Leita í fréttum mbl.is

Af vefsíðu Vísis

Kreppubrandarar: Hvað kallast fimm bankastjórar á hafsbotni?

mynd

Góð byrjun. Breska blaðið Daily Mail hefur tekið saman það sem kalla má kreppubrandara til að létta aðeins geðið hjá fólki á þessum síðustu og verstu tímum. Hér eru nokkrir þeirra.

Hvernig skilgreinir þú bjartsýni í dag? Bankastarfsmaður sem straujar fimm skyrtur á sunnudegi.

Afhverju eru fasteignasalar hættir að horfa út um gluggan fyrir hádegi? Svo þeir hafi eitthvað að gera eftir hádegið.

Hver er munurinn á stjórnenda fjárfestingarbanka og dúfu? Dúfan getur enn sett mark sitt á Ferrari-bíl.

Fjármálakreppan hefur komið mér aftur á lappirnar. Það er búið að taka af mér bílinn.

Hvað segir þú við forstjóra vogunarsjóðs sem getur ekki selt neitt? Ég ætla að fá einn Big Mac með frönskum.

Heyrt á bar á Wall Street: "Þessi fjármálakreppa er verri en skilnaður. Ég haf tapað helmingi eigna minna en sit samt uppi með konuna.

Hver er munurinn á Robert Peston viðskiptaritstjóra BBC og guði? Guð heldur ekki að hann sé Robert Peston.

Maður kemur að máli við bankastjóra sinn og segist vilja stofna smáfyrirtæki. Hvernig geri ég það? "Einfalt," segir bankastjórinn. "Þú kaupir stórfyrirtæki og bíður svo aðeins.

Hvað er sameiginlegt íslenskum banka og íslenskum stripplingi? Báðir eru með dýrmætustu eigur sínar frosnar.


Davíð

david60.jpgÉg held að margir Íslendingar séu reiðubúnir að standa við bakið á núverandi ríkisstjórn á þessum erfiðu tímum og fram að næstu kosningum, svo framarlega sem upphafsmaður reiðileysisstefnunnar í bankamálum, Davíð Oddsson, verði látinn víkja úr stöðu bankastjóra í Seðlabankanum.

Auðvitað ættu allir bankastjórarnir að víkja, en Davíð hefur tekið sér húsbóndavald í Seðlabankanum og er að auki sá ráðamaður sem kom á einkavæðingu bankanna í landinu meðan hann var enn forsætisráðherra. Hann hlýtur því að bera mesta ábyrgð á því hvernig komið er og þess vegna er krafan sú að hann fyrst og fremst verði látinn víkja.

Síðan hlýtur krafan að vera sú að þeir sem verða berir að afglöpum í störfum í þágu þjóðarinnar eða vafasömum tengslum við viðskiptalífið verði skilyrðislaust látnir víkja úr starfi fyrir vikið. Og lesandi góður, ekki bera við  fámenninu og skorti á hæfu fólki einu sinni enn. Við eigum fullt af hæfu fólki, auk þess sem sá sem hefur orðið uppvís að slíku er alls ekki lengur hæfur!

Ef ekki verður orðið við þeirri kröfu mun verða krafist stjórnarslita innan skamms. Almenningur í landinu sættir sig ekki lengur við að einn maður deili og drottni á þennan hátt. Nú situr Davíð eins og kóngur í Seðlabankanum og skammtar atvinnuvegunum gjaldeyri eftir eigin geðþótta. Þetta er ekki líðandi.

Ef þeir Sjálfstæðismenn sem sitja við stjórnvölinn í dag ætla að gera sér vonir um endurnýjun lífdaga í næstu kosningum, hvenær sem þær verða haldnar, hlýtur það að vera skilyrði að þeir sýni af sér þá einurð að losa sig við aldavininn Davíð, sem hefur valdið svo miklum óskunda í þjóðlífinu.


Ah...

...þessi kona hefur lag á að bræða mann...

"Við megum aldrei gleyma því að Ísland er STÆRSTA land í heimi!"

Ég held að margir muni sakna Dorritar þegar Ólafur hættir.

 


Heimurinn er að breytast

world-map_261578.gifÉg álít, í ljósi síðustu atburða í samskiptum okkar við önnur lönd, að við Íslendingar gerum best í því að hlúa að okkur sjálfum og búa okkur undir að geta verið sjálfum okkur nógir á sem flestum sviðum. Að treysta um of á umheiminn er varlegt, eins og við finnum vel fyrir þessa dagana. Við verðum að treysta á okkur sjálf, fyrst og fremst, það sýnir reynslan okkur.

Annars endum við sem fátækt þróunarland sem önnur betur stæð ríki geta haft í hendi sér, það er að segja meðan þau standa enn af sér efnahagsstorminn sem gerir það að verkum að nú virðist sem þau lönd sem áður töldust hin auðugu og voldugu í heiminum stefni hraðbyri í þrot.

Ég tel það einnig hafa sýnt sig síðustu daga að þau lönd sem við eigum fyrst og fremst að leggja áherslu á að halda góðum tengslum við eru hin Norðurlöndin, þau lönd sem við tengjumst sérstökum menningarlegum og sögulegum böndum.

Það harðnar á dalnum um alla veröld. Við eigum að stefna að því að eiga alltaf hér í landinu nægar forðabirgðir af þeim vörum sem við þufum nauðsynlega á að halda og getum ekki verið án, komi til alvarlegrar heimskreppu, ekki síst vegna landfræðilegrar stöðu okkar. En til þess þurfum við gjaldeyri, þannig að augljóslega verður gjaldeyrisöflun að vera annað megin markmið okkar á komandi árum, í stað þess útstreymis á því sem verið hefur árin á undan. Það er komið í ljós að við höfum eytt margfalt um efni fram á undanförnum árum.

Jafnframt þarf að hlúa að innlendri framleiðslu á vörum fyrir heimamarkað og stefna að því að við getum orðið sem mest sjálfbær um nauðsynjar komi til þess að markaðir lokist og verslun við útlönd verði illmöguleg. Vitanlega verðum við einnig að halda áfram að leita færa til aukins útflutnings á afurðum okkar og gjaldeyrisöflun.

Ennfremur ættum við að nýta þá þekkingu og hugvit sem við búum yfir til að þróa aðferðir við að framleiða efni, til dæmis til nota við framleiðslu á öðrum vörum, úr innlendum hráefnum sem geta komið í stað þeirra sem við í dag teljum okkur tilneydd að flytja inn. Dettur mér í því sambandi í hug frétt á Stöð 2 nýlega þar sem sagt var frá því að beðið væri eftir gjaldeyrisheimild til að greiða pöntun á efnablöndu sem nauðsynleg er í framleiðslu á mjólkurvöru og fleiru. Er ekki hugsanlegt að við gætum í framtíðinni framleitt slíkar vörur sjálf?

Leggja þarf áherslu á að auka við þekkingu á náttúru okkar og þeim vannýttu auðlindum sem hún býr yfir, svo og tækniþekkingu til að vera þess megnug að nýta þá kosti sem skyldi. Og þar á ég ekki eingöngu við raforku. Til þess þurfum við vel menntað fólk, þannig að leggja verður mikla rækt við menntun ungs fólks, og raunar tel ég að við eigum að setja hana í forgang þegar kemur að fjárveitingum. Tími uppbyggðra þjóðvega í hvern krók og kima landsins fyrir risajeppa að þeytast eftir er liðinn. Minnkum hraðann, aukum gæðin!

Við ættum að reyna að læra af reynslu elstu kynslóðarinnar í þessu landi, fólkinu sem ólst upp við aðhald og sparsemi, ekki vegna þess að slíkt væri álitin sérstök dyggð, heldur af illri nauðsyn því annað var ekki í boði.

Kortinu rændi ég héðan.


Bloggfærslur 18. október 2008

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.