Leita í fréttum mbl.is

Riven

Riven_BoxÉg eignaðist stærri tölvu og þrjá síðustu daga er ég búin að vera týnd í tölvuleiknum Riven sem ég átti hér heima á diski, en hafði aldrei farið í, vegna þess að gamla tölvan mín rúmaði hann ekki. Ég verð að viðurkenna að ég er hvorki nógu klár né þolinmóð til að leysa gáturnar í honum algjörlega hjálparlaust, heldur sæki ég mér leiðarvísi (walkthrough) á netið. Leikurinn er samt sem áður alveg nógu erfiður fyrir mig til að ég hafi gaman af honum og lifi mig algjörlega inn í ævintýraheiminn sem hann býður manni að ferðast um.

Ég er búin að spila Myst III, IV og V, en fyrsta Myst-leikinn hefur mér ekki tekist að komast í gegnum, þó svo ég eigi bæði upprunalega leikinn og nýju útgáfuna, einfaldlega af því að mér finnst hann ekki nógu skemmtilegur - kannski klára ég hann samt einhvern tíma þegar vel liggur á mér. Smile


Bloggfærslur 24. október 2007

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.