Leita í fréttum mbl.is

Minning um engil



Margt er hér skráð og skrifað
og skrafað, um allt sem var.
"En til hvers er lífinu lifað?"
Hann leitaði, en fann ekki svar -

Er missti hann vængina og vaknaði
til verunnar hér í heimi,
þá einhvers sárt víst saknaði
sorgmæddur engill frá geimi -

En þegar dauðinn hans döggvaði brá,
dyrnar opnuðust aftur
og loks með englinum ljósinu hjá
lifnaði horfinn kraftur -

Í skýjunum hoppandi glaður er hann
að hafa sinn vanmátt kvatt
Hann flögrar nú feginn um himnarann
og fagnar þar öllu svo glatt!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Þetta ljóð er afskaplega fallegt, og gott að þú ert farin að blogga aftur.  Kveðja Maria

María Anna P Kristjánsdóttir, 4.4.2007 kl. 16:57

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Segi sama, mjög fallegt og gott að fá þig inn aftur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2007 kl. 08:54

3 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Fallegt ljóð hjá þér og gaman að sjá þig komna aftur í bloggheiminn. Vona að þú eigir yndislega Páska um helgina og hlakka til þess að lesa fleiri ljóð í framtíðinni

Bertha Sigmundsdóttir, 7.4.2007 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.