Leita í fréttum mbl.is

Gott hjá Guðna

gu_ni_gustsson_729592.jpgMér finnst það stórmannlegt af Guðna að segja af sér þingmennsku og formennsku eftir að hafa orðið þess áskynja á flokksfundi að við ofurefli er að etja og að ekki er lengur óskað eftir forystu hans innan flokksins. Miklu hreinlegra að segja af sér en að rembast eins og rjúpa við staur.

Það mættu fleiri fylgja hans fordæmi!


mbl.is Guðni segir af sér þingmennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvirk mótmæli

gandhi_729426.jpgÞetta eru sjálfsagðar og réttmætar kröfur sem Steingrímur setur fram.

Ef ekki fást svör við spurningum hans legg ég til að íslenskur almenningur geri eftirfarandi stofnanir óstarfhæfar með óvirkum mómælum þangað til þau fást: Alþingi, Stjórnarráðið og Seðlabankann.

Óvirk mótmæli gætu falist í renneríi á pöllum Alþingis, ásamt öllum þeim hljóðum sem þykja óviðeigandi á tónleikum og leiksýningum, svo sem símhringingum, skrjáfi í bréfi, hósti, hnerra, snýtingum, tyggjósmellum, geispum, hrotum, ropi og viðrekstrum, o.s.frv. Ekki hrópum og köllum, því það teljast óspektir!

Í Seðlabankanum og Stjórnarráðinu skyldi almenningur eiga fáránleg eða lítil erindi og gerast þar þaulsætinn á göngum og tröppum, utandyra sem innan, svo ekki verði þverfótað fyrir honum, og viðhafa þar sama hátterni.

Munið að þetta eru allt hús í okkar eigu, við eigum fullan rétt á að vera þar, því við erum ríkið!

Að sjálfsögðu göngum við á sama tíma vel um eigur okkar, - meira en hægt er að segja um stjórnvöld!

Skítt með það þó löggan fengi nóg að gera. Við erum 6000+ og getum skipst á!

Hugmyndin er ekki mín, hana á Mahatma Gandhi, maðurinn sem leiddi risaþjóðina Indland til sigurs og sjálfstæðis.


mbl.is Steingrímur J. krefst upplýsinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég rakaði mig ekki í morgun...

...en það gerði þessi maður: Klikkið hér!

Lárus Pálsson

larus-palsson-leikari.gifÍ gær, á degi íslenskrar tungu, fór ég í Þjóðmenningarhúsið og heyrði kynnta nýja bók um ævi Lárusar Pálssonar, leikara, sem í nærfellt þrjá áratugi var einn af máttarstólpum íslenskrar leiklistar. Það var vel til fundið að kynna bókina á þessum degi, því Lárus var einn af meisturum tungunnar hér á landi á síðustu öld og hafði víðtæk áhrif á menningu landsins, bæði með störfum sínum í leikhúsi og ekki síður í kennslu.

Meðal efnis á dagskránni var upplestur Sigurðar Skúlasonar, leikara, úr bókinni. Hann las meðal annars kafla sem fjallar um samskipti Lárusar við fyrsta Þjóðleikhússtjóra landsins, Guðlaug Rósinkranz. En Lárus var eins og kunnugt í hópi þeirra leikara er störfuðu við það leikhús frá því að starfsemi þess hófst í kringum 1950.

Þessi kafli sem lesinn var sýnir greinilega fram á það að aðalmeinsemd íslenska lýðveldisins má rekja (að minnsta kosti) aftur í frumbernsku. Það hefur lengst af tíðkast í sögu þess að ráða menn á pólitískum forsendum, vegna vinskapar og tengsla, en ekki vegna faglegrar þekkingar og hæfni.

Lárus var, eins og áður segir, fastráðinn starfsmaður við Þjóðleikhúsið frá 1950, eða allt frá stofnun þess og óslitið til dauðadags síns fyrir aldur fram 1968, eða í 18 ár. Allan þann tíma fékk Lárus ekki notið hæfileika sinna til fulls innan stofnunarinnar vegna þess að hann var settur undir vald manns sem bar mun minna skynbragð á leiklist, leikhús og bókmenntir en hann. Þar með fékk þjóðin ekki heldur notið þeirra hæfileika til fulls, þó svo hann hafi gefið henni af þeim í mjög ríkum mæli og eins og kraftar leyfðu.

Starf sem atvinnuleikari á Íslandi á þeim árum utan Þjóðleikhússins var ekki í boði, auk þess sem laun við þá stofnun voru heldur rýr, eftir því sem mér skilst. Störf í leikhúsi utan Þjóðleikhússins voru störf í hjáverkum, þar sem eina leikhúsið sem eitthvað kvað að á þeim árum, Leikfélag Reykjavíkur, varð ekki atvinnuleikhús fyrr en upp úr 1963! Til starfsemi þess leikhúss lagði Lárus Pálsson drjúgan skerf í gegnum árin.Til þess að ala önn fyrir sér og sínum urðu þeir sem vildu hafa leiklistina að lifibrauði að taka að sér kennslu og upplestur. Lárus stofnaði sinn eigin leikskóla, kenndi upprennandi kennurum á námskeiðum, auk þess sem hann lagði ómetanlegan skerf til Ríkisútvarpsins með upplestri sínum.

Það má segja að það sé athyglisvert að þessi bók, þar sem slíkri undirokun eins okkar bestu listamanna undir stofnanavaldið er lýst, skuli koma út núna á þessum síðustu og verstu tímum.

Það verður gaman að lesa þessa bók.

(Vonandi uppgötva ég ekki neinar rangfærslur í þessum stutta texta mínum við lesturinn!)


Bloggfærslur 17. nóvember 2008

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband