Leita í fréttum mbl.is

Hvernig getur það gerst...

the-invisible-woman...að móðir sem fer til að ræða við bekkjakennara barnsins síns fær engin svör og hurðina (nánast) á nefið, eins og hún væri ósýnileg, ekki til?

Foreldrarnir töluðu í framhaldinu við aðstoðarmann skólastjórans, sem lofaði að halda fund með  kennaranum og foreldrunum. Lofaði að hringja þegar því yrði komið við. Þetta var í fyrravetur og hann er ekki enn farinn að hringja, nú við upphaf nýs skólaárs. Ég spyr: Er þetta hægt? Er það svona sem góður grundvöllur er lagður að samstarfi skóla og foreldra?

Nú er yngra barn hjónanna að hefja skólagöngu og fékk af því tilefni bréf heim þar sem tilkynnt er hvenær það skuli mæta og foreldrarnir með og það jafnframt boðið velkomið. Ég varð vitni að því hvernig faðirinn, sem er vandaður rólegheitamaður, foxreiddist við að lesa þetta bréf og rifjuðust upp fyrir honum fyrri samskipti við starfsfólk þessa skóla. Ég spyr aftur: Er þetta hægt? 

Og ég spyr mig líka: Breytir það einhverju að foreldrarnir sem um ræðir eru ekki íslendingar? Eru skilaboðin þau, eins og faðirinn upplifir þessi viðbrögð, að best sé fyrir þau að pakka föggum sínum í kassa og flytja heim aftur? Í þessu sambandi má líka geta þess að þau hjónin eru bæði mjög vel menntaðir og hæfir einstaklingar, hæfari en margir íslendingar, og leggja fyllilega sitt af mörkum til íslensks samfélags, bæði í starfi og tómstundum, hún á sviði fræðimennsku og hann í tónlist. Þau tala bæði ágæta íslensku og ensku, hann hefur búið hér í 7 ár og hún í 6.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Greta Björg Úlfsdóttir
Greta Björg Úlfsdóttir

...hvað er bak við yztu sjónarrönd?

gretaulfs@gmail.com 

                                                                                                                                                           Injustice anywhere is a threat to justice everywhere. We are caught in an inescapable network of mutuality, tied in a single garment of destiny. Whatever affects one directly, affects all indirectly.

~ Martin Luther King, Jr.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband