Leita í fréttum mbl.is

Góð heilsa er gulli betri

sargent_carnation_lily_lily_rose-1.jpgElskulegir samlandar mínir!

Ég bið ykkur að minnast þess á þessum síðustu tímum að góð heilsa er gulli betri.

Því þó á móti blási, fólk missi vinnuna og við mörgum blasi jafnvel gjaldþrot, þá er það alls ekki eins hræðilegt og ætla mætti ef fólk á ennþá góða heilsu, kjark og þor til að takast á við erfiðleikana, að maður tali nú ekki um ef það býr svo vel að eiga líka í farteskinu góða menntun og hugkvæmni,slíkt verður ekki frá neinum tekið, þó eignir fari fyrir lítið.

Þess þá heldur ef fólk á fjölskyldu, maka og börn, allt það sem gerir lífið ennþá frekar þess virði að lifa því, þrauka og berjast.

Gleymið ykkur ekki í reiði og ásökunum, áhyggjum eða barlómi. Látið ekki lýðskrumara sem sjá skrattakolla í hverju horni telja úr ykkur kjarkinn.

Berjist fyrir bættu þjóðfélagi, ekki með flumbrugangi og hávaða, heldur takið á málum af einurð og hófsemi. Það þýðir þó ekki að ráðamenn skuli ekki sæta ábyrgð. Það mun koma að skuldadögum.

Jesú sagði:

"Því segi ég yður: Verið ekki áhyggjufull um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða drekka né heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast. Er lífið ekki meira en fæðan og líkaminn meira en klæðin? Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim? Og hver yðar getur með áhyggjum aukið einni spönn við aldur sinn?  Og hví eruð þér áhyggjufull um klæðnað? Hyggið að liljum vallarins, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna. En ég segi yður: Jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo búinn sem ein þeirra. Fyrst Guð skrýðir svo gras vallarins sem í dag stendur en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér trúlítil!
Segið því ekki áhyggjufull: Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast? Allt þetta stunda heiðingjarnir og yðar himneski faðir veit að þér þarfnist alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki. Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning." 

Mattheus 6, 25-34.


Bloggfærslur 25. október 2008

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.