Leita í fréttum mbl.is

Rakst á þetta áðan...

Queen - Who Wants To Live Forever (Live At Wembley 1986)


Rauðu riddararnir

red_knight.jpgMér er nú orðið farið að þykja allmargir vilja nota núverandi ástand í þjóðmálum okkar til að slá sjálfa sig til riddara meðal reiðs almennings.

Metnaðarfullur þingmaður biður um lán í Noregi upp á sitt eindæmi og hótar byltingu ef skrifað verði undir kúgunarkjör við IMF, - sem forsætisráðherra hefur sagt að verði ekki gert.  Annar, fyrrverandi þingmaður, ráðherra og sendiherra sem löngum hefur notið góðs af kerfinu, gengur nú í endurnýjun lífdaga með vandlætingu að vopni í stjörnuviðtali í sjónvarpsþætti og ræðuhöldum á útisamkomu.

Fréttamaður gerist svo aðgangsharður við forsætisráðherra að hann leyfir honum helst ekki að svara þeim spurningum sem hann leggur fyrir hann, heldur þylur upp úr sér sínum eigin heimatilbúnu fullyrðingum sem svörum.

Þess utan blása beittir pennar í herlúðra í bloggheimum og vilja leggja rækt við reiðina.

Einhvern tíma hefur svona atferli verið kallað stjörnustælar.

Ég hef ákveðið að ég ætla ekki að láta berast með æsingarstraumi múgsefjunar eða  taka þátt í hernaðarhugleiðingunum. Ég hef of mikla reynslu í ýmis konar hremmingum til að vilja æsa mig yfir peningum. Hér geisar sem betur fer ekki alvöru stríð, þó allt virðist stefna í að æst verði til fjöldaslagsmála niðri í bæ. 

Ég vil samt ennþá að stjórn Seðlabankans segi af sér, en ég vil afsögn - ekki afhausun.


Hraustur hundur

black_and_white_scotts.jpg"Stór hundur sem hefur lent í litlum búk".

Orð að sönnu, sem þessi saga sýnir.

Íslendingar mega taka hann til fyrirmyndar Wink.

Skoski terrier-hundurinn hefur fengið gælunafnið "little diehard", sem Freddie sannaði rækilega. Tegundin er, nafninu samkvæmt, mjög vinsæl í Skotlandi og sér maður hana oft á strætum þar.

Mér finnst reyndar hvíta afbrigðið fallegra.

Síða á Blogger um skoska terrierinn: Scottish Terrier and Dog News. Þar má sjá margar skemmtilegar myndir af hundunum og eigendum þeirra.Ég sá þó hvergi söguna af Freddie á henni.


mbl.is Fundu hund á sundi langt frá landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjaldan launar kálfur ofeldi

frankenstein_book_450.jpg

 

Svo segir gamalt íslenskt máltæki.

Til eru sögur um það þegar menn hafa reynt að skapa sem væru þeir guðir. Slík sköpunarverk reyndust yfirleitt sköpurum sínum ofviða og fóru algjörlega úr böndunum.

Eitt frægasta dæmið um slíkan óskapnað er sagan um Frankenstein, rituð af breska rithöfundinum Mary Shelley, fyrst gefin út 1818 án höfundarnafns.


mbl.is Davíð: Varaði ítrekað við að bankar væru í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilvitnun dagsins

Quote of the Day
All truth, in the long run, is only common sense clarified.
Thomas Huxley

Bloggfærslur 24. október 2008

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.