Leita í fréttum mbl.is

Barack Obama er ekki afkomandi bandarískra þræla

barack_obama_sr_jr.jpgMér datt í hug að skrifa þessa færslu þegar ég hlustaði á ræðu Hjartar Magna Jóhannssonar, fríkirkjuprests, í útvarpsmessu í morgun, þar sem hann talaði um Barack Obama, forsetaefni Bandaríkjamanna, sem afkomanda þræla, og átti þá auðheyrilega við þræla sem seldir voru mansali til Bandaríkjanna fyrr á tímum.

Þetta er misskilningur sem mig langar til að leiðrétta.

Barack Obama yngri (junior) er ekki afkomandi bandarískra þræla. Faðir hans, Barack Obama eldri (senior) var Kenýamaður, af kynflokknum Luo, sem að vísu fæddist áður en landið hlaut sjálfstæði, en hlýtur þó að teljast að hafa verið borinn frjáls. Má vera að frændur hans hafi fyrr á öldum verið leiddir í þrældóm vestur um haf. Kann að vera að einhverjir forfeðra hans hafi einhverntíma verið þrælar höfðingja á þeim slóðum sem nú kallast Kenýa, eða jafnvel víðar í Afríku. Með sömu rökum mætti kalla alla Íslendinga afkomendur þræla.

Það má vel vera að Barack Obama samsami sig afkomendum bandarískra þræla í baráttu þeirra fyrir mannréttindum og að þeir séu stór hluti áhangenda hans, - en hann er ekki einn þeirra.

Það virðist einnig oft gleymast í umtalinu um Obama að hann er ekki alfarið svartur - hann er af blönduðum kynþáttum, þar sem móðir hans er hvít - þó svo vissulega eigi skilgreiningin afrísk-amerískur fullkomlega við hann, sakir uppruna hans.

Rétt skal vera rétt og til haga haldið.

 


Bloggfærslur 23. nóvember 2008

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.