Leita í fréttum mbl.is

Bölmóður

BricksInSnowKunnið þið ráð við þeim algjöra andlega sljóleika sem dettur yfir mig á heiðríkum frostdögum eins og þessum?

Hér sit ég við tölvuna, les blogg og fer í heimskulegan tölvuleik til skiptis, þegar ég gæti verið að gera svo margt stórgáfulegt og andlega upplyftandi í staðinn. - Ekki að ég vilji með þeim orðum kast rýrð á skrif bloggvina minn, langt í frá, æ, þið vitið hvað ég meina.

Meira að segja góður kaffibolli nær ekki að rífa mig út úr þessum náhvíta andans sljóleika...æ og ó...hæ og hó...

Ekki var nú heldur leikritið um Ívanov, eftir Tjékov, sem ég sá í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi beint uppörvandi, þar gengur allt út á bölmóð, þó þetta eigi að heita gamansöm uppfærsla. Veit ekki hvort ég nenni á bíómynd með sama efni, kemur í ljós. Jahérna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ elskan mín, sendi þér knús og kram Vonandi er þessi blues gufaður upp núna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.2.2008 kl. 16:32

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þetta heitir sorgarferli Gréta, ef þú lest eigin skrif frá andláti föður þíns sérðu það.

Þetta er ferli sem við öll göngum í gegn um við missir ástvina.

Við rísum samt öll upp og lærum að lifa með þessu eins og þú veist, enda margt ógert.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 2.2.2008 kl. 17:18

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, það er rétt, Þorsteinn. Vissulega sakna ég hans pabba, og það er auðvitað ákveðið andlegt ferli sem maður fer í gegnum við að missa foreldri sitt, þó svo að fráfall pabba hafi ekki verið áfall í þeim skilningi, þar sem hann var orðinn lasburða og saddur lífdaga. Andlát hans veldur ekki mikilli ytri breytingu á mínu daglega lífi, það er hið innra sem að mitt eigið líf birtist mér og ég ber upp við mig ýmsar spurningar varðandi það. - Mesta breytingin er auðvitað fyrir mömmu, þar sem þau voru búin að vera saman í svo mörg ár. 

En svo hef ég heldur aldrei verið mikil "vetrarmanneskja", ekki síðan ég var krakki og lék mér í snjónum, á sleða og við að búa til snjóhús og snjókerlingar. Þá var maður ekki svona skrambi kulvís eins og í dag! En kannski er þetta bara tómur aumingjagangur, maður á að kaupa sér ullarnærföt, góðan kuldagalla og húfu og drífa sig út að ganga.........

Eitt er víst að ég myndi aldrei kaupa mér skíðaferð í útlöndum, eins og minn fyrrverandi og núverandi frúin hans. Frekar setti ég stefnuna suður á bóginn, í sól og hita, að hitta blómálfa...

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.2.2008 kl. 18:32

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, já og takk, Ásthildur mín, - æ, þetta var nú ekki mikill bús, svo sem, heldur meira einhver doði og leiði, varntar að rífa mig upp, - finnst einhvern veginn núorðið svo mikið fyrirtæki að fara út úr húsi þegar frost og snjór er úti, sem er auðvitað fyrirtekt, ekki satt.

Kannski fékk ég bara nóg af slíku árin sem ég bjó fyrir norðan og maður þurfti að drífa sig af stað, hvað sem tautaði og raulaði og hvernig sem veðrið var. Einu sinni kafaði ég snjóskaflana snemma morguns í niðamyrkri upp brekkuna upp á sjúkrahús, og var mætt uppeftir á sama tíma og björgunarsveitin, sem keyrði fram hjá húsinu hjá mér og gleymdi að pikka mig upp, eins og umtalað var kvöldið áður. En sem betur fer var þó veðrið gengið niður þennan morgun, annars hefði ég setið sem fastast heima og ekki mætt, fyrst ég var ekki sótt.

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.2.2008 kl. 18:50

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ha, ha, og í einu óveðrinu varð einn bílstjóri svo frægur að keyra á hvítmálaðan vegg sjúkrahússins, vegna þess að það sá ekki út úr augum - það var ekki ég.

Mikið svakalega sem getur snjóað fyrir norðan - og alveg örugglega líka fyrir vestan, á Ísafirði, til dæmis.

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.2.2008 kl. 18:54

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þó ég líkist föður mínum að mörgu leyti, þá líkist ég honum ekki í þessu, þar sem hann gekk langleiðina á milli Raufarhafnar og Þórshafnar einsamall á skíðum, kominn á sextugsaldur, litlu yngri en ég er núna. Í menntaskóla var hann vel liðtækur keppnismaður á skíðum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.2.2008 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir