Leita í fréttum mbl.is

Erótík, færsla 2

Margir leggja erótík og klám að jöfnu. Að mínu viti eru erótík og klám er ekki það sama og móðgun við erótíkina að leggja hana að jöfnu við klám. Það er að segja samkvæmt þeirri merkingu sem ég hef lagt í þessi orð hingað til. Kannski er sú merking orðin útvötnuð, einmitt vegna þeirrar klámvæðingar sem riðið hefur yfir á síðustu árum. En ef til vill hefur þetta alltaf verið skilgreiningaratriði og byggst fyrst og fremst á afstöðu hvers þjóðfélags hverju sinni.

Mér finnst þó að það ætti ekki, sérstaklega í tengslum við þá umræðu um klám sem fram hefur farið undanfarið, að nefna þessi tvö orð sífellt í sömu andrá og eins og þau séu sambærileg. Held meira að segja að þarna liggi klámhundurinn grafinn, að margir þeirra sem hæst hrópa um frelsiskerðingu skynji hreinlega ekki að það sé munur á þessu tvennu.

nanette
"Nanette" eftir Ib Spang Olsen
 
" In art, immorality cannot exist.

Art is always sacred
"



                                                     August Rodin

Hins vegar er framleiðendum kláms ekkert heilagt annað en innistæðan á bankareikningunum þeirra ! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Rétt og satt.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.2.2007 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband