Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Piparkökur

JólahjörtuÁ þessum tíma í fyrra skreyttum við pabbi piparkökur, eins og við höfðum gert mörg undangengin jól. Nú er allt breytt, hann er farinn á annan stað, og heilsan mín hefur versnað til muna. Kannski fer ég samt upp eftir til mömmu og set glasúr á nokkur hjörtu fyrir þessi jól, það væri gaman. Joyful

Klikkaðir vitleysingar

cartoon_sharp.gif

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Maður á ekki önnur orð um svona rugl.

Sumir ættu að væla aðeins meira um kreppu og blankheit.


mbl.is Lífhrædd á íslenskri útsölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úlfur sonur minn...

...er óforbetranlegur grínisti...

Nú er hann kominn í jólaskapið! LoL

Fyrir:                              Eftir:

ulli_skeggi.jpg ulli_joli.jpg


Minnisleysi

gleymni.jpgEr Geir líka farið að förlast?

Vita þessir herrar yfirleitt hvort þeir eru að koma eða að fara?

Best væri að þeir myndu eftir að fara, þá yrðu margir glaðir. Smile


mbl.is Man ekki eftir símtali við Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullkorn Hannesar

Myndbandið er eftir Láru Hönnu Einarsdóttur.

Er Davíð að förlast?

Þetta sagði Davíð orðrétt í viðtalinu:

" - Ég er aðeins 60 ára og hef náð fullri heilsu aftur, svo ég hef hugsað mér að sitja í nokkur ár enn og draga mig síðan í hlé af jafn frjálsum vilja eins og ég gerði sem forsætisráðherra. Ef ég verð þvingaður í burtu, horfir málið öðruvísi við. Þá mun ég snúa aftur í stjórnmálin, segir hann og augnaráðið er hvasst.

Enginn þarf að vera í vafa um að Davíð er tilbúinn að berjast."

(þýðing G.Ú.)

fyens.dk. : Folkets syndebuk

Er hægt að misskilja þessi orð sem höfð eru beint eftir honum? Mér finnst hann segja mjög skilmerkilega frá fyrirætlunum sínum í þessum orðum.

Kannski man hann ekki lengur hvað hann sagði, þó hann muni hvað gerðist varðandi Icesave og Breta? Var hann kannski búinn að fá sér nokkra öllara?

Ætli ég láti svo ekki 3 færslur í röð um persónu Davíðs Oddssonar nægja í dag? LoL

Að endingu: Berið framkomu og umgjörð foringjans á þessu myndbandi úr Animal Farm saman við foringjans fallandi á myndbandinu með fréttinni í færslunni á undan þessari. Mjög fróðlegt. Þetta er þarna allt, höfuðið reigt og nefinu snúið upp í loft, varðhundarnir á sínum stað.


mbl.is Davíð: Of mikið gert úr ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dabbi kóngur

clown.jpgÞessi maður er ótrúlegur.

Því miður kaus hann að fara í pólitík, fremur en að leggja fyrir sig alvöru trúðmennsku.

Nú sýpur þjóðin seyðið af þeirri röngu ákvörðun - að mínu mati og margra annarra.


mbl.is Miserfitt að hætta í pólitík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heyrst hefur...

davi_oddsson_og_ketill_larsen.jpgTveir trúðar. Kannski fær Ketill aukahlutverk?

...að Davíð hyggist taka að sér öll hlutverk í Spaugstofunni, nú þegar niðurskurður blasir við hjá RÚV. Þátturinn breytist í eins-manns uppistand.

Þetta væri alveg upplagt. Maður með reynslu, sem hvorki þarf að hafa fyrir því að semja handrit eða brandara. Það væri nóg að fyrir hann að spinna frá eigin brjósti. Svo gæti hann endurunnið gamalt efni úr útvarp Matthildi til uppfyllingar.

Verst að það yrði að leggja alla aðra starfsemi RÚV niður, þegar allir peningarnir færu í að borga launin hans Davíðs, áhorfið myndi hrapa og hópur þeirra sem neitar að borga afnotagjöld stækka. Kannski er þetta, við nánari umhugsun, ekki góð hugmynd.

 Hvaða listanafn ætli framboðið hans Davíð fái, - kannski O?

Það hefur verið notað áður:

O flokkurinn svokallaði var grínframboð sem bauð fram í Alþingiskosningunum 1971 undir nafninu Framboðsflokkurinn. En það er vissulega satt að það var orðið verulegt áhyggjuefni hjá frambjóðendum flokksins að fylgið virtist ætla að verða of mikið. En þegar talið var upp úr kjörkössunum reyndist fylgið hafa verið um 2% og enginn komst á þing í það skiptið.


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Núna...

guardian_angel.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

...ætla ég að biðja bloggvini mína að senda mér góða strauma. Halo

Ég fékk að vita í gær að nýja lyfið sem ég fékk fyrir rúmum mánuði síðan virkar ekkert á krabbameinsvöxtinn sem tekist hefur að halda niðri með daglegri lyfjatöku s.l. 8 ár, en sem er kominn af stað aftur. Þetta hef ég reyndar fundið greinilega síðustu 2 vikur, að mér væri ekki að batna, heldur varð ég einungis óhemju slöpp, utan við mig og framtakslaus af því að taka það og leið helmingi verr en áður.

Þetta þýðir að ég þarf að fara í lyfjameðferð, sem hefst á fimmtudaginn í næstu viku og mun taka fjóra mánuði,  frá 11. desember og þangað til í byrjun apríl.Ég er í rauninni fegin að vera búin að fá að vita þetta, þá er það orðið raunverulegt verkefni að takast á við og ég fæ góða hjálp frá lækni og hjúkrunarfólki við að komast í gegnum þetta.

Ég fæ lyf í tvær vikur, og svo frí í eina. Ég mun ekki missa hárið. Ég fæ frí um jólin og svo ætla ég til Kanarí í janúar, þá þarf ég frí í eina viku til viðbótar. Ég verð vonandi bara hress á meðan á þessu stendur, það er víst misjafnt hvernig lyfin fara í fólk. Joyful Ef mér líður ekki verr en á síðasta lyfi þá er þetta í lagi.

Ég mun þurfa á öllum mínum kröftum og kjarki að halda þennan tíma. Það er von framundan, kannski stendur meinið í stað, kannski minnkar það og ef allt fer á besta veg mun það hverfa alveg.Smile

Ég fór í Heilsuhúsið áðan og keypti mér vítamín og fleira til að undirbúa mig undir það sem fyrir dyrum stendur. Svo er að halda í bjartsýni og góðar hugsanir, á því byggist batinn, jafnframt lyfjagjöfinni.

Þetta á ekki að verða veikindablogg héðan í frá, en ég taldi rétt að láta bloggvini mína sem lesa bloggið mitt reglulega vita af þessu. Heart


« Fyrri síða

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband