Leita í fréttum mbl.is

Mosambique og IMF

Gáði í framhaldi af ÞESSUM umræðum í Kastljósinu að því hversu mikil þjóðarframleiðsla Mosambique er.

Árið 2007 var þjóðarframleiðsla Mosambique $396 á mann. Það gefur auga leið að þjóðarleiðtogar ríkisins þurfa ekki að ferðast mikið til þess að kostnaðurinn við þau ferðalög nái upp í 3% af þjóðarframleiðslunni. Ég hugsa að til dæmis að það hefði mun meira að segja um prósentuna hjá þeim ef þeir flygju fram og til baka til Kína tvisvar í trekk heldur en hjá okkur.

Til samanburðar var þjóðarframleiðsla Íslendinga á mann $64,547 árið 2007.

Það er augljóst út frá þessum tölum hversu arfavitlausar staðhæfingar Vilhjálms Egilssonar eru.

Auðvitað væri það langbest í stöðunni ef Norðmenn væri tilbúnir að lána verulega stóra upphæð. Ég veit hreint ekki hvort einhverjar þreifingar hafa verið í gangi í þeim efnum, um það hefur maður lítið heyrt, aðallega talað um IMF og Rússa, sem ég leyfi mér að álíta að séu enn með sama gamla Moskvuveldið, þó svo kommúnisminn sé fyrir bí.

Þó svo ég hafi talað digurbarkalega um að semja við Rússa hér í fyrri færslum, þá verð ég að viðurkenna að ég fékk samt sem áður smáhroll við að hlusta á ÞESSA frétt um það sem fréttamaður Time og Eurasia Group nefna að vaki fyrir þeim með láninu. Það þarf náttúrlega ekki mikla spekinga til að sjá þetta út, það er bara einhvern veginn áhrifaríkara að heyra þetta lesið með tilheyrandi myndskeiðum frá Moskvu. 

Það er auðvitað gefið mál að öðrum Nató-ríkjum, og kannski fleirum, líst ekkert á blikuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.