Leita í fréttum mbl.is

Takk Pólland !

warsaw08.jpgwarsaw07.jpgEnn berst okkur að fyrra bragði höfðinglegt boð um lán, að þessu sinni frá Póllandi.

Pólska þjóðin hefur sem kunnugt er gengið í gegnum miklar hörmungar svo öldum skiptir vegna landfæðilegrar legu landsins. Þeir þekkja vanlíðan Íslendinga núna af eigin raun og bregðast við með einstakri hjartahlýju. Kannski hafa einhverjir sem hér störfuðu og eru nú horfnir aftur á heimaslóðir einnig borið okkur góða sögu.

Það spillir aldrei fyrir að eiga vinsamleg samskipti við aðrar þjóðir, hins vegar getur hroki og valdníðsla komið þjóðum á kaldan klaka, svo sem Þjóðverjar fengu að reyna svo eftirminnilega eftir síðari heimsstyrjöldina.

Hjartans þakkir, Pólverjar! Heart

Myndirnar með færslunni er teknar af þessari síðu: www.scrapbookpages.com/.../Warsaw/Warsaw02.html


mbl.is Geir staðfestir pólska aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fangelsi eða elliheimili?

old.jpgMerkileg frétt.

Hvernig skyldi staðan vera í Japan varðandi elliheimili? Það væri fróðlegt að heyra eitthvað um það í framhaldi af þessari frétt. Það hlýtur að vera illskárra að sitja í fangelsi sem hefur verið lagað að þörfum eldri borgara en að svelta og skorta umönnun í ellinni.

Kannski eldri borgarar á Íslandi á biðlista eftir plássi fari að stunda búðaþjófnað til að flýta fyrir vistun á stofnun? Hængurinn á því er þó sá að ég held að hér á landi erum við enn verr stödd í fangelsismálum en hvað varðar þá sjálfsögðu ummönnun sem eldra fólk á rétt á í velferðarþjóðfélagi.

Ég hef stundum sagt að augljós mælikvarði á velferð í þjóðfélögum sé hvernig þau hlúa að gamla fólkinu sínu. Ég held að þrátt fyrir allt séu þessi mál í þokkalegu lagi hér hjá okkur, ef miðað er við önnur lönd en hin Norðurlöndin, það er að segja heiminn allan. Vonandi breytist það ekki á næstu árum.


mbl.is Afbrotum eldri borgara í Japan fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. nóvember 2008

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband