Leita í fréttum mbl.is

2009

Kæru bloggvinir, það er víst löngu kominn tími á nýja færslu. Af mér er það að frétta að ég átti frekar tíðaindalítil, en ánægjuleg jól, þar sem ég er búin að vera frekar lasin yfir hátíðirnar, ég held ég sé samt að byrja að skríða saman núna. Sem er ágætt, þar sem þriðja lyfjameðferðin verður eftir tæpa viku. Ég hef mest verið hér heima í rólegheitum að horfa á sjónvarp og láta mér líða vel.

Aðfangadagskvöld var ég heima hjá yngri syni mínum Úlfi og Tinnu sambýliskonu hans (jólasveinka og jólaálfinunum). Við áttum mjög gott og notalegt kvöld, borðuðum yndælis steikta önd og svo frúmas á eftir. Á gamlárskvöld vorum við mamma svo hjá systur minni og mági uppi í Breiðholti, þá var snædd íslensk lambasteik og frúmas á eftir, það var indælt líka.

Gaman að horfa á Skaupið, sem mér fannst takast vel í ár. Gott útsýni þarna uppfrá til að horfa á flugeldana, þó ég verði að segja að þeir eru hættir að hrífa mig, þar sem mér finnst allt þetta sprengjuverk kringum áramót komið út í algjörar öfgar, þó svo það hafi víst verið eitthvað minna í ár en í fyrra. Réttast væri að hafa einungis opinberar flugeldasýningar og brennur, almenningur gæti svo dundað sér með stjörnuljós og blys af minni gerðinni, það væri alveg nóg.

Í gær vorum við mamma svo í afmæli lítillar frænku minnar sem varð 5 ára, nýársbarn og fyrsta barnabarn systur minnar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt nýtt ár Greta mín og takk fyrir það gamla.

Það var ánægjulegt að þú hafðir svona þokkaleg jól. En það er ekki jafn skemmtilegt að heyra með meðferðina. Ég vona og bið þess að þú hressist elsku Greta mín. Þú munt komast í gegnum veikindin. Það er ég viss um. Þú ert svo sterk og hress. Gangi þér rosalega vel elsku Greta mín og reyndu að vera hress.

Með bestu kveðju.

Valgeir.

Valgeir Matthías Pálsson (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 18:34

2 identicon

Skaupið var bara ótrúlega gott - og "ferskt"!

Óska þér "góðrar ferðar" gegnum "kokteilinn". Megir þú komast gegnum þetta með glans.

Skorrdal (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 18:41

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Gleðilegt ár Gréta og gangi þér allt í haginn í baráttunni.

Emil Hannes Valgeirsson, 2.1.2009 kl. 18:47

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gleðilegt ár, Greta.  Vona að þú slakir á og hafir það sem allra best.
Ekki hafa áhyggjur af okkur hinum - við þrösum áfram - hver með sínu nefi...  

Kolbrún Hilmars, 2.1.2009 kl. 22:12

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gleðilegt ár og hafðu það eins gott og á verður kosið!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.1.2009 kl. 23:02

6 Smámynd: Heidi Strand

Gott að heyra í þér aftur.

Heidi Strand, 3.1.2009 kl. 06:55

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Gleðilegt ár Greta mín vonum að þetta verði þér gott ár og gleðilegt.

Hávaðinn í flugeldunum er orðinn svo svakalegur að ég held ég fari úr bænum næsta ár. Hún Dúfa mín var alveg skelfingu lostin og svo er endalaust verið að skjóta frá öðrum í jólum til þrettándans. Hún gelti og gelti og trúði mér engan veginn þegar ég reyndi að segja henni að þetta væri allt í lagi. Yeah right!   En við erum að jafna okkur núna. 

Hafðu það gott og gangi þér vel í lyfjameðferðinni. Ég sendi þér Ljós Greta mín

Ragnhildur Jónsdóttir, 3.1.2009 kl. 22:14

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gott að heyra að jólin og hátíðirnar hafa verð ánægjulegar og rólegar Gréta mín.  Innilega óska ég þér gleðilegs árs.  Kærleikskveðja

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.1.2009 kl. 14:26

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég er ykkur hjartans þakklát fyrir kveðjurnar ykkar, ég ætla að reyna að vera dugleg að lesa bloggin ykkar, það eflir bjartsýnina að lesa góð skrif hjá vel hugsandi fólki.

Ég hef verið frekar döpur núna eftir áramótin, sem er svo sem ekki alveg nýtt fyrir mér, aðeins hef ég núna fundið meira til einmanaleika og eftirsjár eftir ýmsu gerðu og ógerður, sögðu og ósögðu. En nú fer að birta til með hækkandi sól og við munum sjá nýjan heim rísa úr rústum þess gamla, þó róðurinn fram undan virðist þungur þá mun allt takast með Guðs hjálp. Nú ríkir þetta þrennt, trú, von og kærleikur, en þeirra er kærleikurinn mestur, sá kærleikur sem sem fyrirgefur allt og umbreytir myrkri í ljós.

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.1.2009 kl. 14:42

10 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Gréta mín.

Ég óska þér gleðilegs nýs árs og takk fyrir 2008,ár sem ekki var óskaár,vonandi verður 2009 betra fyrir alla.

Það er leitt að lesa að þú ert döpur og ert að fara í lyfjameðferð,það á eftir að birta í kringum þig og ég veit að þú kemst vel yfir þessa erfiðleika með jafnaðargeði eins og allt sem þú gerir.

Sendi ér hlýhugar kveðjur og faðmlag.  Kveðja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 5.1.2009 kl. 16:29

11 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Gleðilegt ár og gangi þér vel. Vona að nýtt ár færi þér bata á þínum meinum og er reyndar viss um það.

Haraldur Bjarnason, 6.1.2009 kl. 07:40

12 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Hafðu það gott og gangi þér vel í lyfjameðferðinni.

Sendi þér ljós

Anna Ragna Alexandersdóttir, 6.1.2009 kl. 23:54

13 Smámynd: Stefán Gíslason

Gleðilegt ár og gangi þér allt í haginn í því sem framundan er. Maður kemst langt á kærleiknum!

Stefán Gíslason, 7.1.2009 kl. 08:08

14 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þakka ykkur öllum fyrir góðar kveðjur og óskir.

Kærleikurinn er máttugasta aflið í heiminum, látum hann stjórna för okkar á nýja árinu, sem ég óska að verði okkur öllum gifturíkt. Við Íslendingar erum kjörkuð og seig þjóð, við munum yfirstíga alla erfiðleika og farnast vel á komandi árum, betur en verið hefur, þá á ég við að við munum finna okkur sjálf og komast að raun hvers við erum raunverulega megnug, nú þegar við hverfum frá því að lifa í þeirri sýndarveröld sem hér hafði skapast á unganförnum árum og horfumst í augu við heiminn af nýrri einurð, í sannleiksást og kærleika. Við munum koma miklu til leiðar fyrir mannkynið á komandi árum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.1.2009 kl. 19:26

15 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Gott að heyra með lyfjameðferðin skyldi ganga vel

Sendi þér ljósið vina og vona að allt gangi vel hjá þér vina mín.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 10.1.2009 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband