Leita í fréttum mbl.is

Það má Davíð eiga...

davi_oddsson_og_ketill_larsen.jpg...að hann kann að hagræða sannleikanum.

Nú hélt hann ræðu þar sem hann snéri öllu á haus, hvítþvoði sjálfan sig, sínar gjörðir og sinn banka og kom allri sök á fjármálaeftirlitið og viðskiptabankana.

Í framhaldi af því að hlusta á ræðu Davíðs á Rúv vöknuðu hjá mér eftirfarandi spurningar:

Hver fékk í gegn og samþykkt ný lög um Seðlabanka árið 1998? - Mér kunnugt um hver var forsætisráðherra þá, þó ég muni ekki tildrög þessa. Eitt er víst að Davíð rakti þau ekki í ræðu sinni!

Hver seldi bankana?

Hver tók U-beygju varðandi ákvörðun um hverjir fengu að kaupa Landsbankann, þó þeir væru ekki með besta tilboð?

Af hverju sagði Steingrímur Ari Arason af sér í einkavæðingarnefnd eftir söluna á Landsbankanaum?

Aukaspurningar:

Hver lagði niður Þjóðhagsstofnun?

Er Davíð hvítþvegið lamb eftir þessa ræðu?

Er Davíð Oddsson tvískiptur - tveir aðskildir persónuleikar, tveir menn?

Af hverju segir Davíð Oddsson ekki af sér? Er það vegna þess að núna er hann þessi en ekki hinn?

Er það vegna þess að hann álítur póltíska ábyrgð óskylda embættislegri ábyrgð? Er það vegna þessa sem hann telur ásættanlegt að sami maður gegni svo óskyldum störfum hvoru í framhaldi af öðru?

Skiptir fortíðin engu máli? 

- Sei sei.


mbl.is Fjölmiðlar í heljargreipum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætla nú ekki að gera Davíð að neinum engli en var hann einn við stjórnvölin? Og hvar voru hinir ræflarnir sem áttu að taka þátt með honum og afhverju gerðu þeir það þá ekki??? Ekki trúi ég því að við höfum haft hér einræðisherra.....

Það er gott að vera á hliðarlínunni og geta gagnrýnt.....

Vonum það besta kveðja Ragnheiður

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 10:39

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, Ragnheiður, það er gott að geta þó enn staðið á hliðarlínu og gagnrýnt, enda er það skylda almennings í lýðræðisríki að gera það.

Þeirri skyldu höfum við mörg brugðist, og vöknum því upp við vondan draum.

Annars spurði ég aðallega spurninga, kallast það gagnrýni?

Kveðja til þín.

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.11.2008 kl. 10:46

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður pistill og flottar spurningar, það væri gaman að sjá karlinn svara þeim.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2008 kl. 10:49

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Reyndar væri það mjög erfitt ef maður ætti að gera upp á milli í hvorri stöðunni hann stóð sig verr, þeirri pólitísku eða embættisstöðunni.

Þakka hólið, Ásthildur

Já, það væri "gaman". Ætli hann myndi ekki reyna að snúa sig út úr þeim á sinn venjulega hátt. Með hroka og merkingarlitlu orðaglamri.

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.11.2008 kl. 18:01

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Eins og Friðrik blaðamaður og ofubloggari bennti á , þá var þetta í raun uppsagnar-ræða davíðs.

Hver vill halda að hann hafi unnið sér eitthvað til saka þegar hann er að hætta á vinnustað vegna síendurtekna mistaka ?  Fyrst var ég efins um orð Friðriks en svo þegar ég fór að pæla meira í þessu sem Davíð segir er engu líkara en hann sé búinn að fá reisupassann. Það er ekki nóg með hann hafi ekki tiltrú fræðimanna (flestir virtustu hagfræingar íslands eru komnir gegn honum) þá er almenningur algjörlega komin með upp í kok á honum. 

Brynjar Jóhannsson, 18.11.2008 kl. 18:39

6 Smámynd: Rannveig H

Hann Davíð er ekki að byrja í bransanum og er með þumalskrúfur á mörgum,en þegar hann hættir sem verður vonandi fljótlega tekur hann líklegast marga með sér. Spillingin leiðir anga sína víða.

Rannveig H, 18.11.2008 kl. 22:32

7 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ræðan var harakiri í beinni útsendingu. Vonandi sitjum við ekki uppi með líkið. Þó uppstoppaðir ísbirnir séu ekki ólaglegir...

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.11.2008 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband