Leita í fréttum mbl.is

"Cheer up!"

aliber.jpgÞað var ekki gott að sjá hve forsætisráðherra okkar, sem vanalega virðist taka hlutum af miklu jafnaðargeði, virtist beygður í viðtali í byrjun fréttatíma RÚV í kvöld. Þó í sjálfu sér megi segja að svo liggur hver sem hann hefur um sig búið. Reyndar hefur brosið fræga dottið meir og meir af honum eins og okkur öllum hinum í seinni tíð, skyldi engan furða.

Utanríkisráðherrann virkar hressari, svei mér þá, þrátt fyrir nýleg veikindi. Enda ekki við eins ramman reip að draga í Samfylkingu og í Sjálfstæðisflokki, jafnframt því sem allt útlit er fyrir að eitt helsta stefnumál flokksins muni ganga í gegn rétt sisvona og næstum af sjálfu sér, ef marka má orð ráðherrans. Þó hinn skapheiti iðnaðarráðherra geti verið til smá trafala á stundum er það ekkert við hlið þess mikla innanhússvanda sem hinn stjórnarflokkurinn glímir við, auk þess sem hann virðist nú knúinn til gagngerrar stefnubreytingar í Evrópumálum.

Lærdómsríkt og á sama tíma hressandi að hlusta á viðtal við Robert Aliber prófessor emeritus við viðskiptaháskólann í Chicago. Eins og kunnugt er flutti hann fyrirlestur við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands í maí s.l.

Hann talaði eiginlega um Ísland eins vel gerða en óþæga barnið í hópi þjóðanna sem þó mætti binda góðar vonir við bæti það ráð sitt.

Og endaði viðtalið á þessum orðum: "So, cheer up!"

Ekki veitir af. Ég held að þarna fari raunverulegur Íslandsvinur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mér leist vel á þennan kall, þ.e. Aliber, - þar fer karll í krapinu. Ég er ekki jafnhrifin af hinum. Ekki lengur. Eiginlega dálítið langt í frá.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.11.2008 kl. 23:18

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Og jamm og já...

Takk fyrir innlitið Guðný Anna

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.11.2008 kl. 23:33

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Úff, nei, það var ekki gott...ekki gott fyrir þjóðina að sjá að maðurinn var bara beygður vegna sjálfs sín og flokksins sem hann stjórnar, vegna þess að hann fékk ekki SITT fram átakalaust. Þetta kom nefnilega berlega í ljós á blaðamannafundi eftir flokksfund daginn eftir. Þar sem varaformaðurinn flokksins opinberaði kaldranalega afstöðu sína til þjóðar sinnar með því að segja að það væru spennandi og skemmtilegir tímar framundan hjá Sjálfstæðisflokknum!

Greta Björg Úlfsdóttir, 16.11.2008 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.