Leita í fréttum mbl.is

Sprengt í Pakistan

picture_002_aqtmAð minnst kosti 22 eru látnir í sjálfsmorðssprengingum í Lahore í Pakistan.

Enn og aftur eru stjórnvöld í BNA með puttana í því sem þeim kemur ekki við. Það kemur fram í myndbandinu með fréttinni að eftir kosningarnar var nýja stjórnin tilbúin til viðræðna við Talibana og al-Qaeda. (Kl. 17:06 Þetta myndband er nú, síðan í morgun þegar ég skrifaði þetta, búið að taka út af fréttasíðu BBC um málið, ég finn það að minnsta kosti ekki lengur).

Þetta hentaði greinilega ekki bandarísku stríðsvélinni, sem við það að sjá fram á að missa af stríðsgróða tók sig til og sendi flugskeyti að búðum al-Qaeda.

Við það gerðu al-Qaedaliðar það fyrirsjáanlega, það er að segja hættu snarlega við samningaviðræður og svöruðu fyrir sig með þessum hætti. 

Áframhaldandi viðskifti voru þar með tryggð og áfram malar stríðsvélin gull.

Myndin með færslunni 


Bloggfærslur 11. mars 2008

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.