Leita í fréttum mbl.is

Léttir

bilde_699764.jpgÓsköp var gaman að sjá hvað það var mikið léttara yfir ráðherrunum á blaðamannafundinum í dag.

Nú fer allt að komast í gang aftur hjá okkur bráðlega, þó róðurinn verði þungur.

Nú er okkar að biðja til Guðs að samningsaðilum fipist hvergi í þeim línudansi sem er í gangi í viðræðum við erlenda aðila og að útkoman verði ásættanleg fyrir þjóðina.

Mitt álit er að það beri og verði að hafa sjálfsforræði landsins að leiðarljósi í þeim viðræðum.

Stal þessari mynd af vefsíðu DV


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

já það er víst eitt af því fáa sem öruggt er í dag, að róðurinn verður þungur. En það er um að gera að reyna að taka þetta á jákvæðninni.

Jóna Á. Gísladóttir, 15.10.2008 kl. 20:25

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Greta mín ég treysti ekki þessu fólki til að sjá um okkar mál.  Þau hafa sýnt að þau eru ekki traustsins verð, því miður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.10.2008 kl. 23:39

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

En erum við ekki tilneydd að vona það besta um útkomuna úr þessum samningaviðræðum í þeirri stöðu sem komin er á daginn?

Því það liggur á að við fáum þessi lán, svo atvinnulífið geti farið að ganga eðlilega fyrir sig aftur. Við höfum ekkert val.

Ekki nema við treystum okkur til að vera sjáflbær um alla hluti. Það er nú ansi langur vegur frá því að við getum verið það.

Að minnsta kosti verðum við það ekki á einni viku.

Ég held að það saki ekki að senda erindrekum okkar góðar hugsanir og bænir og vona að þær hafi einhver áhrif.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.10.2008 kl. 00:49

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Tek fram að það þýðir ekki að ég muni kjósa Sjálfstæðisflokkinn í þeim kosningum sem fara verða fram fljótlega, eftir að búið er að bjara efnahagslífinu fyrir horn.

Heldur ekki Samfylkinguna að svo stöddu.

Reyndar kaus ég ekki í síðustu kosningum, vegna þess að mér fannst allir "kostir" jafnvondir.

Ég er enn að bíða eftir að nýtt pólitískt afl ungs, vel menntaðs fólks með ferskar hugmyndir komi fram.

Sennilega hefur það haft of mikið að gera við að sinna greiningum í bönkunum og fleiru þess háttar dútli til að mega vera að slíku.

Vinna fyrir okurvöxtunum og kreditkortinu.

Og náttlega að hafa það kósý um helgar og skreppa út á lífið.

Það er of seint að finna samstöðu til að bjóða fram fyrir næstu kosningar.

Við fáum bara gamla valið.

Segi ekki meir.

En það kraumar í fólki.

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.10.2008 kl. 13:36

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er að segja verði kosið strax, það er að segja fljótlega.

Það er ljóst að enn um sinn mun unga fólkið með góðu hugmyndirnar og fersku sýnina þurfa að vinna fyrir skuldum og okurlánum. Það gerir þá ekkert af sér á meðan.

En kannski hefur áfallið orðið til þess að opna augu einhverra fyrir því að eitthvað verður að aðhafast, annað en að hrópa (skrifa) "bylting" og "hausana af" undir dulnefni á bloggsíðum, eða mæta dagpart niður í bæ og hrópa eitthvað viðlíka, áður en þeir láta aftur fallast í sjónvarpssófann.

Greta Björg Úlfsdóttir, 17.10.2008 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.