanisti.  Ég hef engan einkarétt á orðnotkun en reyni að nota þau skynsamlega.  Þú þarft ekki að vera sammála mínum skilgreiningum en ég bið þig um að spara lýsingarorð um heimsku þar til þú hefur skilið betur afstöðu mína og húmanista sem eru á sama máli.  Tökum tilvitnun þína sem dæmi.

"Humanism clearly rejects deference to supernatural beliefs in resolving human affairs but not necessarily the beliefs themselves; indeed some strains of Humanism are compatible with some religions. It is generally compatible with atheism and agnosticism but doesn't require either of these." (þínar leturáherslur)

Hvað er átt við "the beliefs themselves"?  Augljóslega ekki trú á yfirnáttúru því fyrri hluti setningarinnar hafnar henni.  Þetta er frekar óljóst og býður upp á misskilning. Hér er trúlega átt við moral believes, þ.e. að húmanisminn geti farið saman með ýmsum siðferðisgildum trúarbragða (t.d. "ekki stela, ekki myrða o.s.frv.).

Skoðum tilvitnina með öðrum leturáherslum:

"Humanism clearly rejects deference to supernatural beliefs in resolving human affairs but not necessarily the beliefs themselves; indeed some strains of Humanism are compatible with some religions. It is generally compatible with atheism and agnosticism but doesn't require either of these."

Hér er verið að benda á að "some strains" þ.e. sumir þættir húmanismans sé samrýmanlegur sumum trúarbrögðum.  Þetta er ekki útskýrt frekar í málsgreininni og er því útsett fyrir alls kyns vangaveltur og túlkanir.  Í því sem ég hef lesið og heyrt frá fræðimönnum um húmanisma, þá er hér væntanlega átt við guðlaus trúarbrögð eins og búddisma og jainisma. 

Síðasta setningin: "It is generally compatible with atheism and agnosticism but doesn't require either of these."  Þetta þýðist svona: "[húmanisminn] er almennt samrýmanlegur við guðleysi og agnostikisma, en setur hvorugt sem skilyrði".  Væntanlega er sá höfundur sem skrifar þetta í Wikipediuna að vísa til þess að húmanísk hugmyndafræði hafi víða skírskotun og að margir telji að trúarhugmyndir í bland við húmanískar sé ekki útlokun á því að kalla blönduna húmanisma og þá sem því fylgja, væntanlega húmanista. 

Þetta hljómar rökrétt ef við t.d. tökum sem dæmi hugtakið vísindamaður.  Margir vísindamenn sögunnar hafa iðkað eitthvað sem síðar kom í ljós (eða var jafnvel vitað þá) að voru alls engin vísindi.  Þannig var Newton t.d. á kafi í t.d. gullgerð og daðraði við dulhyggju en verður samt að teljast vísindamaður, jafnvel með stórum staf!  Hins vegar verður skilgreiningin á vísindum aldrei tengd gullgerð eða dulhyggju.  Það má því segja að hann var vísindamaður í sumu en ekki öðru. 

Málssvarar endurreisnarinnar og svo upplýsingarinnar voru kallaðir húmanistar þó að þeir væru margir trúaðir einnig.  Ákaflega fáir opinberuðu trúleysi sitt á þessum tímum því við því lá útskúfun eða hreinlega aftaka á bálkesti.  Þessi húmanistar voru börn síns tíma og í dag hefur hugmyndafræði húmanismans þróast verulega.  Menn eins og John Stuart Mill, David Hume og Bertrand Russell lögðu þar mikið til.  Í dag eru þeir sem kalla sig húmanista lang flestir guðlausir og það er mikilvægur hluti hans rétt eins og að trúa ekki á önnur hindurvitni.  (ég veit að þú skilur ekki samlíkinguna Gréta Jóna).  Til áréttingar og frekar aðgreiningar má nota lýsingarorðin "veraldlegir" eða "siðferðislegir" húmanistar, en það ætti ekki að þurfa.

Ég kýs því að nota hugtökin húmanismi og húmanisti í þessari þrengri og sannari merkingu sinni.  Þetta er húmanismi nútímans og það er mikilvægast að haga orðanotkun sinni í samræmi við núlíðandi stundu, ekki 200-400 ár aftur í tímann.  Hins vegar fellst ég á að nota lýsingarorðið húmanískt (humanistic) yfir hverja þá hugmynd sem samræmist húmanisma og getur verið hluti af hugmyndakerfi trúarbragða eða lífsskoðunum trúaðra. 

Þetta telst eflaust frekja og "að eigna sér einkarétt" á hugtaki samkvæmt þínum kokkabókum Gréta Jóna, en á meðan ég sé ekki aðra og betri skilgreiningu eða notkun á orðunum húmanismi og húmanisti, þá verður þú að una við frelsi mitt til að haga þannig orðum mínum.  Ég vil bara að það sé ljóst við hvað ég á og ekki sé snúið út úr því.   Bestu kveðjur - Svanur

Svanur Sigurbjörnsson, 5.1.2008 kl. 15:09

11 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Afsakaðu Gréta Björg að ég kallaði þig Gréta "Jóna" í svari mínu hér að ofan.  Eitthvað skammhlaup í heilanum þarna. 

Svanur Sigurbjörnsson, 5.1.2008 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.