Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2009

Húrra!

Kćri bloggvinir! Gleđifréttir af mér. Ég fór í blóđprufu og sprautu í gćr, og ţađ sýndi sig ađ allt gengur vel, líkaminn stenst álagiđ og lyfiđ er ađ virka. Andlega heilsan er líka orđin miklu betri, ég hef fengiđ frábćra ađstođ og stuđing frá systur minni og mági í ţeim efnum, svo og hefur mágur minn, sem er listakokkur, keppst viđ ađ trođa í mig hollum mat, ţar sem ég var orđin mjög lystarlítil, en nú er matarlystin ađ koma til baka. Svo fór ég til kínversks lćknis í dag og fékk međferđ og góđ ráđ um hvernig ég get styrkt mig til ađ takast á viđ sjúkdóminn. Svo nú er allt á uppleiđ hjá ţessari konu sem hér skrifar.

Nćsta sprauta 15. janúar, og 21. janúar flýg ég síđan til Kanarí međ vinkonu minni, móđur minni og tveimur systrum hennar. Ţađ verđur gott ađ bađa sig í sólinni í tvćr vikur, sólskin og gróđur hafa alltaf veriđ hollvinir mínir hvađ heilsuna varđar, eins og svo margra annarra.


2009

Kćru bloggvinir, ţađ er víst löngu kominn tími á nýja fćrslu. Af mér er ţađ ađ frétta ađ ég átti frekar tíđaindalítil, en ánćgjuleg jól, ţar sem ég er búin ađ vera frekar lasin yfir hátíđirnar, ég held ég sé samt ađ byrja ađ skríđa saman núna. Sem er ágćtt, ţar sem ţriđja lyfjameđferđin verđur eftir tćpa viku. Ég hef mest veriđ hér heima í rólegheitum ađ horfa á sjónvarp og láta mér líđa vel.

Ađfangadagskvöld var ég heima hjá yngri syni mínum Úlfi og Tinnu sambýliskonu hans (jólasveinka og jólaálfinunum). Viđ áttum mjög gott og notalegt kvöld, borđuđum yndćlis steikta önd og svo frúmas á eftir. Á gamlárskvöld vorum viđ mamma svo hjá systur minni og mági uppi í Breiđholti, ţá var snćdd íslensk lambasteik og frúmas á eftir, ţađ var indćlt líka.

Gaman ađ horfa á Skaupiđ, sem mér fannst takast vel í ár. Gott útsýni ţarna uppfrá til ađ horfa á flugeldana, ţó ég verđi ađ segja ađ ţeir eru hćttir ađ hrífa mig, ţar sem mér finnst allt ţetta sprengjuverk kringum áramót komiđ út í algjörar öfgar, ţó svo ţađ hafi víst veriđ eitthvađ minna í ár en í fyrra. Réttast vćri ađ hafa einungis opinberar flugeldasýningar og brennur, almenningur gćti svo dundađ sér međ stjörnuljós og blys af minni gerđinni, ţađ vćri alveg nóg.

Í gćr vorum viđ mamma svo í afmćli lítillar frćnku minnar sem varđ 5 ára, nýársbarn og fyrsta barnabarn systur minnar.  


Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband