Leita í fréttum mbl.is

En svo er auðvitað ljótasta stelpan líka mætt á svæðið...

 

...til að fá dansa við hana þarf ekki að kunna að dansa,

þú gerir einfaldlega eins og hún segir.  Frown

Því miður fær enginn setið hjá á þessu balli, og nú styttist í dömufrí (ef einhver man enn hvað það orð þýðir).

Fjallkonan víðsfjarri. Sú al-sætasta. Ég held hún sé farin heim að sofa, enda langþreytt og svekkt. Mætir vonandi endurnærð einhvern tíma í ekki alltof fjarlægri framtíð. Smile


Sú næst-sætasta dansar kósakkadans

putin.jpgÞessa dagana bíða íslensk stjórnvöld vonglöð eftir að fá að dansa við næstsætustu stelpuna á ballinu.

Nú rifjar hún upp gömlu danssporin úti í Moskvu og undirbýr komu þessa bljúga, en efnilega vonbiðils.  Sá geymir nefnilega eitt og annð álitlegt í handraðanum, þó uppburðarlítill sé þessa dagana. 

Eins og Bronwen Maddox blaðamaður hjá The Times bendir á í  þessari grein, þá þarf ekki að hafa mikið milli eyrnanna til að skilja hvernig liggur í tildrögum þess (nýja - en þó gamla) ástarævintýris íslenskra stjórnvalda í útlöndum sem nú er í uppsiglingu, - því það er engin ný bóla. 

Við skulum rétt vona að biðillinn sé liðugur og vel að sér í danskúnstinn, - hafi æft kósakkadansinn betur en ameríska línudansinn og enska valsinn.


mbl.is Mestu mistökin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýju fötin keisarans

vilhelm_pedersen_kejserens_nye_klaeder_ubt.jpg

 

H.C. Andersen var nú ansi glöggskyggn náungi, þó hann hafi lifað fyrir daga jakkafata og einkaþota.

Muna annars ekki allir eftir því hvernig það ævintýri hefst og endar?

Ef ekki væri ráð að rifja þetta gamla ævintýri upp, þó of seint sé í  rassinn gripið að ætla að læra af boðskap þess.


« Fyrri síða

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.