Leita í fréttum mbl.is

Pabbi minn - góðu stundirnar

pabbi á laugarvatni-1Úlfur Ragnarsson, faðir minn,  f. 29. september, 1923, lést 10. janúar, 2008 í Landsspítalanum í Fossvogi.

Ég vil minnast föður míns með þessum orðum Kurts Vonnegut, sem hefðu einnig svo vel getað verið hans:

"Ég hvet ykkur til þess að taka eftir því þegar þið eruð hamingjusöm, og segja upphátt eða muldra eða hugsa á einhverjum tímapunkti, "Ef þetta er ekki gott, þá veit ég ekki hvað er gott."

Með pabba urðu góðu stundirnar margar. 

Þessa mynd af pabba tók ég á einni slíkri fyrir 12 árum, í sumarbústað þeirra mömmu austur á á Laugarvatni. 

Sumir reyna að rekja

pabbi les-1raunir og mæðuspor.

Grasið í minni götu

grænkaði aftur í vor.

 

Grasið er nú mín gleði

og gæfan er fólgin í því

að vita það aftur að vori

vaxa og grænka á ný.

 

- Úlfur Ragnarsson 

Þetta var mjög algeng sjón - faðir minn var fróðleiksfús í besta lagi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Ég votta þér samúð mína, Greta mín.

Svavar Alfreð Jónsson, 11.1.2008 kl. 08:22

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hjartans þakkir, Svavar.

Greta Björg Úlfsdóttir, 11.1.2008 kl. 08:25

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég votta þér innelga samúð mína Greta mín. Mikill og djúpur sannleikur er fólgin í þessu litla kvæði.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.1.2008 kl. 08:26

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elsku Greta Björg, mikið skelfing samhryggist ég þér innilega.  Ég átti því láni að fagna að kynnast pabba þínum sem sjúklingur, fyrst við Hólatorgið og svo í Neðstaberginu.  Hann breyttti ógurlega miklu fyrir mig og kenndi mér margt.  Hann á stóran part í hjarta mínu og eins og þú sjálfsagt veist, þá skipti hann alla máli, sem voru svo lánsamir að fá að kynnast honum.

Ég sendi fjölskyldu þinni allri dýpstu samúðarkveðjur

Jenný Anna

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.1.2008 kl. 08:26

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Innilegar þakkir,  Jón Steinar og Jenný, fyrir ykkar hlýju orð.

Greta Björg Úlfsdóttir, 11.1.2008 kl. 08:34

6 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Samhryggist þér innilega.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.1.2008 kl. 08:53

7 Smámynd: Vendetta

Innilegar samúðarkveðjur, Greta. Ég vona að pabbi þinn hafi verið sáttur, þegar hann fór.

Vendetta, 11.1.2008 kl. 11:16

8 Smámynd: Thelma Ásdísardóttir

Ég sendi þér mínar innilegustu samúðarkveðjur, kæra bloggvinkona. Gangi þér vel.

Thelma Ásdísardóttir, 11.1.2008 kl. 12:04

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Innilegar þakkir.

Já, pabbi var sáttur að fara.

Valgeir, erfiði tíminn hjá okkur var fyrir 10 árum síðan þegar pabbi, fullfrískur, lenti í miklu slysi. Hann fékk mikið höfuðhögg og blæðingu inn á heilann, sem hann náði sér aldrei fullkomlega eftir og breytti honum á margan hátt, þó hann væri áfram sami ljúfi og hæverski maðurinn.

Núna var hann orðinn mjög veikur og þreyttur, svo það var gott að hann fékk hvíldina. Við, fjölskyldan hans, hefðum ekki verið sátt við að hann færi fyrir 10 árum síðan, en við fengum að hafa hann hjá okkur þessi ár í viðbót og erum mjög sátt við að hann hafi nú flust til nýrra heimkynna.

Greta Björg Úlfsdóttir, 11.1.2008 kl. 12:05

10 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Elsku Greta mín og Ásta mínar innilegust samúðarkveðjur til ykkar. Hans verður mikið saknað víða en þó mest hjá ykkur fjölskyldunni auðvitað. Hann pabbi þinn hafði mikil áhrif á marga á lífsleiðinni, einstakur maður. Ég hitti hann ekki oft en á honum samt mikið að þakka.

Hjartans kveðjur og knús til ykkar

Ragnhildur Jónsdóttir, 11.1.2008 kl. 16:22

11 Smámynd: Ragnheiður

Innilegar samúðarkveðjur til þín Greta mín. Það er alltaf erfitt að missa ástvini sína. Skarðið verður svo stórt eftir.

Ragnheiður , 11.1.2008 kl. 16:30

12 identicon

Sæl frænka.

Sendi þér og þínum samúðarkveðjur.  Pabbi sagði mér frá þessu í gær og við rifjuðum upp nokkur minningarbrot.  Það var gott að hitta hann á ættarmótinu á Hofsósi í sumar.

Bestu kveðjur til móður þinnar.

Kristín Pétursdóttir, Egilsstöðum.

Kristín Pétursdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 17:08

13 Smámynd: Steingrímur Helgason

Samúðarkveðjur til þín & þinna.

Steingrímur Helgason, 11.1.2008 kl. 17:12

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Gréta mín ég samhryggist þér og þínum innilega,
það er alltaf sárt að missa sína.

                             Góður Guð veri með ykkur öllum.
                                        Þín Milla. 

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.1.2008 kl. 17:57

15 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Kæra Gréta, ég samhryggist innilega.  Þú ert lík pabba þínum

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.1.2008 kl. 18:12

16 identicon

Samúðarkveðjur til þín.Ég fór í nálarstungur til hans fyrir mörgum árum síðan.Maður sem hafði góða nærveru.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 19:59

17 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég votta þér samúð mína. Guð styrki þig, aðra afkomendur og ástvini Úlfs.

Theódór Norðkvist, 11.1.2008 kl. 21:00

18 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Elskulegu bloggvinir mínir, kæra Kristín frænka og Theodór.

Ég þakka ykkur innilega fyrir góðar kveðjur og hlý orð um föður minn.

Blessuð sé minning hans. Guð geymi ykkur.

Greta Björg Úlfsdóttir, 11.1.2008 kl. 22:15

19 identicon

Ég samhryggist þér Greta mín!
Maður veit aldrei hvað maður á að segja á svona stundum en hafðu það sem best!

DoctorE (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 22:36

20 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þakka þér, Doksi minn, og sömuleiðis.

Vitanlega er tómarúm nú þegar pabbi er horfinn, en samt var gott að hann þurfti ekki að vera lengur mikið veikur. Þetta er víst leiðin okkar allra, fyrr eða síðar. Pabbi var líka búinn að eiga mjög gott líf og leggja mikið af mörkum til mannlífsins. Það er huggun harmi gegn. Ég er þakklát fyrir að hafa átt svona góðan föður.

Greta Björg Úlfsdóttir, 11.1.2008 kl. 22:52

21 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Ég samhryggist þér innilega. Þú varst heppin að eiga svona góðan föður, hann hefur verið heppinn á móti með dótturina.

Brynjólfur Þorvarðsson, 11.1.2008 kl. 23:27

22 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Takk Binni, þetta var fallega sagt.

Greta Björg Úlfsdóttir, 11.1.2008 kl. 23:30

23 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Samhryggist þér Greta

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 12.1.2008 kl. 00:03

24 identicon

Innilegar samúðarkveðjur, Greta mín.

                                     Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 01:25

25 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Sendi þér samúðarkveðjur

Einar Bragi Bragason., 12.1.2008 kl. 03:07

26 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Búinn að breyta um mynd bara út af þér............var það ekki málið

Einar Bragi Bragason., 12.1.2008 kl. 03:28

27 Smámynd: Ár & síð

Við Heidi sendum þér okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Matti 

Ár & síð, 12.1.2008 kl. 09:17

28 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég þakka ykkur fyrir kveðjurnar, vinir mínir.

Einar Bragi, það var rétt til getið, og nú ert þú kominn á "þinn stað"! 

Þetta er bara smá sérviska sem ég leyfi mér, en eins og menn sjá ef þeir skoða hvar Vendetta og DoctorE eru á listanum þá er röðunin ekki ófrávíkjanleg.

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.1.2008 kl. 09:31

29 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Smákvitt hafðu það sem best elsku Gréta mín.
                                Kær kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.1.2008 kl. 14:02

30 Smámynd: Halla Rut

Innilegar samúðarkveðjur, Greta. Að missa foreldri sitt er alltaf erfitt.

Halla Rut , 12.1.2008 kl. 14:45

31 Smámynd: Ingólfur

Samhryggist þér, Greta mín.

Ingólfur, 12.1.2008 kl. 16:11

32 Smámynd: Júdas

Ég votta þér innilega samúð mína Gréta, en pabbi þinn var af og til á heimili foreldra minna hér í denn.

Uppi á vegg hjá mér hangir mynd sem hann málaði og gaf mér í fermingargjöf með yndislegu ljóði sem ég held mikið uppá en það sendi ég gjarnan vinum mínum þegar þeim líður illa.

Hvort heldur vindurinn leikur í laufi, eða næðir um naktar greinarSyngi þér söngfugl hjartanssönginn um gleðina. Úlfur Ragnarsson

Júdas, 12.1.2008 kl. 18:01

33 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Kærar þakkir fyrir kveðjurnar, og sérstakar þakki til þín, Júdas, fyrir að segja mér frá fermingargjöfinni frá honum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 12.1.2008 kl. 22:37

34 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Fékkst pabbi þinn ekki við þýðingar? Mig minnir að ég hafi lesið Hobbit í þýðingu hans og Karls Ágústs árið 1981. Það var vel þýdd bók og þar voru nokkrar ljóðaþýðingar ef ég man rétt.

Ég man líka eftir honum úr sjónvarpsþætti þar sem framhaldslíf var til umræðu. Ef minnið brestur mig ekki þá sagði hann að hann væri fullviss um tilvist tilveru sem tæki við af þessari. Þessi orð hans hafa alltaf verið mér nokkuð umhugsunarefni því þau segja mér talsvert um eðli sannfæringar. Þ.e. menn geta verið sannfærðir á sínum eigin forsendum og það er þeim nægilegt.

Með samúðarkveðju

Ragnar Geir Brynjólfsson, 13.1.2008 kl. 09:18

35 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ragnar, þakka þér fyrir kveðjuna.

Maðurinn sem þýddi Hobbitann með Karli Ágústi var faðir hans og alnafni pabba. Svo undarlegt sem það er, vegna þess að Úlfur var miklu óalgengara nafn hér áður fyrr, heldur en núna, þegar það virðist vera í tísku að nefna börn þessu nafni, þá átti pabbi fleiri en einn alnafna. Pabbi fékkst ekki mikið við þýðingar, nema kannski einhverjar tímarits- eða blaðagreinar sem honum þóttu merkilegar. Hann þýddi bók úr dönsku um heilun, sem á íslensku heitir einfaldlega Heilun (á dönsku Politikens bog om healing). Eins skrifaði hann stundum greinar og pistla í Moggann og sendi honum ljóð eftir sig.

Karl Ágúst er sem sé ekki bróðir minn. Ég á fjórar systur, en hefði svo sem alveg viljað eiga svona skemmtilegan og hæfileikaríkan bróður líka!

Já, pabbi var, eins og þú nefnir, sannfærður um framhaldslíf, enda spíritisti, þó hann væri að vísu á móti því að menn gerðu úr honum einhvers konar trúarbrögð, eins og stundum vill brenna við. (Samkvæmt þessu ætti maður auðvitað að tala um þá sem eru látnir í nútíð þegar maður talar um sannfæringu fólks, en ég kýs þó að halda mig við málvenjuna!). Hann var trúaður, en á sinn eiginn hátt, á sínum eigin forsendum, ekki á forsendum kirkjulegs dogma.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.1.2008 kl. 11:31

36 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Sendi þér innilegar samúðarkveðjur kæra Gréta

Guðrún Jóhannesdóttir, 13.1.2008 kl. 14:06

37 Smámynd: Hugarfluga

Kæra Greta, ég votta þér innilega samúð vegna fráfalls föður þíns. Ég man svo vel eftir því hversu fallega mamma mín talaði um hann. Hann var heimilsilæknirinn hennar um tíma og hjálpaði henni mikið þegar henni leið illa. Einnig var móðir þín víst heimilisvinur ömmu minnar og ömmusystur, þannig að ég hef oft fengið að heyra hversu gott fólkið þitt er.

Sendi þér hlýjar hugsanir og bið Guð að vera með þér og þínum. 

Hugarfluga, 13.1.2008 kl. 17:54

38 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Sendi þér innilegar samúðarkveðjur, kæra Gréta. Ég hef áður sagt þér hvað ég hafði miklar mætur á skrifum föður þíns, hann hefur verið mikill maður. Nú getið þið fjölskyldan ornað ykkur við fallegar minningar og verið þakklát fyrir það sem þið áttuð. Allra bestu kveðjur til þín og þinna. 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.1.2008 kl. 18:27

39 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hjartans þakkir, Guðrún, Guðný Anna og Hugarfluga.

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.1.2008 kl. 21:43

40 Smámynd: Heiða  Þórðar

Mínar dýpstu samúðarkveðjur elskan.

Heiða Þórðar, 14.1.2008 kl. 00:13

41 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Votta samúð, Greta.  Ég hitti hann nú tvisvar eða svo.  Eitt sinn á Hellnum á Snæfellsnesi, þar sem hann var að stjórna draumaráðningahóp eða einhverju slíku.  Ég hafði gaman af því hvað hann var til í að tala um allt og opinn fyrir öllu.  Hitt skiptið var á fundi þar sem hann var að tala um spiritisma, geimverur eða eitthvað þess háttar.  Hvort það var hjá Erlu minni í Lífssýn.  Ég man það ekki.

Marinó G. Njálsson, 14.1.2008 kl. 00:15

42 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Greta. Ég votta þér og fjölskyldu þinni samúð mína. Megi almáttugur Guð gefa ykkur styrk.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.1.2008 kl. 01:13

43 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Mínar innilegustu samúðarkveðjur

Kjartan Pálmarsson, 14.1.2008 kl. 09:20

44 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Sæl aftur Gréta mín,það var gott að tala við þig á laugardag,þetta er falleg kveðja frá þér til pabba þíns.

Innilegar samúðarkveðjur.

Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 14.1.2008 kl. 11:06

45 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Kæri Valgeir, ekki hafa áhyggjur af mér. Auðvitað kemur yfir mig dapurleiki, en ég þetta er eitthvað sem allir sem komnir eru á minn aldur ganga í gegnum, að missa foreldra sína. Margir gamlir skólafélagar mínir eru búnir að missa annað eða báða foreldra sína. Ég vissi auðvitað að það kæmi að því að ég stæði einnig í þeim sporum, eins og aðrir. Þetta er eðlilegur gangur lífsins, fólk fæðist og deyr. Pabbi átti langt og farsælt líf að baki, en var orðinn veikur og lúinn; við afkomendur hans erum fegin að hann þurfti ekki þjást lengi, en var á fótum og naut lífsins fram undir það síðasta.

Ég náði að eiga yndislegt aðfangdagskvöld með báðum foreldrum mínum, það var í síðasta skiptið sem hann var á fótum, eftir það var hann við rúmið. Hann lagðist svo á spítala 27. desember, þar sem dró jafnt og þétt af honum þar til hann fékk hægt andlát 10 janúar, eftir 15 daga legu. Við aðstandendur hans vorum mjög fegin, eins og ég sagði hér fyrr, að hann þurfti ekki að liggja lengur, eftir að ljóst varð hversu veikur hann var orðinn og að hans ævi var að ljúka.

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.1.2008 kl. 17:56

46 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Innilegar þakkir til ykkar allra fyrir kveðjurnar.

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.1.2008 kl. 18:03

47 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gréta mín bara að láta þig vita að ég hugsa til þín.
                       Guð geymi þig og þína.
                                  Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.1.2008 kl. 10:18

48 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Ég samhryggist þér Gréta Björg.  Fallegt ljóð. 

Svanur Sigurbjörnsson, 16.1.2008 kl. 13:02

49 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég þakka ykkur fyrir hlýjar kveðjur.

Já, ljóðið er fallegt; ég vona að það sé rétt skrifað upp hjá mér, þar sem ég skrifaði það eftir minni. Sigfús Halldórsson, tónskáld og vinur pabba, samdi við það lag, sem Guðmundur Guðjónsson söng á plötu sem gefin var út með lögum eftir Fúsa. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.1.2008 kl. 16:28

50 Smámynd: Sylvía

Votta þér samúð mína.

Sylvía , 18.1.2008 kl. 02:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband